Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018
SÖLUAÐILAR
Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti
6 s:551-8588
Meba Kringlunni s: 553-1199
Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900
Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900
Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10
s: 554-4320
Meba Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður:
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar
s: 565-4666
Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður
Hafnargötu 49 s: 421-5757
Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður
Glerártorgi s: 462-2509
Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður
Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886
Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður
Austurvegi 11 s: 482-1433
Vestmannaeyjar:
Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Þegar Skeiðsfossvirkjun í Fljótum var tekin
í notkun árið 1945 framleiddi hún 1,8 MW af
raforku og leysti úr brýnni þörf Siglufjarðar, á
þeim tíma, fyrir raforku. Í dag framleiðir
virkjunin 4,8 MW. Uppistöðulón virkjunar-
innar varð þess valdandi að nánast öll tún og
engjar í Stíflu fóru undir vatn og byggð í þess-
ari fallegu sveit lagðist af að mestu leyti. Þetta
var mikil fórn á sínum tíma en í dag má draga í
efa að einhverjum dytti í hug að virkja með
þeim hætti sem þá var gert. Enda önnur sjón-
armið uppi varðandi umhverfisvernd en þá
var.
Mann rekur því í rogastans að verða þess
áskynja að Orkustofnun hefur gefið út rann-
sóknarleyfi til Orkusölunnar ehf. vegna
áforma um Tungudalsvirkjun í Fljótum.
Tungudalur er hliðardalur frá
Stíflu og rennur Tungudalsáin í
Stífluvatn sem er uppistöðulón
Skeiðsfossvirkjunar. Virkjunar-
áformin gera ráð fyrir virkjun
sem framleiðir 1-2 MW og miðl-
unarstíflu við útfall úr Tungu-
dalsvatni og þaðan verði leidd
þrýstipípa að stöðvarhúsi við
eyðibýlið Tungu í Stíflu. Jarð-
strengur verði síðan lagður það-
an að Skeiðsfossvirkjun. Í um-
sókn Orkusölunnar kemur fram
að núverandi mannafli Skeiðs-
fossvirkjunar muni hafa umsjón
með virkjununum á rekstrar-
tíma. Áformin munu því ekki leiða til neinnar
atvinnusköpunar í Fljótum.
Í rannsóknarleyfinu kemur fram að haft hafi
verið samband við Ríkiseignir sem eiganda
viðkomandi lands. Ríkiseignir gera ekki at-
hugasemdir við leyfisveitinguna en áskilja sér
rétt til töku auðlindagjalds komi til virkjunar,
nema hvað! Ekki verður séð af leyfisveiting-
unni að haft hafi verið samband við aðra land-
eigendur á svæðinu, sem þó sannanlega hafa
mikilla hagsmuna að gæta í þessu máli, þar
sem ferðaþjónusta er að verða æ
mikilvægari atvinnugrein.
Á bænum Deplum í Stíflu hef-
ur t.a.m. verið byggt upp glæsi-
legt hótel sem er í næsta ná-
grenni við fyrirhugaða virkjun.
Menn geta rétt ímyndað sér
hvaða áhrif þessi áform myndu
hafa á þá starfsemi. Bæði yrði
mikið jarðrask á svæðinu á fram-
kvæmdatímanum með tilheyr-
andi umferð og ónæði af vinnu-
vélum og þungaflutningum. Auk
þess sem þessi áform myndu
valda óbætanlegu tjóni á Tungu-
dal og því fallega og ósnortna umhverfi sem
þar er. Tungudalur er vinsæll áfangastaður
göngufólks og hefur ferðaþjónustan í Fljótum
og gönguhópar víðsvegar af landinu lagt leið
sína í þessa náttúruperlu.
„Í dag hefði engum lifandi manni dottið í
hug að sökkva þessu í vatn,“ sagði Stefán
Þorsláksson, bóndi á Gautlöndum í Fljótum, í
viðtali við Morgunblaðið árið 2009. Stefán var
þarna að vísa til þess þegar Skeiðsfoss var
virkjaður á sínum tíma. Þótt ótrúlegt sé þá er
það samt svo að núna eru á teikniborðinu
áform um að höggva í sama knérunn ef áform
um virkjun í Tungudal í sömu sveit ná fram að
ganga. Þau áform munu hafa í för með sér
gríðarlegt jarðrask og óafturkræf og óásætt-
anleg náttúruspjöll til framtíðar, fyrir litla
virkjun sem ætlað er framleiða aðeins 1-2 MW.
Við eigum að vita betur í dag en þetta, látum
ekki endurtaka sig þau óafturkræfu spjöll sem
unnin voru í þessari fögru sveit fyrir rúmlega
70 árum. Stöðvum þessi áform strax áður en
lengra er haldið.
Eftir Birgi Gunnarsson
» Við eigum að vita betur
í dag en þetta, látum
ekki endurtaka sig þau
óafturkræfu spjöll sem
unnin voru í þessari fögru
sveit fyrir rúmlega 70 árum.
Birgir Gunnarsson
Höfundur starfar sem forstjóri
og er ættaður úr Fljótum.
birgir@reykjalundur.is
Ljósmynd/Björn Z. Ásgrímsson
Tungudalur í Fljótum Greinarhöfundur andmælir áformum um virkjun.
Áform um virkjun í Tungudal í Fljótum
Morgunblaðinu barst bréf á ensku frá breskri
konu að nafni Tracey Whitney sem óskar eftir
pennavinum. Óskar hún eftir því að skrifast á
við fólk á aldrinum 40-85 ára, körlum jafnt og
konum. Áhugasamir geta sent henni bréf á
heimilisfangið hér fyrir neðan.
Tracey Whitney
Flat 21, Birch Villas
13-15 Birch Lane
Longsight
Manchester
M13 0NW
England.
Velvakandi
Svarað í síma 569-1100 frá
kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Vill eignast
pennavini á
aldrinum 40-85 ára
Morgunblaðið/Arnaldur