Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Njóttu jólanna MEÐ LÍN DESIGN SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS „Þessi borgarstjórn er að hrekja alla í burtu með götulokunum. Búðin mín hefur verið í miðbænum frá árinu 1965 en nú hef ég fengið nóg og hef ákveðið að flytjast annað,“ segir Sverrir Bergmann, eigandi Herra- hússins Adams á Laugavegi, sem nú hefur ákveðið að flytja verslunina í Ármúla. Hann segir að fjölmargar verslan- ir hafi þurft að flytjast á brott síð- ustu ár sökum stefnu borgaryfir- valda. Þá hafi væntanlegar götulokanir í miðbænum verið korn- ið sem fyllti mælinn. „Það á að loka öllum götum við Snorrabraut á næsta ári skilst mér auk fleiri breyt- inga. Það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Sverrir. Spurður um hvaða ástæður geti legið að baki aðgerðum borgaryfir- valda telur Sverrir að með þessu sé verið að reyna að hamla notkun og umferð bifreiða. „Þau hatast við bíla og vilja að fólk sé annaðhvort gang- andi eða hjólandi. Þar skiptir engu hvort fólk er á hækjum eða hvað, þeir vilja bara ekki hafa bíla,“ segir Sverrir og bætir við að hann hafi komið athugasemdum sínum á fram- færi við forseta borgarstjórnar, Þór- dísi Lóu Þórhallsdóttur, við dræmar undirtektir. „Ég fór á fund með henni seint í sumar ásamt nokkrum öðrum verslunareigendum. Þar var henni tjáð að verið væri að loka Bella Boutique á Skólavörðustígnum því alltaf þegar götum væri lokað á vorin dytti veltan niður. Hún svaraði með því að spyrja hvort þessi búð félli nokkuð inn í flóruna. Svona viðhorf er ekki hægt að líða,“ segir Sverrir. aronthordur@mbl.is Flytur Herrahúsið vegna stefnu borgarstjórnar  Opnar í Ármúla eftir rúmlega fimmtíu ár í miðbænum Morgunblaðið/Ómar Miðbær Ákveðið hefur verið að flytja Herrahúsið Adam úr miðbænum. Baldur Arnarson Hjörtur J. Guðmundsson Arnar Þór Ingólfsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra kveðst fylgjandi því að hefja með vorinu uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulága einstaklinga. Þörfin fyrir slíkt húsnæði sé mikil. Rætt er um þúsundir íbúða í þessu efni. Slíkur fjöldi gæti haft veruleg áhrif á húsnæðis-, bygging- ar- og vinnumarkaði á næstu árum. Katrín stýrði samráðsfundi full- trúa launþega, atvinnurekenda og stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum í gær. „Við vorum með þrjú mál á dagskrá. Við vorum með mál sem við erum að ljúka, sem við settum af stað í janúar, um launatölfræði. Nið- urstaða þess hóps er að það verði sett á laggirnar föst launatölfræði- nefnd með fulltrúum allra aðila sem skili árlegri skýrslu um launaþróun. Það er gríðarlega mikið ánægju- og framfaramál myndi ég segja,“ segir Katrín og nefnir annað mál. Endurskoðun peningastefnu „Við vorum með kynningu á stöðu mála hvað varðar endurskoðun laga um Seðlabankann og endurskoðun peningastefnu. Síðan vorum við með stöðumat frá átakshópi um húsnæð- ismál sem á að skila af sér í janúar. Sem er auðvitað risamál. Ég er mjög bjartsýn eftir þá kynningu að það verði tillögur sem skipti veru- legu máli til að mæta húsnæðis- vandanum,“ segir Katrín en sam- kvæmt erindisbréfi er miðað við að húsnæðistillögurnar liggi fyrir 20. janúar. Fram kom á fundinum að hús- næðishópurinn áætlar að það vanti 5-8 þúsund íbúðir á markaðinn til að mæta eftirspurn á landinu. Til sam- anburðar áætla Samtök iðnaðarins að 2.100 íbúðir verði fullgerðar á höfuðborgarsvæðinu í ár og um 2.200 og 2.700 á næstu tveimur ár- um. Tekið skal fram að tillögurnar eru í mótun. Áformin mögulega endurmetin Katrín kveðst sömuleiðis hafa boðað að rætt yrði um endurskoðun stjórnvalda á tekjuskattskerfinu á næsta fundi samráðshópsins í jan- úar. Hún segir aðspurð ljóst að áform um skattalækkanir kunni að verða endurmetin ef staða efna- hagsmála reynist ekki vera jafn hagfelld á næsta ári og gert var ráð fyrir. „Það er auðvitað alveg ljóst að endurskoðun stjórnvalda á tekju- skattskerfinu snýst auðvitað um kerfisbreytingar og hvernig við get- um gert kerfið þannig að það tryggi jöfnuð og tekjuöflun. En skattpró- sentan á hverjum tíma hlýtur auð- vitað alltaf að ráðast af stöðu efna- hagsmála og svigrúmi í ríkisfjármálum. Okkar fjármála- áætlun miðast við að það sé svigrúm til skattalækkana, en að sjálfsögðu þarf það að taka mið af þróun efna- hagsmála … Það liggur fyrir að við erum með svigrúm í okkar fjármála- áætlun sem gerir ráð fyrir skatta- breytingum sem eiga að gagnast fyrst og fremst tekjulægri hópum og lægri millitekjuhópum.“ Varðandi húsnæðismálin bendir Katrín á að verkalýðshreyfingin hafi talað fyrir því að sá málaflokkur geti verið mikilvægt innlegg í samn- ingaviðræður. „Þetta er auðvitað stórmál, sérstaklega fyrir tekjulága hópa sem hafa búið við mikið óör- yggi á húsnæðismarkaði,“ segir Katrín sem kveðst aðspurð vonast til að fyrstu aðgerðirnar hefjist í vor. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sat einnig á samráðsfundinum. Hún segir lausn þessara kjara- samninga liggja í húsnæðis- og skattamálum. Vonir séu bundnar við að skattatillögurnar komi í janúar. „Það er svekkjandi að skattahóp- ur ríkisstjórnarinnar sé ekki kom- inn lengra en raun ber vitni. Það var ekkert ákveðið á þessum fundi. Þetta var samráð. Það var verið að kynna ýmislegt veigamikið en þó engar beinar tillögur,“ segir Drífa. Hún segir aðspurð að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ekki sýnt á spilin varðandi kjarasamningana. Lítið hafi þokast í viðræðunum. Samningaviðræður séu nú „á kaót- íska stiginu“. Hvorki hafi verið rætt um laun né vinnutíma, enda ekki um samningafund að ræða. Spurð hvers vegna breytingar á launavísitölu myndu skipta máli vís- ar Drífa til framfærslukostnaðar. „Það vantar ákveðin gæði í launa- vísitöluna. Við höfum hins vegar líka bent á að launavísitalan segir ekki allt. Það þarf að taka tillit til lífs- kjara almennt, hvað fer út úr launa- umslaginu. Um það snýst svolítið kjarabaráttan núna. Þótt við höfum fengið ríflegar hækkanir í síðustu kjarasamningum hefur húsnæðis- verðið gleypt það upp,“ segir Drífa. Hægt að auka stofnframlögin Varðandi húsnæðismálin segir hún strax hægt að auka stofnfram- lög til leiguíbúða og stuðla þannig að auknu framboði þeirra á mark- aði. Mörg félög hafi enda sótt um hærri stofnframlög en nú séu í boði í gegnum Íbúðalánasjóð. „Það hefði verið aðgerð sem hægt hefði verið að fara í strax. Það er greinilega geta og vilji til að byggja meira af hagstæðum íbúðum en verið er að byggja,“ segir Drífa. Hún segir ljóst að aðildarfélög Al- þýðusambandsins séu í mismunandi takti varðandi hvort vísa eigi kjara- deilunni til ríkissáttasemjara eða hvort bíða eigi og sjá hvort við- ræður eftir áramót beri árangur. Húsnæðisáætlunin í gang í vor  Forsætisráðherra vonast til að aðgerðir vegna uppbyggingar íbúða fyrir tekjulága hefjist með vorinu  Rætt um 5-8 þús. íbúðir  Forseti ASÍ segir leitt að skattatillögur komu ekki fram á samrásðfundi Morgunblaðið/Eggert Í Ráðherrabústaðnum Katrín stýrði fundi með fulltrúum launþega, atvinnurekenda og stjórnvalda. M.a. sátu for- menn ASÍ, BSRB, VR og BHM fundinn. Þar voru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra. Samtal við Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í Morgunblaðinu í gær varð til- efni harðorðra yfirlýsinga frá formanni VR og miðstjórn ASÍ. Sagði Bjarni að ekki yrði ráð- ist í skattalækkanir í kjölfar „óábyrgra“ kjarasamninga. Bjarni sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hann hefði á fundinum í gær lýst furðu sinni á því að menn gæfu út slíkar yfirlýsingar. Stjórnvöld ætluðu sér og hefðu skyldu til að vinna að stöðugleika í efna- hagsmálum og ekki láta Seðla- bankann einan um það verkefni. Stuðli að stöðugleika STEFNA STJÓRNVALDA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir aðspurður „alltof snemmt að spá fyrir um“ hvort verkföll kunni að vera í kortunum vegna deilna á vinnumarkaði. Margt sé að gerjast innan verkalýðshreyfingarinnar og meðal annars séu skiptar skoðanir um hvort vísa eigi deilunni til ríkissáttasemjara eða ekki. Ragnar sat samráðs- fundinn í Ráðherrabústaðnum. „Við höfum verið þeirrar skoðunar að það hafi … í raun ekkert komið fram um svigrúm frá Samtökum at- vinnulífsins og stjórnvöldum sem sýnilega gæti gert það að verkum að við gætum haldið mikið lengra áfram á þessum vettvangi. En það er alltof snemmt að segja til um hvort það komi til einhverra átaka eða ekki.“ Spurður um mögulegt samflot með öðrum stéttar- félögum segir Ragnar að málið sé flókið. Hugsa þurfi allar ákvarðanir og alla leiki vel fram í tímann. „Mín skoðun er sú að eftir því sem við erum fleiri og eftir því sem við erum sameinaðri séum við sterkari og höfum meiri slagkraft,“ sagði Ragnar Þór. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í kjaraviðræðunum alvarlega. „Við vorum að vonast til þess að ríkisstjórnin myndi kynna einhverjar breytingar á skattkerfinu sem kæmi lágtekjufólki og millitekjuhópum til góða en það liggur ekkert fyrir í þeim efnum og verður ekki klárt fyrr en einhvern tímann í janúar. Ég skal alveg fúslega viður- kenna að þegar nokkrar mínútur eru þar til kjarasamn- ingar renna út er maður ekkert rosalega bjartsýnn þessa stundina. Mér finnst mjög undarlegt miðað við þá alvarlegu stöðu sem er uppi á íslenskum vinnumark- aði að það skuli ekki hafa komið einhvers konar drög sem hefðu kannski getað mildað verkalýðshreyfinguna í þeim viðræðum sem framundan eru,“ sagði Vilhjálmur en ítarlegra samtal við hann er að finna á mbl.is. Of snemmt að spá hvort verkföll séu í kortunum FORMAÐUR VR SEGIR STÖÐUNA FLÓKNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.