Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 24

Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 icewear.is FROST | Parka fyrir börnÁður kr. 19.990.-Nú kr. 12.990.- reykurinn er sterkur. Sumir reykja mjög hratt og hafa reykinn mikinn, en aðrir vilja hafa hægan reyk og reykja kjötið því lengur en aðrir. Þetta fer eftir tilfinningunni og það er tæpast hægt að gefa upp neina uppskrift að því hvernig unnið er í reykhúsinu. Vel þarf að takast til með taðið Ef taðið er gott verður kjötið með mjög góðu reykbragði en á einstaka bæjum er haft fleira en taðið til þess að kynda upp með. Sumir nota birki og gulvíðigreinar á eldinn til þess að kjötið fái góðan keim og enn aðrir slá lyng. Lyngið setja þeir svo öðru hvoru á eldinn til þess að fá lyngbragðið sem mörgum þykir gott. Allt fer þetta eftir venjum á hverjum bæ, en fátt getur komi í staðinn fyrir vel verk- að og þurrt tað sem búið er að geymast lengi og vel. Kjöt af veturgömlu gæðavara Mörgum finnst kjöt af vetur- gömlu vera besta kjötið til þess að reykja og setur Benedikt alltaf á nokkur lömb á hverju hausti sem hann hefur í hangikjötið á næsta ári. Oft eru þetta smáhrútar og smágimbrar, en ef þau fóðrast vel yfir veturinn og eru á góðum haga sumarið eftir, þá verður kjötið mjög gott. Benedikt hefur alltaf haft áhuga á kindum og á Hólmavaði hefur sauðfjárræktin verið aðalbúgreinin í áratugi. Það eru margar fallegar kindur í fjárhúsunum í vetur og forystusauðurinn Hattur er með glæsileg horn enda nokkuð við ald- ur sé miðað við aldur sauðfjár. Þá er á Hólmavaði fallegur hópur af forystuám sem eru dætur Hatts og hefur Benedikt uppáhald á þeim, enda vitrar skepnur. Hafði góðan lærimeistara Reykhúsið á Hólmavaði var mjög þekkt reykhús á árum áður. Kristján Benediktsson, faðir Bene- dikts, reykti lax fyrir veiðimenn sem veiddu í Laxá. Í þá daga var stundum mikil veiði og allir vildu fara heim með lax sem hafði verið reyktur á Hólmavaði. Þá mátti oft sjá marga laxa á ránum í reykhús- inu og reykt var frá því um vorið og fram á haust. Nú er öldin önnur og öllum laxi er sleppt sem veiðist, svo ekki þarf að hafa starfandi reykhús við ána eins og áður. Benedikt hafði því góðan læri- meistara, sem var faðir hans, og býr hann að því enn í dag. Þekk- ingin hefur færst á milli kynslóða því afi hans var líka mjög flinkur að reykja. Trúa má því að hangi- kjötið sem reykt er á Hólmavaði á þessu hausti sé mikið hnossgæti. Vel verkað hangikjöt er ómissandi hluti af jólahátíðinni í huga margra. Sauðfé Forystuærnar eru prýði í fjárhúsunum á Hólmavaði. Undirstaða Taðið er vel verkað, þurrt og nægilega gamalt. Hangikjöt Myndarleg læri nýlega komin úr reykhúsinu. Hangikjötið ómissandi um jólin  Benedikt Kristjánsson á Hólmavaði í Aðaldal nánast alinn upp í reykhúsi  Verkþekkingin hefur færst á milli kynslóða  Jólahangikjötið kom vel út í ár  Sauðfjárrækt aðalbúgreinin á Hólmavaði Morgunblaðið/Atli Vigfússon Bóndinn Benedikt Kristjánsson á Hólmavaði með forystuhrútinn Hatt, sem hann heldur mikið upp á. VIÐTAL Atli Vigfússon laxam@simnet.is „Ég er alinn upp í reykhúsi að hluta til og man vel eftir gamla reykhúsinu hér heima. Ég reyki við tað og verka það allt sjálfur. Taðið er því betra sem það er eldra. Það er bara eins og með rauðvínið sem verður betra eftir því sem tíminn líður. Núna hef ég verið með tveggja ára tað og það er mjög gott.“ Þetta segir Benedikt Kristjáns- son, bóndi á Hólmavaði í Aðaldal, en hann var í vikunni að ljúka við að reykja jólahangikjötið og ekki er að sjá annað en mjög vel hafi tekist til eins og alltaf áður. Hann kann til verka og reykir ekki bara fyrir sína fjölskyldu heldur einnig fyrir nokkra vini og vandamenn. Það er óneitanlega mikill vandi að reykja vel og aðferðirnar eru mjög mismunandi eftir bæjum. Sumir segja að aðferðirnar séu eins margar í hverri sveit og reyk- húsin eru mörg og líklega er eitt- hvað til í því. Það er mjög misjafn hve oft menn kveikja upp og hvað Hólmavað er bær sem stend- ur á vesturbakka Laxár í Aðaldal á móti Hagabæjum. Þar býr í dag Benedikt Krist- jánsson og kona hans, Elín Ívarsdóttir, ásamt þremur börnum. Sauðfjárrækt er stunduð á jörðinni, en ábú- endur stunda einnig vinnu utan bús. Á árunum 1770- 1838 bjuggu á Hólmavaði Magnús Jónsson og Jón Magnússon sem Hólmavaðsætt er komin frá. Þar bjó einnig Sigurbjörn Jóhannsson skáld, en á Hólmavaði fæddist dóttir hans Jakobína Johns- son, skáldkona í Vesturheimi. Skáldabær á bökkum Laxár HÓLMAVAÐ Í AÐALDAL Hólmavað Stendur við vesturbakka Laxár. Morgunblaðið/Atli Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.