Morgunblaðið - 15.12.2018, Page 42

Morgunblaðið - 15.12.2018, Page 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 Klassískir tón- listarrýnar The New York Times hafa birt lista með sínum eftir- lætis klassísku tónverkum og lögum af út- gáfum ársins sem er að líða. Athygli vekur að Íslendingar eiga þrjá fulltrúa á listanum, verk eftir tónskáldin Önnu Þorvaldsdóttur og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og flytjandann Víking Heiðar Ólafs- son píanóleikara. Rýnarnir velja verkið „Aequi- libria“ eftir Önnu en það er á plöt- unni AEQUA með International Contemporary Ensemble, Steven Schick stjórnar og Sono Luminus gaf út. Í umsögn segir að á þessari plötu með kammerverkum Önnu feti meðlimir hljómsveitarinnar sig lipurlega um ljómandi hljóðheima verkanna. Verkið „Aequilibria“ sé hjarta plötunnar, verk sem byggist á ríkum andstæðum og óvæntu jafnvegi milli víðáttumikils rýmis og hnýttra smáatriða. Eftir Maríu Huld Markan velja rýnarnir verkið „Loom“ sem er á plötunni He(a)r með íslensku sveit- inni Nordic Affect en Sono Lum- inus gaf hana einnig út. Sagt er að „Loom“ hefjist með grönnum hljóð- þræði sem tekið er að sveifla af þol- inmæði, svo hann virðist í senn sterkur og viðkvæmur, en það birti mest í verkinu þar sem þráðurinn virðist hvað trosnaðastur. Fullyrt er að þeim hlustendum sem mæti verkinu þolinmóðir og með opnum huga verði ríkulega umbunað af þessari hljóðlátu og greindarlegu tónlist, sem sé samin og flutt af konum. Þá velja rýnar eitt verk af marg- lofaðri plötu Víkings Heiðars með píanóverkum eftir Johann Sebast- ian Bach, gefinni út af Deutsche Grammophon, og verður Fúga í a- moll fyrir valinu. Sagt er að ótta- leysi ríki á plötu Víkings, en á henni sé að finna verk sem oft liggi óbætt hjá garði og hlutendum bjóðist ýmsar leiðir til að velta Bach fyrir sér, meðal annars gegnum umrit- anir manna á borð við Busoni og Rachmaninoff. Þá er tónlistarhæfi- leikum Víkings hrósað í hástert. Þess má geta að plötu Víkings Heiðars er víða að finna á listum erlendra fjölmiðla yfir bestu klass- ísku plötur ársins, og er hún sölu- hæsta píanóplata ársins í Þýska- landi. Þrjú íslensk á lista yfir bestu klassísku Anna Þorvaldsdóttir María Huld Markan Víkingur Heiðar Ólafsson  Bestu verk ársins hjá The New York Times Íformála þessarar stóru og upp-lýsandi bókar útskýrir höfund-urinn, Gunnsteinn Ólafsson,hvað lagt er upp með. Hann segir bókina bregða upp mynd af miðhálendinu eins og það var í upp- hafi 21. aldar og í henni er haldið til haga margvíslegum fróðleik sem skráður hefur verið um hálendið og þá fylgja frásagn- ir sem tengjast sögu viðkomandi staða og al- þýðutrú. Þannig sé bókin „leið- arvísir fróðleiks- þyrstum ferða- löngum sem vilja leggja leið sína um hálendi Ís- lands, hjólandi eða á tveimur jafn- fljótum.“ Nafn bókarinnar er vel við hæfi, Hjarta landsins. Það heiti yfir þetta fjölbreytilega og einstaka svæði á heimsvísu kynnti Guðmundur Páll Ólafsson heitinn fyrst og hvatti til, og það vitaskuld réttilega, að yrði einn stór miðhálendisþjóðgarður. Gunnsteinn er þekktur sem hljóm- sveitarstjóri og tónlistarmaður en á að baki áratuga reynslu sem leið- sögumaður um Ísland og þess sér stað í textanum sem er skrifaður af djúpri þekkingu og kynnum af við- fangsefninu. Bókinni er skipt upp í á fimmta tug kafla sem hver fjallar um tiltekið svæði á hálendinu og það í stafrófsröð. Byrjað er á Arnar- vatnsheiði, þá kemur Askja, svo Brú- aröræfi, Eiríksjökull og koll af kolli. Fjallað er um hvert svæði á einni til þremur opnum þar sem upplýsandi textanum og afar fjölbreytilegum og ekki síður upplýsandi myndum Páls er blandað saman. Um 380 ljós- myndir eru í bókinni og mikill fengur fyrir útgefendur að fá Pál til sam- starfs, einn merkasta landslags- og náttúruljósmyndara íslenskrar ljós- myndasögu. Hann hefur sýnilega myndað hálendið markvisst fyrir bókina í stað þess að byggja á eldri myndum sínum. Bókin er í stóru broti og óvenju- lega há, 23 x 34 cm. Fyrir vikið er alls ekki um neina handbók að ræða og ólíklegt að lesendur taki hana með sér í ferðalög, en þess í stað ætti að vera fræðandi og forvitnilegt að leggjast yfir hana heima, undrast yfir mikilfengleika, sögu og fegurð, og undirbúa sig fyrir komandi ferðalög. Rýnir þekkir vel til flestra svæða há- lendisins en naut samt að lesa bókina spjalda á milli. Stundum er um svo- litlar endurtekningar að ræða, sömu staðreyndir nefndar þegar rætt er annarsvegar um afmörkuð svæði eins og Hvannalindir og Herðubreiðar- lindir sem eru á stærri landshlutum sem einnig fá umfjöllun, en linda- svæðin eru þannig aftur nefnd í um- fjöllun um Ódáðahraun. Það kemur hins vegar nokkuð á óvart að þar sem ekki er um handbók að ræða, heldur stóra bók sem þarf að skoða á borði, þá minnir hönnunin og leturval á útlit handbóka og er frekar gamaldags, í stað þess að taka frekar mið af þeim áhugaverðu hræringum sem eiga sér stað í þróun ljósmynda- bóka í dag. Þá saknaði rýnir þess að sjá ekki nokkrar bestu ljósmyndanna teygðar upp í opnu; tíu slíkar hefðu gert bókina að enn glæsilegri hyll- ingu á hálendinu. En burtséð frá því þá er þetta afar veglegt og upplýs- andi bókverk um eina mikilvægustu sameign íslensku þjóðarinnar, há- lendið sem okkur ber að þekkja. Opna Dæmi um framsetninguna í Hjarta landsins, fyrsta opnan af þremur þar sem fjallað er um Vatnajökul í máli og 13 fjölbreytilegum myndum. Upplýsandi og falleg umfjöllun um hálendið Náttúra og fræði Hjarta landsins – Perlur hálendisins bbbbn Eftir Gunnstein Ólafsson og Pál Stefánsson. Veröld, 2018. Innbundin í stóru broti, 190 bls. með heimildaskrá. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Gunnsteinn Ólafsson Páll Stefánsson Verð frá 94.999 25% afsláttur af aukakönnum Vitamix blandararnir eiga sér engan jafningja. Mylja nánast hvað sem er. Búa til heita súpu og ís. Hraðastillir, prógrömm og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Jólagjöfin í ár Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Ascent serían frá Vitamix

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.