Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 „Við Elvar létum lítið á okkur bera í stúkunni kringum stuðnings- menn Liverpool og klæddum okkur ekki þannig að það sæist að við héld- um með United. En okkur varð það á að standa upp og klappa þegar United skoraði sitt eina mark. Far- arstjórinn hjá Vita, sem er mikill Liverpool-maður, sat rétt hjá okkur, hann hnippti í Líneyju og spurði: Bíddu, er þetta fólk á þínum vegum? Ég hitti svo fararstjórann í hálfleik og við göntuðumst með að ég hefði aldrei skrifað undir neina pappíra fyrir ferðina um að ég þyrfti að styðja Liverpool,“ segir Anna. Þegar Liverpool skoraði þriðja markið í leiknum þá var Elvari nóg boðið, stóð upp og yfirgaf áhorf- endastúkuna. Fór þó ekki alla leið- ina heim á hótel heldur beið eftir hópnum við völlinn. Hann segist eft- ir á viðurkenna fúslega að betra liðið hafi unnið, sigur Liverpool hafi verið sanngjarn. Elvar fékk þó eitthvað fyrir sinn snúð, sem United-maður, því hann mætti Sir Alex Ferguson fyrir utan völlinn fyrir leik. Var hins vegar of seinn á sér að taka upp sím- ann og ná mynd en tók þó mynd af Sir Bobby Charlton sem kom í hum- átt á eftir Ferguson. Elvar fagnar nýjustu fregnum af ráðningu Ole Gunnar Solskjær og telur stórkostlega hluti vera fram- undan hjá félaginu. Leikir Liverpool og Man. Utd eru jafnan með þeim stærstu í enska boltanum. Fyrir löngu var þessi leik- ur auglýstur uppseldur en síðustu dagana gengu samt miðar kaupum og sölum á svörtum markaði, fyrir allt að 850 pund, eða um 130 þúsund króna. Flestar þær ferðaskrifstofur sem selja ferðir á fótboltaleiki voru með hópa á leiknum og einnig var fjöldi fólks á eigin vegum. Margir nýttu tækifærið og lengdu ferðina, með því að byrja hana á tónleikum í Bítla- borginni með sjálfum Paul McCart- ney í Echo-Arena höllinni miðviku- dagskvöldið 12. desember. Þar fór Bítillinn á kostum, enda á heima- velli, og lék ein 40 lög í einum rykk. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Hundruð Íslendinga voru saman- komin á stórleik Liverpool og Man- chester United á Anfield, leikvangi heimamanna, síðastliðinn sunnudag. Á meðal þeirra var fjölskylda frá Sauðárkróki, alls 10 manns, og skiptist stuðningur þeirra á milli þessara gömlu erkifjenda í enska boltanum. „Þetta var virkilega gaman, þó að úrslitin hafi ekki verið öllum að skapi. Það er mikil upplifun fyrir alla að fara á svona leik,“ segir Anna Halldórsdóttir, sem fór á Anfield í fyrsta sinn á ævinni, sem og eigin- maður hennar, Konráð Gíslason. Synir þeirra þrír voru með í för; Gísli Óskar, Davíð Örn og Elvar Atli, sem og eiginkona Gísla; Þórey Sig- urjóna, og börn þeirra tvö; Konráð Karel og Ásta Lilja. Einnig fóru með þeim systurdóttir Konráðs eldri, Lí- ney Óladóttir, og hennar maður, Sig- urbjörn Kristjánsson. Voru þau í skipulagðri hópferð á vegum ferða- skrifstofunnar Vita. Er þetta fólk á þínum vegum? Anna heldur með United og Kon- ráð með Liverpool. Gísli og Davíð fylgja föður sínum að málum en Elv- ar er United-maður. Anna segist ekki vera forfallin í fótboltanum, hún hafi meira verið Elvari til halds og trausts á heimilinu gegnum tíðina. „En ég tók mína sjálfstæðu skoð- un, eins og með annað í lífinu. Ég mun halda áfram með United eins og ég mun halda mig við Sjálfstæðis- flokkinn,“ segir Anna, kát í bragði. Anna og Elvar voru ekki þau einu í hópnum sem studdu Man. Utd. á Anfield því Líney og Sigurbjörn hafa verið forfallnir aðdáendur liðs- ins. „Þegar við fengum fréttirnar með Mourinho [þegar hann var rekinn frá United] þá sendi Líney mér SMS og skrifaði: Næst komiði með okkur á Old Trafford!“ Anna segir það hafa verið bót í máli eftir leikinn að heyra af afsögn Mourinho. Tími hafi verið kominn til að skipta um mann í brúnni. „Okkur varð það á að standa upp“  10 úr sömu fjölskyldu í hópferð á Anfield  Sex héldu með Liverpool og fjögur með Man. Utd Anfield Anna Halldórsdóttir, önnur frá hægri, ásamt stórum hluta fjölskyldu sinnar skömmu áður en leikurinn hófst á Anfield sl. sunnudag. Með henni, talið frá vinstri, eru Konráð Karel Gíslason, Gísli Óskar Konráðsson, Þórey Sigurjóna Karelsdóttir, Ásta Lilja Gísladóttir, Konráð Gíslason, Anna og Davíð Örn Konráðsson. Saman Sigurbjörn Kristjánsson og Líney Óladóttir halda með Utd. Unitedmaður Elvar Atli Konráðsson. „Merkilegt að upplifa með sólarhrings millibili stemn- inguna á heimavöllum liðanna tveggja sem berjast sem stendur um efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni. Munur- inn var eins og þorrablót í samanburði við útför þar sem ræða prestsins er mislukkuð og söngurinn ekki meira en la la,“ ritaði Atli Rúnar Halldórsson á Facebook-síðu sína að lokinni vel heppnaðri ferð til Englands um síðustu helgi. Vísaði hann þar til leikja Liverpool og Man. Utd annarsvegar og Man. City og Everton hins vegar. Upplifun Atla og félaga á Anfield jafnaðist sem sagt á við skemmtilegt þorrablót og stemningin á heimavelli Man. City minnti þá á jarðarför. Einn helsti tilgangur ferðarinnar var þó að fara á tón- leika með Bítlinum Paul McCartney á hans heimavelli og skoða Bítlasafnið í Liverpool. Ferðafélagar Atla kölluðu sig Sendiherrar Gaggó Ólafsfjarðar en með skipulagn- ingu Sigga Sverris hjá Premiere-ferðum sáu þeir einnig fyrrnefnda leiki í enska boltanum. Munurinn eins og á þorrablóti og útför FJÖLMARGIR ÍSLENDINGAR VORU BÆÐI Á ANFIELD OG SÁU LEIK MAN. CITY OG EVERTON Sendiherrar Gaggó Ólafsfjarðar Atli Rúnar Halldórsson, þriðji frá vinstri, ásamt ferðafélögum sínum á Anfield. við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA GÓLFLAMPI MEÐ LESLJÓSI Litir: króm, svart króm,bustað stál og antík GÓLFLAMPAR 19.995kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.