Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 52

Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 52
Marta María mm@mbl.is Við Lechlade í Englandi stendur glæsilegt hús sem er töluvert öðruvísi en gengur og gerist. Það var arkitektastofan Mecanoo sem hannaði húsið sem er byggt alveg við vatnið. Húsið er glæsilegt að utan sem innan. Stórir gluggar keyra upp sjarmann og gera húsið afar heillandi. Að utan er húsið svart- málað með svörtum gluggakörmum. Þar sem húsið stendur alveg við vatnið er góð aðstaða utandyra til að stinga sér til sunds eða slaka vel á á veröndinni. Þegar inn er komið tekur við önnur dýrð. Húsið er einstaklega stílhreint og í allri litadýrðinni sem nú er svo móðins vekur athygli að í húsinu eru allir veggir hvítmálaðir. Það kemur vel út á móti svarbrúnum viðargólfum. Eldhúsið er með fallegu útsýni yfir vatnið. Gott skápapláss og risastór eyja einkenna það. Innrétt- ingin er ljósgrá og svört með fallegum borðplötum. Punkturinn yfir i-ið er svo fallegu húsgögnin sem prýða heimilið.Tryllt útsýni Útsýnið úr húsinu eru engu líkt enda allt opið upp á gátt. Heillandi glerkassi Heimilin gerast ekki mikið meira heillandi en þessi smartheitakassi við vatnið. Eintóm fegurð Húsið er fallegt að utan eins og sést á þessari mynd. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Glæsilegar jólagjafir Undirföt Náttföt Náttkjólar Sloppar G afakortj Opið til kl. 20 alla daga til Jóla. Þorláksmessu kl. 11-21 og aðfangadag kl. 10-13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.