Morgunblaðið - 15.12.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 15.12.2018, Síða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 Vallargrund 3 – 116 Kjalarnes Háaleitisbraut 12 – 108 Reykjavík 136,0 m2 verslunarhúsnæði á einni hæð við Vallargrund 3 á Kjalarnesi. Í dag er rekin bernsínstöð/verslun í húsnæðinu. 192,3 m2 verslunarhúsnæði við Háaleitisbraut 12 í Reykjavík. Eignin er skráð 192,3 m2, þar af verslun/veitingar á 1. hæð 93,8 m2 og geymsla í kjallara 98,5 m2. Í dag er í húsnæðinu rekin bensínstöð/verslun. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080 fastmos.is // fastmos@fastmos.is Allar fyrirspurnir skal senda á svanthor@fastmos.is TIL LEIGU Heima á Kaplaskjólsveginum var klassíska tónlistin hækkuð í botn um leið og inn var komið. Mamma pantaði pizzu sem hún sótti litlu síð- ar. Ég var lagstur fyrir. Lífvörð- urinn lagði sig í stofunni. Þegar mamma kom með pizzuna hófst yf- irheyrslan. Hvar var hún keypt? Sástu hver bakaði hana? Sástu hvað þeir settu í hana? Ekki sástu þá út- búa deigið, er það? Nei, ég borða þetta ekki. Tveimur tímum síðar kom borg- arlæknir. Mamma undirbjó mig þannig að það væri gott fyrir mig að tala við lækni til að tryggja að ég mundi sofa vel á næst- unni. Ég gat fallist á það. Við fórum inn í svefnherbergi og ég bauð hon- um að setjast á rúmið. Ég spurði hvort hann vildi fá að vita af hverju ég hefði verið óöruggur að undan- förnu og illa sofinn? Hann vildi það gjarnan og ég sagði honum hvað á daga mína hefði drifið. Gaf honum stuttu útgáfuna af Geirfinns- og Guðmundarmálum og aðkomu Schütz og stjórnvalda að því. Fund- ur okkar stóð yfir í um hálfa klukku- stund og eftir það fór hann fram og kallaði á lífvörðinn og bað hann að vera hjá mér á meðan hann og mamma töluðu saman. Mamma treysti á hann að meta mig það veik- an að ég yrði nauðungarvistaður á geðdeild Landspítalans. Það væri mér klárlega fyrir bestu úr þessu. Hann hafði hins vegar vondar frétt- ir að færa henni. Það væri enginn grundvöllur til nauðungarvistunar. Þótt hugsun mín væri ekki full- komlega skýr gæti ég hvorki talist hættulegur sjálfum mér né öðrum. Móðir mín var í öngum sínum og bað hann að endurskoða mat sitt en honum varð ekki haggað. Kvaddi að svo búnu og hélt sína leið. Ég vissi ekki af þessu fyrr en eftir á. Hefði verið allt annað en sáttur við þessa móðurlegu umhyggju þótt ég hafi á henni skilning í dag. Eitt af því sem ég tók upp á þessa daga var að fara niður á Alþingi og ræða við þingmenn um eignarhald á fjölmiðlum í ljósi þess sem ég hafði reynt á Stöð 2. Taldi að tjáningar- frelsið og opin upplýst umræða væri í mikilli hættu með óbreyttu fyrir- komulagi. Sat í góða stund á kaffi- stofu þingmanna og rakti raunir mínar, en lét vera að fara djúpt í óupplýstu mannshvörfin og allt sem þeim fylgdi. Fannst sem þeir hlustuðu af athygli þótt umhyggja þeirra væri sennilega frekar vegna þess að þeir skynjuðu að ég gengi ekki á öllum perum og væri aug- ljóslega örþreyttur, undir miklu álagi. Frá þinginu hélt ég sem leið lá upp í stjórnarráð enda þriðjudagur. Vissi að á þriðjudögum hittist ríkis- stjórnin þar á reglulegum fundum. Þegar ég kom inn í stjórnarráðið við Lækjartorg var spurt hvort ég ætti pantaðan tíma hjá forsætisráðherra en ég sagði að þess gerðist ekki þörf að þessu sinni. Hann mundi vilja hitta mig í dag vegna þess sem ég hefði að segja honum. Ég var að ræða þetta við starfsmann stjórnar- ráðsins þegar dyrnar að fundar- herberginu opnuðust og ráðherrar ríkisstjórnarinnar gengu út hver á fætur öðrum. Ég skiptist á nokkrum orðum við tvo þeirra, hafði oft hitt þá á starfsferli mínum á Stöð 2 og yfirleitt átt vinsamleg samskipti við ráðherra þótt þeir hefðu á köflum horn í síðu minni, rétt eins og þeir héldu að ég hefði gagnvart þeim. Eitt það sem smæðin gerir að verk- um er hin smáa og oft persónulega afstaða þar sem fólki er skipt niður í með og á móti fólk, þar sem allt er svart eða hvítt og sérstaklega hefur þetta átt við um afstöðu stjórnmála- manna til frétta- og blaðamanna. Ég nefndi við þá áhyggjur mínar af tjáningarfrelsinu og eignarhaldinu en heilsaði svo Davíð Oddssyni for- sætisráðherra í dyrum skrifstofu hans. Honum hafði verið sagt að brottrekni fréttamaðurinn af Stöð 2 vildi ræða við hann um einhver við- kvæm mál. Davíð bauð mér inn á skrifstofu til sín. Hann bað mig að koma mér beint að efninu, hann hefði mjög lít- inn tíma. Ég sagði honum að við rannsókn mína og samstarfsmanna minna á hinum svokölluðu Geir- finns- og Guðmundarmálum hefði komið í ljós að hrikaleg mannrétt- indabrot hefðu verið framin á hópi fólks, bæði þeim sem dæmd voru og á fjórmenningunum sem kenndir voru við Klúbbinn en var sleppt. Davíð hlustaði af athygli og ég hélt áfram. Ekki einasta væri málið rétt- arfarslegt klúður frá upphafi til enda heldur varð það að hápólitísku þjóðaröryggismáli sem einn harð- svíraðasti leynilögregluforingi Þýskalands var fenginn til að hnýta enda á. Davíð var farinn að lyfta brúnum og virtist efast um að ég gæti staðið við allt það sem ég var að segja. Nú er svo komið, Davíð, að ég er eltur á röndum, símar mínir hleraðir, sem og heimili og ég hef þurft að verða mér úti um lífvörð til að vernda frelsi mitt og líf. Og svo kom rúsínan í pylsuendanum: Ég vil gera samning við þig og ríkisstjórn- ina. Ég er tilbúinn að falla frá dag- skrárgerðinni með öllu, skila öllum upptökum og gögnum sem ég hef undir höndum, þar með talið hand- ritsdrögum, að því tilskildu að rík- isstjórnin greiði mér þá upphæð sem dugar mér til að borga skuldir og til framfærslu erlendis næstu ár- in. Einnig fer ég fram á að rík- isstjórnin útvegi mér einkaþotu sem flytji mig hvert þangað sem ég ákveð sjálfur við brottför frá land- inu og hefti í engu för mína. Þar með eruð þið laus við mig og þessi vandræðamál. Ég held að ég hafi aðeins í þetta eina skipti séð Davíð Oddsson forviða. Hefurðu talað við lækni? Ég hafði ekki gert það á þeim tímapunkti. Sagði honum að ég sæi nákvæmlega enga ástæðu til þess. Þér væri nær að hafa áhyggj- ur af því helsjúka þjóðfélagi sem þú ert í forsæti fyrir en minni heilsu, svaraði ég þungur á brún. Davíð stóð upp og sagði fundinum lokið. Ég kvaddi hann og bað hann að hugsa málið. Honum virtist brugðið. Hvort það var vegna þess að hann var að horfa upp á mann með alvar- legar ranghugmyndir eða vegna þess að hann grunaði að það kynni að vera eitthvert sannleikskorn í því sem þessi hvatvísi fréttamaður væri að segja, var ekki gott að segja, þótt augljóslega væri ég kominn vel yfir strikið. Nokkrum mánuðum síðar var Rannsóknarlögregla ríkisins sem verið hafði til húsa í Auðbrekku í Kópavogi lögð niður eftir tuttugu ára starfsemi og Ríkislögreglu- stjóraembættið tók við verkefnum hennar í samstarfi við lögreglu- umdæmin. Hefurðu talað við lækni? Geðveikt með köflum er frásögn Sigursteins Mássonar af veikindum og tvísýnni baráttu um andlega heill og velferð, og hvernig honum tókst með hjálp góðra manna og kvenna að ná tökum á geðsjúkdómi sínum. Sigursteinn var áberandi fréttamaður á sínum tíma, en hvarf svo af skjánum eins og hann rekur í bókinni. Morgunblaðið/Hari Vandræðamál Sigursteinn Másson var mjög upptek- inn af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og taldi þau hápólitískt þjóðaröryggismál. Hann fór meðal annars til fundar við forsætisráðherra og bað um einkaþotu til að komast úr landi og fjármagn til uppi- halds að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.