Morgunblaðið - 15.12.2018, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.12.2018, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 Hífðir í hús Stólar hafnir á loft við Austurvöll í Reykjavík. „Mættum við ekki af þeim þjónustu þiggja þyrftum við ýmist að standa eða liggja,“ orti skáldið Þórarinn Eldjárn um þessi þarfaþing. Kristinn Magnússon Nýverið samþykkti heilbrigðisráðherra, Svandís Svavars- dóttir, tillögu okkar í Mörkinni að fjölga geðhjúkrunarrýmum heimilisins um tíu talsins. Þau eru nú þegar tíu og verða 20 þegar breytingin hef- ur gengið í gegn, væntanlega upp úr næstu áramótum. Á sama tíma leggjast hvíldarinnlagnir af í Mörk en á móti kemur að Grund mun koma til móts við aukna þörf fyrir hvíldarinnlagnir með því að bjóða upp á fleiri slík pláss vestur á Hringbrautinni. Mörk hefur verið eina hjúkr- unarheimilið á landinu sem hefur boðið upp á sérhæfða dvöl fyrir þá sem glíma við erfiða geðsjúkdóma. Fellsendi við Búðardal hefur að vísu sérhæft sig í geðhjúkrun og gert það vel í áratugi. Þörfin fyrir fleiri geðhjúkr- unarrými á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist undanfarin ár. Þeir sem dvalið hafa á sambýlum á veg- um sveitarfélaga eldast, eðli máls samkvæmt og þurfa þar með á auk- inni hjúkrun og umönnun að halda en ella. Þessir einstaklingar eru meðal þeirra sem koma vænt- anlega til með að flytja til okkar á nýja geðhjúkrunarheimilið í Mörk- inni. Við í Mörkinni höfum talsverða reynslu af þjónustu við þá sem kljást við erfiða geð- sjúkdóma á efri árum og teljum okkur því vel í stakk búin til að bæta við okkur þess- ari nýju tíu manna einingu. Hún verður á sömu hæð og núver- andi geðhjúkrunar- rými, á efstu hæð hjúkrunarheimilisins. Samhliða þessu verða gerðar endurbætur á svölum beggja heimila á fimmtu hæðinni á þann veg að heimilismenn og starfsmenn njóti þeirra enn betur en nú er, auk þess sem öryggi verður bætt. Þetta er spennandi og að mínu mati jákvæð og góð breyting á starfsemi okkar í Mörkinni og við hlökkum til að takast á við þetta verkefni. Ráðherranum þakka ég fyrir að hafa tekið þessa góðu ákvörðun og er sannfærður um að hún eigi eftir að reynast öllum hlutaðeigandi heillarík. Eftir Gísla Pál Pálsson »Ráðherranum þakka ég fyrir að hafa tekið þessa góðu ákvörðun og er sannfærður um að hún eigi eftir að reynast öllum hlutaðeigandi heillarík. Gísli Páll Pálsson Höfundur er forstjóri í Mörk, hjúkrunarheimili. gisli@grund.is Ný geðhjúkrunar- rými í Mörk Þegar ég settist í þingsal Alþingis ákvað ég að nota strax tæki- færið og tala um mál málanna; uppeldi barna og ungmenna. Hvernig við foreldrar og aðrir sem eigum samskipti við börn og unglinga getum haft áhrif á það hvernig þeim muni vegna í lífinu. Hvort þau fái trú á að þau séu einhvers virði og öðlist jákvæða sjálfsmynd eða hvort þau sæti ávít- um og séu töluð niður í stað þess að þeim sé hælt fyrir það sem þau gera vel og hvött áfram með jákvæðum styrkingum. Ég tel að umræða um uppeldi barna og unglinga ætti að vera meiri því að uppeldishlutverkið er mikil- vægasta hlutverk okkar í lífinu. Það eru til leiðbeiningar sem hafa sýnt sig að gagnast vel við uppeldi og ég veit að margir foreldrar hafa kallað á aukna fræðslu og það er tími til kom- inn að uppeldisfræðsla verði almenn- ari. Það er merkilegt að fyrir tæpum 190 áraum, árið 1829, fjallaði Tíma- ritið Ármann á Alþingi um uppeldi þess tíma, þar sem bóndi einn lýsir uppeldi barna sinna og segir: „Þegar þau hafa farið að stálpast og verða ódæl þá hef ég barið þau eins og fisk svo það er ekki mér að kenna að þau eru bæði þrá og stór- lynd.“ Það þarf ekki að skoða þessi um- mæli lengi til að sjá að það eru ein- mitt sterkar líkur á því að vegna þessa uppeldis hafi börn þessa bónda einmitt orðið þrá og stórlynd! Nú til dags vita von- andi flestir foreldrar að haðneskjulegt uppeldi, refsingar, skilyrðislaus hlýðni, eftirlátssemi og afskiptaleysi hafa ekki góð áhrif í uppeldi. Mun heillavænlegra er að gefa börnunum sínum leiðbeinandi fyrirmæli, kenna þeim að fylgja fyrirmælum og hrósa þeim þegar við á, m.ö.o. beita leiðandi uppeldis- aðferðum. Hinar aðferðirnar kallast skipandi eða refsandi uppeldishættir og svo afskiptalausir uppeldishættir. Það verður að segjast eins og er að uppeldi og samskipti foreldra og barna, sem og samskipti barna við aðrar fyrirmyndir, svo sem íþrótta- þjálfara, flokksstjóra í vinnu o.s.frv., hefur því miður ekki borið mikið á góma þegar rætt hefur verið um vax- andi vanda vímuefnaneyslu ung- menna, svo ekki sé talað um áhrif samfélagsmiðla, tónlistarmyndbanda og áhrif vinahópsins. Í rannsóknum á uppeldisháttum foreldra hefur verið greint hvaða leiðir eru taldar skipta miklu máli til að draga úr líkum á vímuefnaneyslu, depurð og hegðunarvandkvæðum og hvaða leiðir geti orðið til þess að styrkja jákvæða sjálfsmynd, auka samskiptahæfni, efla trú á eigin færni og þar með efla góða líðan og geðheilsu. Áður starfaði ég sem verkefnis- stjóri ráðherranefndar um lýðheilsu sem Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, þá forsætisráðherra, setti á fót. Uppeldishættir skipta miklu máli til bættrar lýðheilsu og þess vegna er ein af aðgerðum lýðheilsustefnunnar sú að öllum foreldrum barna sex ára og yngri gefst kostur á að sækja upp- eldisnámskeið við alla ung- og smá- barnavernd um allt land. Uppeldi barna og ungmenna er áhyggjuefni og það er mjög eðlilegt að foreldrar fari á uppeldisnámskeið og læri að ala upp börnin sín, eins og hundaeigendur fara á hunda- námskeið til að hafa stjórn á hund- inum sínum. Næstum daglega sjáum við umfjöllun í fjölmiðlum þar sem dregnar eru upp sláandi myndir af þessum vanda. Fyrirsagnirnar eins og þessar: Týndu börnin í verra ástandi en áður. Aldrei fleiri mál tengd heimilisofbeldi. Tugir gerenda leita til Heimilisfriðar. Sagt er frá geranda sem beitt hefur ofbeldi og vill leita sér aðstoðar því hann vill forðast að verða eins og foreldrar hans voru. Þá hafa rannsóknir sýnt að ofbeldi, vanræksla og misnotkun geti haft áhrif á sjúkdóma síðar á lífs- leiðinni. Þessar fréttir segja sína sögu um að bregðast þurfi við til að koma í veg fyrir að börnin okkar lendi í erf- iðleikum á lífsleiðinni og gott uppeldi getur haft áhrif á það. Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur »Ég tel að umræða um uppeldi barna og unglinga ætti að vera meiri því að upp- eldishlutverkið er mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu. Una María Óskarsdóttir Höfundur er uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur og þingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Lærum uppeldi sem virkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.