Morgunblaðið - 20.12.2018, Side 40
40 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018
SVIÐSLJÓS
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Michel Houellebecq er tvímælalaust
einn helsti hugsuður Frakklands og
vekur því athygli að hann skuli hríf-
ast af Donald Trump Bandaríkja-
forseta. Í ákaflega hæðnislegri grein
í nýjasta hefði tímaritsins Harper’s,
sem út er gefið mánaðarlega í New
York, lýsir hann Trump sem „einum
af bestu forsetum Bandaríkjanna“.
Hrósar hann verndartollahyggju
hans og vilja til að semja við harð-
henta leiðtoga eins og Vladímír Pútín
Rússlandsforseta og Kim Jong-un,
leiðtoga Norður-Kóreu.
Houellebecq hefur löngum haft
bandaríska alþjóðahyggju og hern-
aðarlega ævintýramennsku á horn-
um sér. Honum geðjast heldur ekki
að marghliðahyggju og hrósar þar af
leiðandi gagnrýni Trumps á bæði
Evrópusambandið (ESB) og Atlants-
hafsbandalagið (NATO). Hann hefur
greinina reyndar á því að stimpla
Trump sem „skelfilegan trúð“ og lýs-
ir því fullur eldmóðs að forsetinn hafi
með gjörðum sínum stuðlað að enda-
lokum bandarískrar heimsvalda-
stefnu.
„Bandaríkin eru ekki lengur öfl-
ugasta ríki heims. Það eru ekki endi-
lega slæmar fréttir fyrir Bandaríkja-
menn, en mjög góðar fréttir fyrir
heimsbyggðina utan þeirra,“ skrifar
hinn umdeildi franski hugsuður og
rithöfundur.
Ranghvolfdu augunum
Hann lýsir ánægju með hótanir
leiðtoga repúblikana í Bandaríkjun-
um um að draga úr fjárframlögum til
NATO. „Frakkland ætti að yfirgefa
NATO en kannski yrði slíkt skref
merkingarlaust ef skortur á fjár-
magni verður til þess að bandalagið
gufar upp af sjálfu sér. Það verður þá
einu atriðinu færra til að hafa
áhyggjur af. Og ný ástæða til að lof-
syngja Trump forseta,“ segir Hou-
ellebecq.
Ritgerð hans í Harper’s varð til
þess að margir sem tjáðu sig um hana
á samfélagsvefjum á netinu rang-
hvolfdu augum af undrun. „Að Michel
Houellebecq skuli geðjast að Donald
Trump er örugglega minnst um-
deilda afstaða hans til manna og mál-
efna um dagana,“ skrifaði Alexandra
Schwartz, pistlahöfundur við tímarit-
ið New Yorker. „Menn geta því að-
eins hneykslast á þessu að þeir viti
bókstaflega ekki neitt um verk hans,“
bætti hún við.
Í greininni hrósar hann Barack
Obama, fyrrverandi forseta einnig og
þá fyrir að hafa komið sér hjá því að
bæta Sýrlandi á langan lista yfir ríki
múslima sem vesturveldin hafa fram-
ið grimmdarverk gegn. „Trump
framfylgir af meiri krafti stefnu sem
Obama hratt úr vör um að losa landið
út úr átökum. Það eru mjög góðar
fréttir fyrir heimsbyggðina. Banda-
ríkjamenn láta okkur í friði, þeir leyfa
okkur að vera til,“ skrifar Hou-
ellebecq.
Hann skírskotar ennfremur til
samskipta Trumps og Kims Jong-un
og segir að svo virðist sem Trump
hafi tekist að temja „norðurkóreska
vitfirringinn“; „mér fannst það já-
kvætt afrek, flott“.
Houellebecq dáist einnig að við-
skiptastefnu Trumps og segir hana
„heilbrigðan andardrátt af fersku
lofti“.
„Trump var kosinn forseti Banda-
ríkjanna til að gæta hagsmuna vinn-
andi fólks í Bandaríkjunum,“ segir
franski rithöfundurinn, og bætir við:
„Hann er að vernda hagsmuni banda-
rísks vinnuafls. Maður hefði kosið að
viðhorf sem þetta hefði verið algeng-
ara í Frakklandi undanfarin 50 ár.“
Hann hrósar einnig kæruleysis-
legum og ókurteislegum athuga-
semdum Bandaríkjaforseta í garð
Evrópusambandsins (ESB). „Hann
vill fremur semja beint við einstök
ríki og ég er á því að það væri ákjós-
anlegra. „Það var því rökrétt að
Trump forseti skyldi gleðjast yfir
Brexit. Það gerði ég einnig; það eina
sem ég harma í því sambandi er að
Bretar höfðu eina ferðina enn sýnt
meira hugrekki en við gagnvart hinu
volduga ríkjasambandi.“
Í grein sinni í Harper’s færir hann
síðan rök fyrir því, að ólíkt nýfrjáls-
hyggjumönnum („sem eru á sinn
máta jafn fanatískir og kommú-
nistar“) líti Trump „ekki á viðskipta-
mál sem ófrávíkjanlega forsendu
mannlegra samskipta, sem sé gott.
Trump geti verið andstyggilegur,
bætir hann við, en það kemur ekki í
veg fyrir að hann sé mikill forseti.
Skrambi gott það!“ segir hann.
Olli harkalegum deilum
Síðasta bókverk Houellebecks,
„Soumission“, eða Undirgefni, leiddi
til harkalegra deilna í Frakklandi. Í
henni segir hann af kjöri hófsams ísl-
amista sem Frakklandsforseta árið
2022. Hún kom út daginn sem ísl-
amskir hryðjuverkamenn réðust inn
á skrifstofur tímaritsins Charlie
Hebdo í París 8. janúar 2015 og
myrtu tólf manns, þar á meðal einn af
nánustu vinum rithöfundarins. Í sög-
unni er Frakkland undir stjórn Mo-
hammeds Bens Abbes kaupmanns-
sonar frá Túnis með gráðu frá
elítuháskólanum ENA. Hann vill líkj-
ast Ágústusi Rómarkeisara og inn-
leiða menningu Norður-Afríku og
Tyrklands í Evrópu. Með fjárfestingu
frá Mið-Austurlöndum er franskur
efnahagur í blóma. Sjaríalög gilda,
fjölkvæni er löglegt og konur hylja
sig á almannafæri og gerast hús-
mæður.
Í viðtali rétt eftir árásina hafnaði
Houellebecq því að bókin gæti ýtt
undir ótta við íslam. Sagði hann að
ábyrgð höfundar á afleiðingum skáld-
skapar síns í raunveruleikanum væri
engin. Bókin Undirgefni seldist í
rúmlega 800 þúsund eintökum í
Frakklandi einu og sér.
Árið 2001 sagði Houellebecq í við-
tali að „heimskulegustu trúarbrögðin
eru, horfumst í augu við það, íslam“.
Vakti það viðtal einnig uppnám.
Hann gaf lítið fyrir tilraunir öfga-
manna til að eigna sér bókina málstað
sínum til framdráttar. „Sá sem getur
eignað sér mig er enn ekki fæddur.“
Í framhaldinu sagðist Houellebecq
ekki ætla að skrifa pólitískar bækur
aftur.
Ný bók í janúar
Skáldverkið, sem kemur út 4. jan-
úar næstkomandi í Frakklandi og
viku seinna á Ítalíu, ber titilinn
„Serotonin“ eða Serótónín, sem er
æðaþrengjandi efni í blóðvatni í lík-
amsvefjum og einnig sem boðefni í
miðtaugakerfi. Af hálfu útgefandans,
Flammarion, er sú bók um ástir en
passað hefur verið einstaklega vel
upp á að ekkert hafi lekið fyrirfram
út um innihaldið. Bókarýnir tímarits-
ins Les Inrockuptibles, Nelly Kapri-
elia, hefur náð að veiða upp úr aðilum
tengdum útgáfunni og segir sögu-
mann glíma við alþjóðavæðinguna og
dreifbýli sem sé í greipum kreppu.
Fyrsta upplag bókarinnar verður
320.000 eintök sem er óvenjustórt
upplag á franskan mælikvarða.
Lífsskoðanir Houellebecks ein-
kennast af róttækri efahyggju og
verk hans eru sögð barmafull af lýs-
ingum á paraskiptiklúbbum, kynlífi
með ókunnu fólki og körlum sem hata
kvenfólk. Fyrr á þessu ári kvæntist
hinn 62 ára gamli Houellebeck þriðja
sinni. Sem förunaut valdi hann sér
kínverska konu sem er um tuttugu
árum yngri en hann.
Þrátt fyrir að lofsyngja Trump og
tveggja ára valdatíma hans í Hvíta
húsinu játar Houellebecq að hann
hafi „samúð með skömminni sem
margir Ameríkumenn (og ekki bara
gáfumenni í New York) fyndu til“
vegna Trumps. „Hvað mig sjálfan
varðar þá er hann, auðvitað, frekar
fráhrindandi,“ skrifar franski hugs-
uðurinn. En hann klykkir svo út með
því að segja: „þið verðið að venjast
hugmyndinni, sem verðug er banda-
rísku þjóðinni; þegar lokauppgjörið
fer fram má vera að niðurstaðan
verði sú að Donald Trump hafi verið
nauðsynleg eldraun þjóð sinni. Og þið
verðið alltaf velkomin sem túristar.“
„Trump er stórkostlegur“
Michel Houellebecq ritar hæðnislega grein í tímaritinu Harper’s Donald Trump Bandaríkja-
forseti kemur mikið við sögu í greininni Lesendur tímaritsins ranghvolfdu augunum af undrun
AFP
Umdeildur Michel Houellebecq
á bókastefnunni í Frankfurt í októ-
ber í fyrra. Í ársbyrjun 2019 kemur
út ný bók eftir hann, Serótónín, en
allar fyrri bækur hans hafa kallað
fram hörð viðbrögð og deilur.
SKILTAGERÐ
Ljósakassar
Ljósaskilti
3D stafir
Hönnun
Ráðgjöf
Uppsetning
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is