Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 48

Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333 Þegar Skeiðsfossvirkjun í Fljótum var tekin í notkun árið 1945 framleiddi hún 1,8 MW af raforku og leysti úr brýnni þörf Siglufjarðar, á þeim tíma, fyrir raforku. Í dag framleiðir virkjunin 4,8 MW. Uppistöðulón virkjunar- innar varð þess valdandi að nánast öll tún og engjar í Stíflu fóru undir vatn og byggð í þess- ari fallegu sveit lagðist af að mestu leyti. Þetta var mikil fórn á sínum tíma en í dag má draga í efa að einhverjum dytti í hug að virkja með þeim hætti sem þá var gert. Enda önnur sjón- armið uppi varðandi umhverfisvernd en þá var. Mann rekur því í rogastans að verða þess áskynja að Orkustofnun hefur gefið út rann- sóknarleyfi til Orkusölunnar ehf. vegna áforma um Tungudalsvirkjun í Fljótum. Tungudalur er hliðardalur frá Stíflu og rennur Tungudalsáin í Stífluvatn sem er uppistöðulón Skeiðsfossvirkjunar. Virkjunar- áformin gera ráð fyrir virkjun sem framleiðir 1-2 MW og miðl- unarstíflu við útfall úr Tungu- dalsvatni og þaðan verði leidd þrýstipípa að stöðvarhúsi við eyðibýlið Tungu í Stíflu. Jarð- strengur verði síðan lagður það- an að Skeiðsfossvirkjun. Í um- sókn Orkusölunnar kemur fram að núverandi mannafli Skeiðs- fossvirkjunar muni hafa umsjón með virkjununum á rekstrar- tíma. Áformin munu því ekki leiða til neinnar atvinnusköpunar í Fljótum. Í rannsóknarleyfinu kemur fram að haft hafi verið samband við Ríkiseignir sem eiganda viðkomandi lands. Ríkiseignir gera ekki at- hugasemdir við leyfisveitinguna en áskilja sér rétt til töku auðlindagjalds komi til virkjunar, nema hvað! Ekki verður séð af leyfisveiting- unni að haft hafi verið samband við aðra land- eigendur á svæðinu, sem þó sannanlega hafa mikilla hagsmuna að gæta í þessu máli, þar sem ferðaþjónusta er að verða æ mikilvægari atvinnugrein. Á bænum Deplum í Stíflu hef- ur t.a.m. verið byggt upp glæsi- legt hótel sem er í næsta ná- grenni við fyrirhugaða virkjun. Menn geta rétt ímyndað sér hvaða áhrif þessi áform myndu hafa á þá starfsemi. Bæði yrði mikið jarðrask á svæðinu á fram- kvæmdatímanum með tilheyr- andi umferð og ónæði af vinnu- vélum og þungaflutningum. Auk þess sem þessi áform myndu valda óbætanlegu tjóni á Tungu- dal og því fallega og ósnortna umhverfi sem þar er. Tungudalur er vinsæll áfangastaður göngufólks og hefur ferðaþjónustan í Fljótum og gönguhópar víðsvegar af landinu lagt leið sína í þessa náttúruperlu. „Í dag hefði engum lifandi manni dottið í hug að sökkva þessu í vatn,“ sagði Stefán Þorsláksson, bóndi á Gautlöndum í Fljótum, í viðtali við Morgunblaðið árið 2009. Stefán var þarna að vísa til þess þegar Skeiðsfoss var virkjaður á sínum tíma. Þótt ótrúlegt sé þá er það samt svo að núna eru á teikniborðinu áform um að höggva í sama knérunn ef áform um virkjun í Tungudal í sömu sveit ná fram að ganga. Þau áform munu hafa í för með sér gríðarlegt jarðrask og óafturkræf og óásætt- anleg náttúruspjöll til framtíðar, fyrir litla virkjun sem ætlað er framleiða aðeins 1-2 MW. Við eigum að vita betur í dag en þetta, látum ekki endurtaka sig þau óafturkræfu spjöll sem unnin voru í þessari fögru sveit fyrir rúmlega 70 árum. Stöðvum þessi áform strax áður en lengra er haldið. Eftir Birgi Gunnarsson » Við eigum að vita betur í dag en þetta, látum ekki endurtaka sig þau óafturkræfu spjöll sem unnin voru í þessari fögru sveit fyrir rúmlega 70 árum. Birgir Gunnarsson Höfundur starfar sem forstjóri og er ættaður úr Fljótum. birgir@reykjalundur.is Ljósmynd/Björn Z. Ásgrímsson Tungudalur í Fljótum Greinarhöfundur andmælir áformum um virkjun. Áform um virkjun í Tungudal í Fljótum Morgunblaðinu barst bréf á ensku frá breskri konu að nafni Tracey Whitney sem óskar eftir pennavinum. Óskar hún eftir því að skrifast á við fólk á aldrinum 40-85 ára, körlum jafnt og konum. Áhugasamir geta sent henni bréf á heimilisfangið hér fyrir neðan. Tracey Whitney Flat 21, Birch Villas 13-15 Birch Lane Longsight Manchester M13 0NW England. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Vill eignast pennavini á aldrinum 40-85 ára Morgunblaðið/Arnaldur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.