Morgunblaðið - 20.12.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 20.12.2018, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 AIR OPTIX® COLORS Linsur í lit Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Uppbygging á nýju íbúðarhúsnæði í Kópavogi á næstu árum verður að mestu leyti á þéttingarsvæðum, sem eru víða í bænum. Uppbygging er framundan á Kársnesi, þar sem reisa má byggingar með um 1.000 íbúðum og í Smárahverfinu verða þær rúmlega 620. Einnig má nefna reiti til dæmis í Auðbrekku og á Nónhæð nærri Smáranum sem teknir verða undir íbúðabyggingar en nokkur ár eru í að framkvæmdir hefjist á nýbyggingarsvæði við Vatnsenda og á Vatnsendahvarfi, en þar verða um 1.200 íbúðir þegar allt er talið. „Stígandin í rekstri bæjarins og almennri þróun þjónustunnar hér er góð,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Kópavogsbúar eru í dag 37.000 en verða í lok næsta árs orðn- ir tæplega 38.000 gangi spár eftir. Þetta yrði fjölgun um nærri 2% og er þá miðað við að helmingur hennar sé náttúrulegur og hinn hlutinn séu aðflutningar í bæjarfélagið. Veltan 34 milljarðar kr. Margs þarf búið við, segir mál- tækið og sú er líka raunin í stórum og vaxandi bæ. Gert er ráð fyrir að á næsta ári verði velta Kópavogs- bæjar um 34 milljarðar króna. Þar af verði veltufé frá rekstri til fram- kvæmda og niðurgreiðslu lána um fjórir milljarðar króna. Ármann seg- ir að æskilegt hefði verið að svigrúm þetta hefði verið milljarðinum meira, en hann kveðst þó sáttur. Fyrir þessa fjármuni stendur meðal annars til að reisa fyrsta áfanga nýs Kársnesskóla, byggja nýtt húsnæði yfir starfsemi skóla- hljómsveitar bæjarins og leggja göngu- og hjólastíga víða, svo sem í Vesturbænum í tengslum við fyrir- hugaða brú yfir Fossvog sem tengja á saman Kársnes og Nauthólsvík í Reykjavík. Þess ber að geta að við lokaafgreiðslu samþykkti bæjar- stjórn fjárhagsáætlunina einróma, enda voru allir bæjarfulltrúar jafn- settir um upplýsingar við áætlana- gerðina og gátu þar komið áherslu- málum sínum á framfæri þó svigrúm í fjármunum hafi verið lítið, svo allr- ar sanngirni sé gætt, að sögn Ár- manns. List hins mögulega „Áætlanagerðin er list hins mögu- lega. Það er helst í skóla-, velferðar- og húsnæðismálum og stundum vegna álagningar fasteignagjalda, sem bæjarfulltrúa greinir á, en aldr- ei meira en svo að lausnir finnist ekki. Stóru tölurnar eru fastákveð- inn kostnaður við daglegan rekstur, en síðan koma lægri fjárhæðir sem þarf að vega og meta svo svigrúm verði til fjárfestinga og fram- kvæmda. Því er ekki að leyna að erf- iðara var að loka áætluninni nú en undanfarin ár, því óvissuþættirnir í efnahagslífinu eru margir og hag- vöxtur á næsta ári verður væntan- lega minni en verið hefur síðustu ár- in,“ segir Ármann og bætir við að óvissa vegna kjarasamninga á næsta ári hafi einnig sín áhrif. „Efnahagslífið má ekki fara út í verðbólgu og vitleysu. Við berum vonandi gæfu til að halda í þann ár- angur sem hefur náðst og í komandi kjaraviðræðum ættu menn að ein- beita sér að fólkinu sem er á lægstu kauptöxtunum. Þá þarf að hækka. Meiri tekjur fyrir bæjarsjóð þýða líka meiri útgjöld og því er jafn- vægið mikilvægast fyrir reksturinn hér. Hvert prósent í verðbólgu kost- ar Kópavogsbæ 250 milljónir króna í verðbætur lána.“ Húseign er lífeyrissjóður Ljóst þykir að húsnæðismál verða mjög í deiglunni í komandi kjara- viðræðum og í þeim efnum verði sveitarfélögin að leggja sitt af mörk- um. Um það segir Ármann Kópa- vogsbæ tilbúinn að taka þátt í endurreisn verkamannabústaðanna eins og fram kemur í húsnæðis- skýrslu bæjarins frá 2015. Þar megi líka horfa til Bretlands, þar sem gildir að hið opinbera lánar eða á ákveðinn hlut í íbúð, t.d. einn fimmta. Sá sem kaupir kemur með stofnframlag sem jafngildir 5% út- borgunarhlutfalli, bætir svo við hlut sinn smátt og smátt og getur svo þegar hagur vænkast eignast íbúð- ina að fullu, ef út í það er farið. „Áherslur í húsnæðismálum hafa síðustu árin fyrst og síðast lotið að eflingu leigumarkaðarins. En það getur líka borgað sig að eiga og ef fólk er í skuldlausu húsi 67 ára gam- alt er það mjög góður lífeyrissjóður sem rýmkar hag fólks mjög mikið.“ Veitum einkabílnum svigrúm Í samgöngum á höfuðborgarsvæð- inu er, segir Ármann, mikilvægt að efla almenningssamgöngur svo sem með Borgarlínu en gert er ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga hennar hefjist eftir tvö til þrjú ár. „Hér í Kópavogi veitum við einka- bílnum meira svigrúm en gerist til dæmis í Reykjavík, þó svo við höfum á ákveðnum stöðum í bænum fækk- að bílastæðum á hverja byggða íbúð. Til lengri tíma er ljóst að efla þarf al- menningssamgöngur því áætlað er að íbúum hér á höfuðborgarsvæðinu muni fjölga um 70 þúsund fram til ársins 2040 en það jafngildir því að við fólksfjölda höfuðborgarsvæðisins bætist Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður segir Ármann og heldur áfram: „Samkvæmt útreikn- ingum á fyrsti áfangi Borgarlín- unnar sem á að verða tilbúinn árið 2030 að kosta 40 milljarða króna. Kostnaðarskipting milli ríkis og sveitarfélaga er ekki frágengin en reikna má með að hlutur Kópavogs geti verið af svipaðri stærð og hálfur grunnskóli. Í stóra samhenginu er það ekki svo há upphæð með það í huga að á rúmlega tíu ára tímabili, meðan uppbyggingin í efri byggðum Kópavogs var hröðust, voru byggðir fimm nýir grunnskólar, íþrótta- aðstaða og fleira. Sé það allt haft til samanburðar er Borgarlínan ekki of stór biti að kyngja, en skiptir miklu máli fyrir alla framtíðarþróun. Hins vegar á eftir að stilla upp rekstrar- módeli sem getur haft mikil áhrif á afstöðu til verkefnisins. Aukin ferðatíðni og stundvísi Umferð á höfuðborgarsvæðinu er mjög mikil og því aðkallandi að breyta ferðavenjum, segir Ármann, að fólk nýti sér vistvænni samgöngu- máta í ríkari mæli en verið hefur. „Hér leikur Borgarlínan stórt hlutverk og ég tel reyndar að hún geti orðið ódýrari en spáð er núna. Þar á ég við að menn munu koma auga á hagkvæmari lausnir en miðað hefur verið við í undirbúningsvinnu. Í almenningssamgöngum skiptir aukin tíðni máli og stundvísi vagn- anna. Hver mínúta styrkir sam- keppnishæfni strætó við einkabíl- inn.“ Stígandin er góð  Framkvæmt í Kópavogi  Borgar- lína er mikilvæg í framtíðarþróun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kársnes Byggðin verður þétt og fyrirhuguð brú yfir Fossvog sem hér sést að breytir stöðu hverfisins mikið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bæjarstjóri Jafnvægið er mikilvægast, segir Ármann Kr. Ólafsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.