Morgunblaðið - 15.12.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 15.12.2018, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 AUTHORISED DEALER Wyndham Parka 114.990 kr. Rossclair Parka 119.990 kr Langford Parka 119.990 kr Vegfarendur í Strassborg lögðu leið sína að jólamark- aði borgarinnar í gær og lögðu þar blóm og kerti og sýndu annan virðingarvott gagnvart fórnarlömbum hryðjuverkamannsins Cherif Chekatt. Staðfest var í gær að fjórða fórnarlamb Chekatts hefði látist á sjúkrahúsi af sárum sínum og eru þrír enn í lífshættu. Jólamarkaðurinn var opnaður á ný í gær, eftir að staðfest hafði verið að Chekatt hefði fallið í átökum við lögregluna í fyrrakvöld, eftir tveggja daga ákafa leit. Höfðu þá borist um 800 ábendingar um mögulegan dvalarstað hans. Reyndust tvær þeirra réttar, sem leiddi lögregluna að Neudorf-hverfinu, þar sem þrír lögreglumenn fundu Chekatt á gangi. Þegar hann náði ekki að komast undan þeim snerist hann á hæli og hóf skothríð á lögreglumennina. Tveir þeirra svöruðu fyrir sig og lá Chekatt örendur eftir. AFP Minntust fórnarlamba Chekatts Michael Cohen, fyrrverandi lögfræð- ingur Donalds Trump Bandaríkja- forseta, sagði í sjónvarpsviðtali við fréttastofu ABC-sjónvarpsstöðvar- innar í gær að Trump hefði vitað að það væri rangt að bjóða tveimur kon- um, sem sögðust hafa verið í tygjum við hann, peningagreiðslur í skiptum fyrir þögn þeirra. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi á miðvikudaginn var fyrir margvísleg lögbrot í starfi, en hann mun hefja afplánun sína í mars á næsta ári. Cohen var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa notað fé, sem eyrnamerkt var kosningabaráttu Trumps, til þess að kaupa þögn klámstjörnunnar Stormy Daniels um meint samskipti hennar við Trump, en slíkt er brot á reglum um fjármál stjórnmálaflokka í Banda- ríkjunum. Þá ítrekaði Cohen að ekkert hefði verið gert án vitneskju Trumps, þar sem allt sem gerðist í fyrirtækjum hans væri borið undir hann. „Hann skipaði mér að framkvæma þessar greiðslur, hann fyrirskipaði mér að kafa ofan í þessi mál,“ sagði Cohen um greiðslurnar. Þá sagði Cohen að hann teldi ekki að forsetinn hefði sagt allan sann- leikann um tengsl framboðs síns við öfl í Rússlandi í aðdraganda kosning- anna. Hann vildi þó ekki svara nánar um þetta atriði þar sem hann sagðist ekki vilja tefla í tvísýnu rannsókn sérstaks saksóknara og fleiri á Rúss- landstengslunum. Cohen átti að kunna lögin Forsetinn hefur fordæmt Cohen á samfélagsmiðlum sínum og sagt að hann hafi veitt sér ranga lögfræði- lega ráðgjöf. „Hann var lögfræðing- ur og á að kunna lögin,“ sagði Trump á fimmtudaginn. Bætti forsetinn við að hann hefði aldrei fyrirskipað Co- hen að brjóta lögin. Rudolph Giuli- ani, fyrrverandi borgarstjóri New York og einn af lögfræðingum Trumps, sagði eftir að dómur féll að Cohen væri „raðlygari“ og að ekkert mark væri á honum takandi. sgs@mbl.is Cohen snýst gegn Trump  Sakar forsetann um að hafa vitað af lögbrotum  Trump fordæmir Cohen AFP Dæmdur Michael Cohen yfirgefur dómssalinn á miðvikudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.