Morgunblaðið - 15.12.2018, Page 52
Tveir fremstu djasspíanistar Ítalíu
af yngri kynslóðinni eiga samtal á
tvo flygla í Salnum á morgun kl. 20.
Alessandro Lanzoni og Giovanni
Guidi koma nær beint frá Jazzhátíð
Lundúna til Íslands. Guidi hefur
hljóðritað fyrir ECM útgáfuna og
Lanzoni fyrir CAM JAZZ. Á efnis-
skránni eru djassstandardar,
dægurlög og frjáls spuni.
Samtal tveggja djass-
píanista í Salnum
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 349. DAGUR ÁRSINS 2018
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.108 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Eftir að Anna Rakel Pétursdóttir
bættist í hóp íslenskra knatt-
spyrnukvenna í sænsku úrvals-
deildinni fyrir tímabilið 2019 gæti
farið svo að metfjöldi íslenskra
leikmanna yrði í deildinni á næsta
keppnistímabili. Ljóst er að þeir
verða a.m.k. átta en hugsanlegt er
að þeir verði tíu sem væri met-
fjöldi. »3
Verður metfjöldi
Íslendinga í Svíþjóð?
Kór Akraneskirkju fagnar útgáfu
disksins Þýtur í stráum með tón-
leikum í Vinaminni á Akranesi í
dag kl. 16 undir stjórn Sveins Arn-
ars Sæmundssonar. Diskurinn
geymir úrval kórlaga sem kórinn
hefur flutt í gegnum tíðina. Með
kórnum leikur Viðar Guðmundsson
á píanó, Jón Rafnsson á kontra-
bassa, Kristín Sigurjónsdóttir á
fiðlu og Eyjólfur Rúnar
Stefánsson á gítar en
einsöng syngur
Halldór Hall-
grímsson. Sér-
stakur gestur á
tónleikunum er
Valgeir Guð-
jónsson sem á
eitt laganna
á diskinum.
Fagna útgáfu disksins
Þýtur í stráum í dag
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Vegagerðin heldur úti víðtæku eftir-
litskerfi og þar gegna hefilstjórar á
22 vegheflum mikilvægu hlutverki.
Einn þeirra er Gunnlaugur Ein-
arsson, flokkstjóri og vélamaður á
Vopnafirði. Hann hefur staðið vakt-
ina og heflað vegi í tæplega þrjá
áratugi og man tímana tvenna.
Fyrir skömmu skilaði Gunn-
laugur af sér hefli, sem hann hafði
unnið á undanfarin nær 26 ár, og
fékk annan um fimm árum yngri í
staðinn. Hann segir að með aukinni
vegklæðningu hafi heflunin eðlilega
minnkað og sérstaklega hafi orðið
mikil breyting á þegar nýr vegur
var lagður til Vopnafjarðar fyrir
nokkrum árum.
„Gamli hefillinn bilaði lítið fyrr en
síðasta vetur, þegar skiptingin fór í
honum,“ segir Gunnlaugur. „Þetta
var ágætis eintak.“ Nýr hefill var
settur niður í Fellabæ og fékk
Gunnlaugur hefilinn sem var þar áð-
ur.
Víða til sveita er hefillinn eðlilegt
framhald af dráttarvélum. „Ég er
alinn upp í sveit, var alltaf á drátt-
arvélum, og þegar hér vantaði hef-
ilmann skellti ég mér í starfið, en ég
hafði reynslu af hjólaskóflum og
sumarvinnu hjá verktökum,“ segir
Gunnlaugur um ævistarfið. Hann er
eini hefilmaðurinn á Vopnafirði, en
Ingvar Eðvaldsson, verkstjóri hans,
hleypur í skarðið ef á þarf að halda.
Snjóléttara nú en áður
Þegar malarvegir voru helsta
tengingin þurfti að hefla þá á sumr-
in og ryðja á veturna en Gunn-
laugur segir að nú felist vinnan
einkum í sumarheflun á malar-
vegum og eftirliti og viðhaldi stika á
þessum árstíma. „Áður var maður
aðallega að moka snjó á veturna en
sú vinna hefur minnkað mikið, ekki
síst vegna breyttra vega auk þess
sem mun snjóléttara hefur verið síð-
ari ár,“ segir hann. Bætir við að
vörubílar séu einkum notaðir við
snjómokstur og svo snjóblásarar.
Í góðum félagsskap
Gamli vegurinn til Vopnafjarðar
lá um brattar brekkur í Bustarfell-
inu. „Þá þurfti ég oft að draga flutn-
ingabíla, sem voru vanbúnir, og rífa
svell, en nú er nánast ekkert um
þetta,“ segir Gunnlaugur. „Við
sjáum fáa ferðamenn hér niðri á
Vopnafirði á veturna, þeir eru bara
á hringveginum, en það er helst
fyrst á haustin, sem veita þarf öku-
mönnum á vanbúnum bílum að-
stoð.“
Dagurinn byrjar snemma, því
kanna þarf ástand vega áður en al-
menn umferð hefst. „Það er gott að
vera svona einn með sjálfum sér,“
segir Gunnlaugur. „Ég er í góðum
félagsskap og þekki félagann.“
Ljósmynd/Magnús Jóhannsson
Tveir góðir saman Gunnlaugur Einarsson kveður hefilinn eftir dygga þjónustu í nær 26 ár frá Vopnafirði.
Á sama vegheflinum
fyrir austan í nær 26 ár
Gunnlaugur Einarsson segir gott að vera einn með sjálfum sér