Morgunblaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er einhver ólga innra með þér sem þarfnast útrásar. Hentu hlutum sem þú hefur ekki lengur þörf fyrir eða gefðu. Áhugamál þín hafa setið á hakanum, hvers vegna? 20. apríl - 20. maí  Naut Þér finnst allir vera á þönum í kring- um þig en sjálf/ur standir þú í stað. Gefðu þér tíma til að líta inn á við og vittu hvort þú kemst ekki að niðurstöðu sem þú ert sátt/ur við. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hafðu innri kraftinn og metn- aðarfulla drauma þína með þér inn í fram- tíðina. Klukkan tifar, ekki fresta hlutum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu bara þú sjálf/ur og sinntu þínum störfum sem best þú getur. Allt leikur í lyndi í ástarsambandinu. Einhver verður á vegi þínum sem mun hafa mikil áhrif á þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gerðu eitthvað fallegt fyrir fjölskyld- una í kvöld. Ekki trúa kjaftasögum sem þú heyrir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu engan eða ekkert trufla þig. Þú ert potturinn og pannan í fjölskyldunni, það gerist fátt ef þú drífur hin ekki áfram. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dagurinn er kjörinn til end- urskipulagningar. Þú veist ekki þitt rjúk- andi ráð hvað varðar ástarsambandið sem þú ert í. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Í nýjum hugmyndum felast oft gömul sannindi. Aðrir skynja tilfinningar þínar og viðbrögðin láta ekki á sér standa. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Allir hlutir þurfa sinn und- irbúning og því er flas ekki til fagnaðar. Einhver á í erfiðleikum með að segja þér sannleikann. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fyrirboðar segja hrútnum að hlýða kalli sígaunasálarinnar í sjálfum sér, ekki síst ef það felur í sér ferðalag yfir ein eða tvenn landamæri. Fljótfærni í þeim efnum getur reynst afdrifarík. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur lengi reynt að fá kunningja þinn til að skila ákveðnum hlut sem þú átt. Þú hefur líklega farið öfugum megin fram úr rúminu í morgun, slík er geðvonskan. 19. feb. - 20. mars Fiskar Taktu frá hálftíma í dag og reyndu að bæta skipulagið heima fyrir eða í vinnunni. Farðu eftir innsæi þínu og láttu aðra ekki stjórna þér. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Þetta er háttur þinn og minn. Þar að auki báturinn. Flutning sumir fá með því. Fastir sama margir í. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Um margt gerir fólk sér far. Far sitt kapteinn lakkar. Far sér sumir fengu þar. Í fari sama hjakkar. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Fullt er slæmt í fari mínu. Fari stæli, ef kynni að sigla, en kannski fæ ég far með Stínu. Í fari gömlu hangi og mygla. Helgi R. Einarsson svarar: Háttur, ferðamáti og fley, fastir sumir eru þar. Nú glórutetrið gagnast ei, þó gæti þetta verið far. Helgi Seljan á þessa lausn: Finnast má í fari okkar hér, farið ágætt bátsnafn víst um það. Ýmis flutningurinn með því fer, þá festast menn og komast ei úr stað. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Þetta dagfar okkar er. Einatt bát við nefnum far. Far með skipi fékkstu þér. Í fari sama hjakkað var. Þá er limra: Hann Simbi ók sinni möstu sérdeilis ljótu og höstu, á lausu hann var og Lindu bauð far, en Linda kvaðst vera á föstu. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Sólin glæðir ást og yl, eyðist beiskja og tregi, og vísnagátur verða til, vinur elskulegi: Þór og Elli þreyttu forðum. Þau má finna á veisluborðum. Leynist hérna lítil sáta. Líka faðmur hlýr úr máta. Einar Andrésson í Bólu orti: Æsku brjálast fegurð fer, fjörs er stálið sprungið, hýðið sálar hrörnað er heims af nálum stungið. Eilífðar eg er á vog eins og fisi svari eða þegar lítið log lifir á kuldaskari. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margur á orð í annars fari Í klípu „HANN LÉT EFTIR SIG EINSTAKA EIGN – SEM ÞÚ VERÐUR AÐ RÝMA FYRIR MÁNAÐAMÓTIN.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SEGÐU KONUNNI ÞINNI AÐ ÉG FINNI TIL MEÐ HENNI, HVER SEM HÚN ER.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að ná fullkomnu jafnvægi. JÆJA GRETTIR, NÚ STYTTIST Í JÓLIN ÞAÐ ÞÝÐIR BARA EITT … NJÓSNARAR SVEINKA ERU NÆRRI HELGA, ÞÚ ÞARFT AÐ ELDA FYRIR SEX MANNS Í KVÖLD! HVERJIR VERÐA Í MAT? EINN BANHUNGRAÐUR HRÓLFUR! Víkverji var á leið til vinnu morguneinn í vikunni og varð þá fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að þurfa aðeins að stoppa einu sinni á rauðu ljósi á leiðinni. Þetta fannst Víkverja nokkuð gott því að á þessari leið eru 11 umferðarljós, þar af fjögur við gangbrautir. x x x Ástæðan fyrir því að Víkverja þóttiþetta sæta tíðindum er að alla- jafna þarf hann að stoppa fimm til sex sinnum á leiðinni. Umferðin höktir áfram, hann er rétt kominn af stað þá þarf hann að stoppa aftur og ef það er einhver taktur á milli ljósa á gatnamótum setja gangbrautar- ljósin hann úr skorðum. x x x Víkverji hefur nokkrum sinnumvelt fyrir sér að gera þetta að umtalsefni, en ákveðið að íþyngja ekki lesendum með tuði um umferð- arljós. Í ferðinni í vikunni gerði hann sér hins vegar grein fyrir hvað um- ferðin gæti gengið hratt fyrir sig á samræmdum ljósum og gat ekki orða bundist, ekki síst vegna þess að hann veit að umferðarljósasamræm- ingartæknin (hér gerir Víkverji til- kall til lengsta orðs ársins, mætti bæta um betur með orðinu umferð- arljósasamræmingartæknistjóri) er til, þótt ekki hafi hún borist til Reykjavíkur. x x x Hlýindin undanfarið hafa komiðVíkverja í opna skjöldu. Við fyrsta frost dró hann fram þykka peysu og fóðraða úlpu og ákvað að nú væri kominn tími til að fara í vetrarhaminn. Í kjölfarið komu ein- tóm hlýindi og hefur hitinn jafnvel farið upp fyrir tíu gráður á suðvest- urhorninu og víðar. x x x Nóvember var með þeim hlýrri ogdesember gefur honum lítið eft- ir enn sem komið er. Veturinn ætlar sem sagt að vera eins og sumarið, enginn munur á veðri í júní og nóv- ember. Reginmunurinn er styttri sólargangur, en hitinn er sá sami, og Víkverji veltir fyrir sér hvort hann þurfi ekki að fara að slá blettinn með þessu áframhaldi. vikverji@mbl.is Víkverji Því að svo segir Drottinn við Ísraelsmenn. Leitið mín og þér munuð lifa. (Amos 5.4)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.