Morgunblaðið - 15.12.2018, Page 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur í Bogasal
Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna í Myndasal
Heiða Helgadóttir – NÆRandi á Vegg
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur
úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
Lífsblómið – leiðsögn Guðrúnar Nordal 16. desember kl. 14.
Síðasta sýningarhelgi.
VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign
BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON
OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS
Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
- HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is
Bráðum koma blessuð jólin og börn-
in fara að hlakka til. En það eru ekki
bara börnin sem hlakka til jólanna
eins og alkunna er. Tónlistarunn-
endur á öllum aldri eru til að mynda
alveg í essinu sínu nú um stundir,
enda tónlistarlífið í miklum blóma á
þessum árstíma. Mörgum finnst jól-
in fyrst vera á næsta leiti þegar Sin-
fóníuhljómsveit Íslands efnir til
sinna árlegu jólatónleika. Að þessu
sinni heldur hljómsveitin ferna há-
tíðlega fjölskyldutónleika kl. 14 og
16 í dag, laugardag, og á morgun,
sunnudag, í Eldborg í Hörpu.
Á tónleikunum verður skyggnst
inn í íslensku baðstofuna þar sem
gömlu jólasveinarnir og jólakött-
urinn hafa hreiðrað um sig. Einnig
verður gullfalleg jólatónlist Jór-
unnar Viðar tónskálds í forgrunni.
Hún lést í fyrra, en hefði orðið eitt
hundrað ára 7. desember sl.
Töfrar tónlistarinnar
Hjá mörgum tónleikagestum eru
jólatónleikar Sinfóníunnar hluti af
hefðbundnum jólaundirbúningi.
Tónleikarnir eru ekki síst ætlaðir
ungviðinu, enda hluti af Litla tón-
sprotanum, framtaki Sinfóníu-
hljómsveitarinnar til að kynna töfra
tónlistarinnar fyrir yngstu kynslóð-
inni.
Á efnisskránni eru lögin Jólakött-
urinn eftir Ingibjörgu Þorbergs, Það
á að gefa börnum brauð og Jól eftir
Jórunni Viðar, Jólin koma eftir
Guðna Franzson, Óður til jólanna
eftir Gunnar Þórðarson og fleiri sí-
gildir jólasöngvar.
Hljómsveitarstjóri er Bern-
harður Wilkinson og flytjendur Val-
gerður Guðnadóttir og Kolbrún
Völkudóttir ásamt Stúlknakór
Reykjavíkur og Litlu sprotunum.
Góðir gestir
Nemendur úr Listdansskóla Ís-
lands túlka Jólakött Ingibjargar
Þorbergs og Jólaóð Gunnars Þórð-
arsonar. Þá koma ungir lúðraþeyt-
arar fram með Sinfóníuhljómsveit-
inni og Bjöllukór Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar hringir inn jólin
með tónlistaratriði fyrir framan
Eldborg kl. 13.30 og að tónleikum
loknum. Auk áðurnefndra flytjenda
koma fram þær Lilja Hákonardóttir
flautuleikari og Nanna Guðmunds-
dóttir hörpuleikari.
Halla trúður hefur tekið að sér að
kynna dagskrána, en þar er raunar
á ferðinni leikkonan Katrín Hall-
dóra Sigurðardóttir, sem undan-
farið hefur heillað landsmenn sem
Elly í samnefndum söngleik í Borg-
arleikhúsinu. Þess má og geta að
tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.
Tónleikagestum er bent á að mæta
tímanlega á tónleikana þar sem
mikið er um að vera í Hörpu um
helgina.
Skyggnst inn í gömlu baðstofuna
Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands kl. 14 og 16 í dag og á morgun í Eldborg í Hörpu
Sígildar íslenskar jólaperlur Tónleikarnir túlkaðir á táknmáli Tónlist fyrir alla fjölskylduna
Morgunblaðið/Eggert
Á æfingu Bernharður Wilkinson
hljómsveitarstjóri, Nanna Guðmunds-
dóttir hörpuleikari og Lilja Há-
konardóttir flautuleikari.
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Sagan um tröllstelpuna Rípu hafði
lengi blundað í huga Sigríðar Ólafs-
dóttur, sem hefur starfað sem hér-
aðsdómari drjúgan hluta ævinnar,
en er nú komin á eftirlaun. Nú hefur
hún sent frá sér sína fyrstu skáld-
sögu, Rípu, en hún fjallar um vináttu
tröllastelpunnar Rípu og manns-
barnsins Lóu. Persónurnar urðu til
löngu áður en sagan rann út úr
pennanum, að sögn Sigríðar.
Fór að segja börnunum sögur
„Rípa og Lóa verða fyrst til í sög-
um sem ég fer að segja börnunum
mínum þegar þau eru lítil. Ég byrj-
aði á því að lesa fyrir þau fyrir svefn-
inn en mér leiddist að lesa sömu
bækurnar aftur og aftur þannig að
ég sofnaði yfirleitt á undan þeim. Þá
fór ég að segja þeim sögur í staðinn.
Þau vildu heyra ævintýri og ég bull-
aði auðvitað mikið um allt mögulegt,
en það voru sögurnar um Rípu og
Lóu sem þau vildu heyra aftur og
aftur,“ segir Sigríður.
Þegar börn Sigríðar voru upp-
komin hvöttu þau hana til að setja
söguna á blað en það var löngu eftir
það sem hugmynd um að fá söguna
gefna út kviknaði. Við það breyttist
sagan og lengdist. „Þó leið töluverð-
ur tími þar til ég lét þá hugmynd
verða að veruleika.“
„Rípa er einföld persóna, ljúf og
góð. Hún kemur úr tröllaheimi sem
er afar frábrugðinn mannheimum.
Tröllin eru nægjusöm og sátt við
sitt, og lífið líður áfram hjá þeim eins
og það hefur gert í gegnum aldirnar.
Rípa kynnist Lóu fyrir tilviljun og
með þeim tekst vinátta, sem leiðir til
þess að Rípa fær að kynnast manna-
byggðum og taka þátt í lífi barnanna
í þorpinu hennar Lóu og lendir þar í
ýmsum uppákomum. Við kynni sín
af mannheimum vakna hjá Rípu
ýmsar spurningar og efasemdir um
tilbreytingarleysið í lífi tröllanna.
Tilbreytingarleysið er þó í hugum
tröllanna grundvöllurinn að tilveru
þeirra og þau óttast þau áhrif sem
kynni Rípu af mannfólkinu geti haft
á líf tröllanna,“ segir Sigríður, þegar
hún útskýrir söguþráð bókarinnar.
„Alvörusaga“
„Þessi saga er fyrir sæmilega læs
börn, 7 til 8 ára og upp úr, en þetta
er töluverður texti,“ segir Sigríður
og bætir við að hún hafi fengið
skemmtileg ummæli um bókina á
dögunum frá átta ára barni sem
sagði við ömmu sína: „Amma, þetta
er sko alvörusaga!“
Bókin er fallega myndlýst af
Freydísi Kristjánsdóttur, sem gerir
það að verkum að yngri börn geta
notið hennar líkt og þau eldri. Að
finna rétta teiknarann fyrir bókina
tók hátt í tvö ár, að sögn Sigríðar, en
biðin var svo sannarlega þess virði.
Freydís Kristjánsdóttir hafi unnið
myndirnar af mikilli list og hafi lagt
mikla vinnu í bókina sem skili sér í
einstaklega vel gerðum myndum.
Sigríður segir bókina hafa fengið
góðar viðtökur. „Þetta er ævin-
týrabók sem allir, sem hafa gaman
af ævintýrum, ættu að geta notið.
Fjögurra ára sonardóttir mín fór til
dæmis með hana í leikskólann og
leikskólakennarinn hefur verið að
lesa bókina sem framhaldssögu og
þau sitja og hlusta. Þá fór ellefu ára
dótturdóttir mín með hana í skólann
sinn.“
– Hver er boðskapur sögunnar?
„Ég játa það alveg að ég var alls
ekki með neinn sérstakan boðskap í
huga þegar ég skrifaði bókina. Ég
hef reyndar heyrt frá fólki að því
finnist bókin hafa að geyma góðan
boðskap en boðskapur kemst
kannski best til skila þegar maður er
ekki meðvitað að reyna að koma
honum á framfæri,“ svarar Sigríður.
Hún bætir við að ef boðskap sé að
finna í sögunni þá sé það ánægjulegt
og af hinu góða.
Sögurnar urðu að
skáldsögu fyrir börn
Sögupersónurnar Rípa og Lóa urðu til löngu fyrir tilurð
bókarinnar Rípu Fyrsta skáldsaga Sigríðar Ólafsdóttur
Morgunblaðið/Eggert
Höfundurinn Sigríður Ólafsdóttir var dómari og skrifar nú fyrir börnin.