Morgunblaðið - 15.12.2018, Qupperneq 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
✝ Svava Sófus-dóttir fæddist í
Zeuthenshúsi á
Eskifirði 3. mars
1934. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Austurlands á
Seyðisfirði 4. des-
ember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Odd-
ur Sófus Eyjólfs-
son, f. 20.1. 1892, d.
21.9. 1971, og Þórdís Guðjóns-
dóttir húsfreyja, f. 10.9. 1903, d.
22.2. 1992. Systkini Svövu voru
María Kristín, f. 23.6. 1923, d.
7.5. 1956, Friðrik, f. 10.6. 1927,
d. 4.1. 218, maki Ingunn Björg-
vinsdóttir, og Hákon Viðar, f.
31.3. 1936, maki Sigrún
Valgeirsdóttir.
Svava ólst upp á Eskifirði og
lauk þaðan venjulegu skyldu-
námi. Hún vann öll venjuleg
störf sem unglingum buðust á
þeim árum, s.s. barnagæslu,
störf í frystihúsi, síldarsöltun
o.fl. Snemma varð hún
afgreiðslustúlka í Markúsarbúð
á Eskifirði og gegndi því starfi í
nokkur ár. Á vetrarvertíðum
Edda Sif, f. 4.2. 1989. Sófus Þór,
f. 14.6. 1963, d. 13.1. 2017, og Jó-
hann Björn, f. 5.6. 1967. Hans
sonur er Baldur Már, f. 17.6.
1996. Móðir Baldurs Más er
Þóra Þorsteinsdóttir, f. 5.12.
1977.
Á Seyðisfirði vann Svava hjá
Síldarverksmiðju ríkisins við
frágang framleiðslunnar, auk
þess sem hún greip í störf mötu-
neytis fyrirtækisins. Á þessum
árum var síldarævintýrið í há-
marki og vann hún þá einnig
drjúgt við síldarsöltun.
Svava hóf störf við Sjúkrahús
Seyðisfjarðar sem gangastúlka
árið 1975 og starfaði þar yfir 30
ár. Hún var einstaklega lagin
við allt sem að höndum hennar
kom og sá árum saman um fönd-
ur með vistmönnum, sem árlega
sýndu árangurinn.
Hún hafði mikla ánægju af
spilamennsku og stóð fyrir
spilakvöldum áhugamanna ár-
um saman einu sinni í viku, eða
allt þar til heilsuna þraut. Hún
var félagi í félagi eldra fólks á
Seyðisfirði og spilaði þar venju-
lega tvisvar í viku með félögum
sínum.
Útför Svövu verður gerð frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag, 15.
desember 2018, klukkan 14.
1953 vann hún í
frystihúsinu „Litlu
milljón“ í Keflavík.
Þar kynntist hún
manninum sem síð-
ar varð hennar lífs-
förunautur, Jó-
hanni Birni
Sveinbjörnssyni, f.
18.2. 1934.
Veturinn 1957
bjuggu þau í
Reykjavík, í prent-
arablokkinni á Nesvegi 7. Þann
vetur vann hún um nokkurt
skeið í eldhúsi Heilsugæslu-
stöðvarinnar og síðan við af-
greiðslu í versluninni Vaðnesi
við Klapparstíg. Um mitt sum-
arið fluttu þau aftur á heima-
slóðir austur á land til Seyð-
isfjarðar.
17. júní árið 1958 gekk hún að
eiga Jóhann Björn Sveinbjörns-
son, f. 18.2. 1934. Á Seyðisfirði
bjó Svava síðan til æviloka. Þau
hjónin eignuðust þrjá syni,
Sveinbjörn Má, f. 27.11. 1957,
hans kona er Margrét Gunn-
laugsdóttir, f. 15.11. 1958. Börn
þeirra eru Nína Ýr, f. 22.3. 1977,
Jóhann Björn, f. 13.11. 1982, og
Elsku hjartans Svava.
Nú hvílir dimmur skuggi sorg-
ar yfir Garðarsvegi 6. Eftir sex-
tíu og tveggja ára sambúð er erf-
itt að skiljast að. En svona er
það. Það er víst ákveðið og við
ráðum engu um það.
Nú streyma minningarnar að,
svo hratt og svo margar, að allt
rennur saman í harðan hnút sem
erfitt er að leysa. En fyrst ég
nefni hnút, þá veit ég enga sem
auðveldar átti með að leysa og
rekja hnúta, því allt sem í þínar
hendur kom, hvort sem var garn
eða gler, kom úr þínum höndum í
betra ástandi. Nákvæmni þín og
snyrtimennska var sérstök. Satt
að segja hafðir þú meiri ánægju
af föndri en fjasi. Enda varstu
sjaldan margmál, en sagðir
hreinskilnislega skoðanir þínar.
Þú gast líka skotið föstum skot-
um sem hittu vel í mark ef svo
bar undir. Þau skot minntu mig
stundum á langafa þinn, Jón
Ólafsson ritstjóra. Hugur þinn
stóð þó nær langafabróðurnum,
Páli Ólafssyni. Þú barst líka
sterkan svip Selsættarinnar á
Eskifirði. Róandi áhrif þín á börn
þekktum við vel, t.d. með ein-
földu föndri. Já, mín kæra, þú
tróðst aldrei neinum um tær, en
lést heldur aldrei troða á þínum.
Ófáar voru stundir þínar í
föndri með vistmönnum á heilsu-
gæslustöðinni á Seyðisfirði.
Auk áhuga þíns á föndri, hafð-
ir þú ánægju af spilamennsku, og
stóðst fyrir spilakvöldum í fé-
lagsheimilinu einu sinni í viku,
meðan kraftar entust. Spilatíma í
félagi eldra fólks á Seyðisfirði
sóttir þú vel. Betur en rabb-
stundirnar. Sagðist litla ánægju
hafa af því að sitja og „mala“.
Þú varst betri en enginn þegar
við stóðum í að byggja okkar
framtíðarbústað. Stundum
fannst mér þú heldur um of
vinnuhörð við sjálfa þig. Já og
mig líka. Enda varstu bæði sterk
og svo vinnusöm, að mér fannst
sem þú hefðir verið þræll í fyrra
lífi, og teldir þig þurfa að halda
því áfram.
Á þessu byggingaárabasli
okkar munaði drjúgt um það sem
þú vannst inn fyrir heimilið. Þú
ein fjármagnaðir kaupin á eld-
húsinnréttingunni frá frænda
þínum Gesti Janusi Ragnarssyni,
með vinnu þinni í síldarbræðsl-
unni hér á Seyðisfirði, og síldar-
söltun. Sú eldhúsinnrétting
stendur enn fyrir sínu, 62 árum
síðar. Á þessum 62 árum okkar
hefur hamingjan ráðið ríkjum.
Við eignuðumst þrjá syni, Svein-
björn Má, Sófus Þór og Jóhann
Björn. Stór skuggi lagðist þó yfir
okkur 13. janúar 2017, þegar Sóf-
us var rifinn frá okkur yfir á ann-
að tilverustig, aðeins 54 ára.
Alltaf skín sólin þó á bak við
skýin. Hamingjan ríkir áfram
með afkomendunum. Umhyggja
fyrir öllum þínum var einstök.
Svava mín, nú eru dökkir dagar
framundan því þú varst:
Ljós sem lýsti veginn minn
lánið mitt og styrkur.
Engan frið ég lengur finn
og framundan er myrkur.
Elsku ljúfa. Eftir langa og
góða sambúð er sárt að skilja. En
örlög ráða. Þótt þú sért nú horfin
sjónum okkar yfir á aðrar slóðir,
þar sem vinir bíða í varpa, ertu
hjá okkur, og verður áfram.
Ég kveð þig með orðum sem
þú heyrðir oft frá mér:
Þú ert alltaf elskuleg
efling vona minna.
Í eilífðinni ætla ég
aftur þig að finna.
Við þökkum fyrir allt og allt og
óskum þér góðrar ferðar á vit ei-
lífðarinnar.
Jóhann Björn
Sveinbjörnsson.
Það eru 38 ár síðan ég kynnt-
ist tengdamóður minni, Svövu,
sem var alltaf kölluð Lilla af sín-
um nánustu. Margs er að minn-
ast þegar þegar ég lít til baka.
Lilla var fyrirmyndarhúsmóð-
ir og mikil listakona. En hún var
ekki allra og hleypti ekki mörg-
um að sér.
Hún saumaði, prjónaði, hekl-
aði, gerði kort, glerjaði, ræktaði
rósir og svo mætti lengi telja.
Það liggja ótal listaverk eftir
hana víða um heiminn þar sem
hún rak sumarmarkað í fjölmörg
sumur ásamt vinkonum sínum.
Þar seldu þær sitt eigið hand-
verk. Einnig fyrirfinnast ótal
önnur listaverk eftir hana sem
fáir hafa séð. Hún elskaði að
prjóna og sauma á barnabörnin
fjögur. Þegar þau voru í pössun
var hún alltaf að dunda með
þeim. Þau höfðu mikla matarást
á ömmu sinni og þar komu lumm-
ur og heimagerða múslíið sterkt
inn. Síðar fengu langömmubörn-
in sömu matarást á henni og nutu
samvista við hana í ýmiss konar
föndri.
Hún var ákaflega heimakær,
lengst fór hún til Færeyja og
fóru þau hjónin nokkrar ferðir
þangað.
Lilla fæddist á Eskifirði en
flutti til Seyðisfjarðar fyrir 62 ár-
um, meiri Seyðfirðingi hef ég
ekki kynnst. Hún unni bænum og
vildi honum allt hið besta.
Mikill var missir þeirra hjóna
þegar þau misstu son sinn Sófus
fyrir rúmum tveimur árum.
Við erum þakklát fyrir þá
samveru og aðstoð sem við gát-
um veitt henni í veikindunum.
Það er mér mikils virði að við
hjónin gátum verið til staðar fyr-
ir hana.
Elsku Jóhann, missir þinn er
mikill, á svo stuttum tíma.
Ég votta öllum ástvinum
hennar dýpstu samúð.
Hvíl í friði, elsku Lilla.
Þín tengdadóttir,
Margrét (Magga).
Það er aðfangadagur og við er-
um mætt, eins og alltaf, á Garð-
arsveginn rétt fyrir klukkan
hálfsex. Ilmurinn sem tekur á
móti okkur er dásamlegur.
Uppáhaldsmáltíð ársins er í
vændum. Amma fagnar okkur,
lambalærið búið að malla í marga
klukkutíma í ofninum og sósan er
að verða klár. Inni í stofu er dúk-
að borð, sparistellið skartar sínu
fegursta, rauðu jólaglösin komin
á borðið og servíetturnar í fal-
legu broti. Í holinu er útvarpið
lágt still, beðið eftir að kirkju-
klukkurnar hringi inn jólin. Á
meðan við bjuggum á Seyðisfirði
vorum við alltaf í jólaveislu hjá
ömmu og afa á aðfangadag. Síð-
ustu árin hafði amma alltaf jóla-
mat þegar við komum í heim-
sókn, alveg sama á hvaða tíma
árs það var. Ég er svo óendan-
lega þakklát fyrir það, enda vek-
ur jólamaturinn virkilega góðar
æskuminningar, minningar þar
sem amma var í aðalhlutverki og
hvert smáatriði úthugsað.
En amma var ekki bara snill-
ingur í veisluföngum. Hún var
sérlega hæfileikarík þegar kom
að handavinnu. Það var einhvern
veginn ekkert sem amma gat
ekki útbúið, prjónað, heklað,
föndrað, glerjað, saumað og svo
mætti lengi telja. Hún hafði al-
veg einstakt lag á því að búa til
fallega hluti.
Hún var líka þolinmóðasti
handavinnukennari minn. Minn-
ingarnar um handavinnustundir
við eldhúsborðið eru ófáar og
alltaf var amma róleg, alveg
sama hversu mikla vitleysu ég
var komin í. Það var ómetanlegt
að geta kíkt til ömmu með handa-
vinnuna úr skólanum, það þurfti
oft að bjarga þeirri handavinnu.
Amma rifjaði gjarnan upp
söguna þegar við hittumst í
fyrsta skipti. Það var sumarið
1980 þegar við mamma fluttum
austur á Seyðisfjörð. Við hitt-
umst úti í búð, ég labbaði til
hennar með kexpakka og setti í
körfuna hjá henni. Hún skilaði
pakkanum en ég hélt víst áfram
að setja kexpakka í körfuna
hennar. Síðar sama ár byrjuðu
mamma og pabbi saman. Fyrst
um sinn sagðist ég ekki þurfa
aðra ömmu, ég ætti eina ömmu í
Kópavogi. En það breyttist nú
fljótt.
Það er af ýmsu að taka úr
minningasjóðnum þegar maður
hefur verið eins lánsamur með
ömmu og við systkinin vorum.
Upp í hugann kemur fyrst og
fremst þakklæti fyrir góðar
stundir, notalega samveru og
gestrisni sem á enga sína líka.
Minning um afskaplega góða
konu mun lifa með okkur.
Hvíl í friði, elsku amma Lilla.
Nína Ýr Nielsen.
Svava Sófusdóttir
Fleiri minningargreinar
um Svövu Sófusdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJÖRN HELGASON
bílstjóri,
Grænlandsleið 47, Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hjartans þakkir færum við starfsfólki Ölduhrauns á Hrafnistu
fyrir hlýja og góða umönnun. Þeir sem vilja minnast hins látna
láti Hrafnistu í Hafnarfirði njóta.
Sigurlaug Oddný Björnsd. Guðmundur Karl Þorleifsson
Róbert Guðlaugsson
Díana Björnsdóttir
Lára Björnsdóttir Ólafur Þorkell Pálsson
Gunnar Friðrik Björnsson
barnabörn og langafabörn
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför elsku sonar okkar, bróður og
frænda,
RÚNARS ÞÓRS FRIÐBJÖRNSSONAR,
Rofabæ 31, Reykjavík.
Sigrún Ámundadóttir Friðbjörn Þ. Jónsson
Ámundi Halldórsson Margrét Traustadóttir
Jóhann Friðbjörnsson Regína Sveinsdóttir
Kristín Friðbjörnsdóttir
og frændsystkini
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, sonar og afa,
PÉTURS GUNNARSSONAR,
blaðamanns,
Bólstaðarhlíð 64.
Anna Margrét Ólafsdóttir
Ragnheiður Ásta Pétursd. Kristján Oddur Sæbjörnsson
Anna Lísa Pétursdóttir Hannes Pétur Jónsson
Pétur Axel Pétursson
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir
barnabörn og aðrir ástvinir
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
HALLDÓR SIGURÐUR SIGDÓRSSON
framreiðslumeistari,
lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn
2. desember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Marta Katrín Sigurðardóttir
Sigurður Brynjar Halldórss. Erna Hrönn Geirsdóttir
Þórey Íris Halldórsdóttir Jakob Már Harðarson
Halldór Reynir Halldórsson Tinna Björk Kristinsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir
okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR,
Digranesheiði 34, Kópavogi,
lést fimmtudaginn 13. desember.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
mánudaginn 14. janúar 2019 klukkan 11.
Haukur Hannibalsson
Heiða Jóna Hauksdóttir Arnar B. Stefánsson
Hanna Þóra Hauksdóttir
Björgvin J. Hauksson Cinzia Fjóla Fiorini
Birgir Már Hauksson Harpa Rós Jónsdóttir
Sigrún Edda Hauksdóttir Guðbjartur P. Árnason
barnabörn og barnabarnabörn