Morgunblaðið - 15.12.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 15.12.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 ÚTSÖLUSTAÐIR: JB ÚR&SKART - MICHELSEN ÚRSMIÐIR GÞ SKARTGRIPIR OG ÚR - MEBA GEORG V. HANNAH Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnrétt- ismálaráðherra, hefur skipað í embætti ráðu- neytisstjóra í nýju félagsmála- ráðuneyti sem taka mun til starfa um ára- mótin, embætti skrifstofustjóra á skrifstofu fjárlaga í ráðuneytinu og í embætti forstjóra Vinnueft- irlitsins. Ráðuneytisstjóri í nýju ráðu- neyti verður Gissur Pétursson, sem er núverandi forstjóri Vinnu- málastofnunar, en Unnur Sverr- isdóttir, aðstoðarforstjóri stofn- unarinnar, mun taka tímabundið við stjórn hennar. Svanhvít Jak- obsdóttir, núverandi forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins, verður skrifstofustjóri fjár- laga og Hanna Sigríður Gunn- steinsdóttir, núverandi skrifstofustjóri skrifstofu lífskjara og vinnumála í velferðarráðuneyt- inu, verður forstjóri Vinnueftirlits ríkisins. Félagsmálaráðherra skipar í þrjár stöður Gissur Pétursson Svanhvít Jakobsdóttir Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þegar pantanir um jólamat berast með tölvupósti erlendis frá og frá ættingjum á Íslandi þá veit ég að jól- in eru að koma,“ segir Trausti Reynisson, framkvæmda- stjóri Nóatúns. Hann segir Nóatún senda jólamat út um allan heim. Vin- sælastur sé Nóatúnshamborgar- hryggurinn og þrenna, sem inniheld- ur hangikjöt, Ora grænar baunir og laufabrauð. Íslenskt konfekt fari svo í annan hvern pakka. Trausti telur að um 500 sendingar fari út fyrir jólin og 50 til 100 milli jóla og nýárs. Hann segir að um það bil jafn margir sendi pöntun að utan og þeir sem panta hér á landi. Þeir sem panti á Íslandi séu í meirihluta foreldrar að senda jólamat til náms- manna. Trausti segir að Nóatún finni vör- unar til, pakki inn og merki móttak- anda viðskiptavinum að kostnaðar- lausu. Ekki þurfi lengur vottorð með kjötsendingum nema til Spánar og Ítalíu þar sem 95% af sendingum sé fargað í tollinum. „Frakkland, Ítalía og Spánn vilja greinilega ekki fá matvæli frá Ís- landi og það er sem dæmi vonlaust að senda páskaegg til Ítalíu. Við ráð- leggjum okkar kúnnum að reyna ekki við þessi lönd,“ segir Trausti sem bendir á að það taki vanalega tvo daga að senda matarpakka til Evrópulanda en geti tekið allt að fjóra daga að senda til fjarlægari landa. Þar sem aðfangadag beri nú upp á mánudag sé síðasti öruggi pöntunardagur fyrir jól á mánudag- inn. „Mest sendum við til annarra landa á Norðurlöndum, Þýskalands, Bandaríkjanna og Englands. Annað árið í röð sendum við jólamat til sama kaupanda í Ástralíu og í fyrsta skiptið svo ég viti til þá fer sending til Grænhöfðaeyja og á Svalbarða. Við viljum þjónusta viðskiptavini okkar vel og sem dæmi þá sauð ég í fyrradag hangikjöt fyrir ungan mann í Þýskalandi sem býr í leigu- íbúð án eldunaraðstöðu. Móðir hans bað okkur um það sem var auðvitað sjálfsagt mál,“ segir Trausti. Við sendum jólamatinn með DHL, kostnaður við sendingarnar fer að- allega eftir þyngd að sögn Trausta sem segir að það kosti þrjú til fimm þúsund að senda hangikjöt, grænar baunir og laufabrauð. Flestir séu hættir að panta appelsín og malt því það geti kostað allt að 2.000 kr. að senda tveggja lítra appelsínflösku og þá sé maltið eftir. Trausti segir að þegar jóla- og áramótavertíðinni ljúki taki þorramaturinn við og Ís- lendingafélögin séu stærstu við- skiptavinirnir. Flatkökur, SS pylsur og skata „Við sendum 100 til 150 sendingar út í heim, oftast er það hangikjöt og laufabrauð. Pylsur, flatkökur, ferskt lambakjöt, suðusúkkulaði, Freyju djúpur og konfekt er vinsælt og sum- ir panta malt og appelsín,“ segir Pét- ur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, og bætir við að sérkennilegt hafi verið að senda skötu til Kaliforníu en nú sé lítið mál að senda viðkvæma vöru með DHL. Það kosti sitt en fólk fái góða þjón- ustu og matvælin keyrð heim að dyr- um. „Áður en DHL kom til sendum við skötu til Svíþjóðar. Það kom gat á pakkann og klukkan sex á mánu- dagsmorgni var hringt í eigandann og hann beðinn að sækja skötuna strax þar sem pósthúsið angaði af skötulykt,“ segir Pétur og bætir við að Melabúðin hafi sent jólamat til Ís- lendinga búsettra erlendis í áraraðir en hamborgarhryggur hafi aldrei verið sendur. Flestar sendingar fari til Skandinavíu og Evrópu. Jólamatur með DHL um allan heim  Hangikjöt fyrir námsmann í Þýskalandi soðið í Nóatúni  Skata frá Melabúðinni til Kaliforníu  Matur til Ástralíu, Grænhöfðaeyja og á Svalbarða  Hangikjöt, laufabrauð og Ora-baunir vinsælast Morgunblaðið/Eggert Þjónusta Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Nóatúns, finnur til jólamat fyrir Íslendinga búsetta erlendis. Kúabændur setja sér það markmið að framleiðslan verði kolefnajöfnuð á næstu tíu árum. Umhverfismálin eru tekin inn í nýja stefnumótum Lands- sambands kúabænda til næstu tíu ára. Landssamband kúabænda gerði stefnumörkun á árinu 2011 sem gilda átti til ársins 2021. Margrét Gísladótt- ir, framkvæmdastjóri LK, segir að eðlilegt hafi þótt að endurskoða stefnumörkunina í ljósi nýrra búvöru- samninga og sérstaklega breytinga í nautakjötsframleiðslu með ræktun nýs holdanautastofns. Meginmarkmiðin eru sem fyrr að fjölskyldubúið þar sem eigendur taka þátt í daglegum rekstri búa verði áfram algengasta fyrirkomulag bú- rekstrar. Helstu nýjungar eru að bændur vilja leggja aukna áherslu á umhverfismál og neytendamál. Gripið til aðgerða Stefna þeir að því að íslensk naut- griparækt verði kolefnisjöfnuð fyrir árið 2028. Margrét segir að fyrsta skrefið sé að láta greina stöðuna, fá upplýsingar um það hversu mikil los- unin er. Í framhaldinu verði farið í að- gerðir. Hún nefnir að skoða þurfi hvernig hægt sé að draga úr þörf á notkun jarðefnaeldsneytis og taka þátt í skógrækt, endurheimt votlendis og öðrum aðgerðum af því tagi. Þá þurfi að athuga umgengni um rúllu- plast og sorpförgun. Nefnir hún í því sambandi að sveitarfélögin standi misjafnlega vel að sorpmálum svo þau mál þurfi að skoða í samvinnu við aðra. Í neytendamálunum leggja kúa- bændur áherslu á bætta upplýsinga- gjöf til neytenda. Hún verði með besta móti, meðal annars með því að upp- runamerkingar matvæla verði teknar upp í mötuneytum og á veitingastöð- um. Margrét bendir á að stjórnvöld þurfi að koma að því máli. Meðal annarra atriða í stefnumót- uninni er að auka virði hliðarafurða og að heimavinnsla afurða verði gerð að- gengilegri með einfaldara regluverki og leyfisveitingum, ásamt aðgengi- legu sölukerfi. Hvatt er til þess að lyfjanotkun í nautgriparækt verði áfram haldið í lágmarki. Þá er ætlunin að koma upp vísindasjóði landbúnað- arins til þess að efla rannsókna- og þróunarstarf, auka virði afurða og búa til fleiri hvata fyrir nemendur til að afla sér framhaldsmenntunar á sviði landbúnaðar. Kúabændur vilja kol- efnisjafna reksturinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.