Morgunblaðið - 20.12.2018, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 20.12.2018, Qupperneq 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 ✝ Ingibjörg Þor-valdsdóttir fæddist á Þórodds- stöðum í Hrútafirði 25. júní 1925. Hún lést á Landspítal- anum 18. nóv- ember 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þor- valdur Böðvarsson bóndi og hrepp- stjóri á Þórodds- stöðum, f. 2. desember 1890 í Hafnarfirði, d. 18. ágúst 1971, og Gróa María Oddsdóttir hús- freyja á Þóroddsstöðum, f. 2. september 1898 í Stykkishólmi, d. 27. desember 1985. Systkini Ingibjargar eru: Kristín, f. 1920, d. 2009, Þorvaldur, f. 1921, d. 2007, Haraldur, f. 1922, d. 2010, Oddný Guðrún, f. 1924, d. 1984, Böðvar, f. 1926, d. hildur, f. 29. júlí 1950, fram- kvæmdastjóri, eiginmaður Sig- urjón Einarsson, f. 1948. Börn þeirra eru 1) Yngvi Þór, f. 1969, sambýliskona Steinunn Þor- steinsdóttir, f. 1972, og María, f. 1975, eiginmaður Jóhannes Bragi Þórarinsson, f. 1972. Börn þeirra Aron Fannar, f. 2001, Gabríel Daði, f. 2003, og Daníel Bragi, f. 2016. 2) Oddný Guðrún, f. 27. ágúst 1956, pró- fessor í þýsku við Háskóla Ís- lands. 3) Ólafur Hilmar, f. 13. desember 1959, framkvæmda- stjóri, sambýliskona Brynhildur K. Kristinsdóttir, f. 1966. Synir Ólafs frá fyrra hjónabandi eru Gunnar Dofri, f. 1988, sambýlis- kona Stella Rún Guðmunds- dóttir, f. 1993, Sverrir Ingi, f. 1993, unnusta Bryndís Ósk Birgisdóttir, f. 1994, og Kjart- an, f. 1997. 4) Pétur Örn, f. 14. mars 1969, lögmaður, eig- inkona Guðrún Inga Benedikts- dóttir, f. 1969. Synir þeirra Vé- steinn Örn, f. 1998, og Arnór Logi, f. 2002. Á öðru ári fór Ingibjörg í Stykkishólm þar sem hún ólst upp hjá móðursystur sinni og eiginmanni hennar. Hún stund- aði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og Húsmæðraskól- ann að Laugum í Reykjadal en hélt síðan til vefnaðarkennara- náms í Svíþjóð. Eftir að Ingi- björg kom heim frá Svíþjóð bjó hún í Reykjavík og var m.a. vefnaðarkennari við Hús- mæðraskólann í Reykjavík og hjá Heimilisiðnarfélagi Íslands en þar var hún í stjórn um ára- bil. Ingibjörg stundaði auk þess ýmis önnur störf. Hún var að- stoðarkona Erlings Þorsteins- sonar, háls-, nef- og eyrnalækn- is og síðar Gunnlaugs Ingvars- sonar, tannlæknis. Ingibjörg tók mikinn þátt í skátastarfi, var einn af stofnendum skátafé- lagsins Garðbúa, sat í stjórn Bandalags íslenskra skáta og var aðstoðarskátahöfðingi. Á árunum 1965 til 1974 stjórnaði hún sumarbúðum fyrir stúlkur við Kvenskátaskólann á Úlf- ljótsvatni. Útför hennar fór fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. desember 2018. 2015, Arndís, f. 1928, Anna, f. 1929, d. 2000, Ása, f. 1930, Þórarinn, f. 1934. Fósturfor- eldrar Ingibjargar voru Anna S. Odds- dóttir, húsfreyja, f. 12. júlí 1902, d. 15. febrúar 2001, og Sigurður Stein- þórsson, kaup- félagsstjóri í Stykkishólmi, f. 11. október 1899, d. 29. apríl 1966. Fóst- ursystkini Ingibjargar eru Steinþór, f. 1933, Gunnar Odd- ur, f. 1935, d. 2005, Haraldur, f. 1939, og Sigrún Gyða, f. 1943. Árið 1954 giftist Ingibjörg Sverri Júlíussyni útgerðar- manni og alþingismanni, f. 12. október 1912, d. 30. apríl 1990. Börn þeirra eru 1) Anna Gunn- Það sást ágætlega að amma vænti langlífis þegar hún bað undirritaðan – barnabarn henn- ar en ekki barn – að tryggja að útförin hennar yrði ekki að morgni, því þá hefði hún sofið af sér að vera borin til grafar. En dauðinn vitjar okkar allra á end- anum. Dauðinn einn markar raunveruleg endalok. En jafnvel í dauðanum er ekki fólginn end- ir því „orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur“. Lífið er eilíft svo lengi sem þau sem þú hafðir verulega áhrif á lifa. Þegar amma dó var líkaminn fyrir löngu búinn að fá nóg af jarðvistinni en hún eins skýr og kona á tíræðisaldri getur verið. Hún dó í faðmi fjölskyldunnar, nákvæmlega eins og hún lifði. Ég verð alltaf þakklátur fyrir að jafnvel undir það síðasta var hún manneskjan sem ég þekkti – glaðlynd, fyndin, hlý og hörð af sér. Það sem hryggir mig mest er að hafa ekki fyllilega áttað mig á hvað hún átti áhuga- vert lífshlaup fyrr en það var lesið af presti. Og þá var orðið of seint að kynnast því betur. Gunnar Dofri Ólafsson. Nokkrum dögum eftir að elskuleg amma mín kvaddi í hinsta sinn stóð ég á miðju stofugólfinu í íbúðinni hennar í Keldulandinu, þar sem við amma höfðum átt ófáar góðar stundir saman. Þetta augnablik, þar sem ég stóð þarna í íbúð- inni, þaðan sem ég átti svo margar yndislegar minningar, var augnablik sem ég hafði hugsað um lengi áður en amma fór. Ég kveið fyrir því að koma inn í íbúðina og sjá ömmu hvergi, hvort sem hún sæti inni í eldhúsi og borðaði síðbúinn kvöldverð eða inni í stofu og horfði á eitthvert af íþrótta- landsliðunum okkar vinna enn eitt þrekvirkið, því henni þótti fátt skemmtilegra en það. Ég kveið því að heyra ekki röddina hennar, sem í mínum huga átti bein tengsl við þá ótakmörkuðu og skilyrðislausu umhyggju sem amma átti handa fjölskyldu sinni og vinum. Ég kveið því að geta ekki rabbað við samræðu- snillinginn ömmu mína um hvað sem er, því amma var til í að ræða allt milli himins og jarðar og jafnvel enn meira til í að hlusta á mann blaðra um allt, og kannski það sem oftar var, ekk- ert. Þegar loks kom að því að ég stóð einn inni á stofugólfinu hennar ömmu helltust tilfinning- arnar yfir mig. En það voru ekki tilfinningarnar sem ég kveið svo lengi fyrir og reyndi að búa mig undir. Í stað þess að finna sorgina og dapurleikann sem fylgdu andláti ömmu magn- ast upp, fann ég fyrir þakklæti, kærleika og stolti. Ég fann fyrir þakklæti fyrir þau ótalmörgu augnablik sem ég var svo hepp- inn að fá að deila með ömmu, hvort sem það voru öll aðfanga- dagskvöldin, kvöldkaffistundirn- ar í Keldulandinu eða sumar- dagarnir og björtu kvöldin í Stykkishólmi sem munu alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mér. Ég fann fyrir kærleikanum sem amma lagði sig alla fram um að miðla til allra þeirra sem henni fengu að kynnast. Ég fann fyrir stolti að geta kallað þessa hörkuduglegu og góðu konu ömmu mína. Það var því nið- urlútur og kvíðinn lítill ömm- ustrákur sem gekk inn í Keldul- andið, sorgmæddur yfir því að hafa misst ástkæra ömmu sína, en hann gekk þaðan út þakk- látur fyrir að hafa átt hana og tímann sem hann fékk með henni. Takk fyrir allt, elsku amma. Til þín vil ég hugsa er húmar að, og muna alla ást þína og hlýju. Þótt ár muni líða þá man ég það, við munum hittast að nýju. Þú gafst mér mun meira en ég kunni að þiggja, og heitust er óskin mín sú, að hvert sem að leiðir míns lífs kunni að liggja, mér lánist að vera eins og þú. Vésteinn Örn Pétursson. Elsku amma, nú ertu farin heim, eins og skátarnir segja. Ég veit að þú varst búin að þrá það að fá að fara þegar verk- irnir versnuðu en vá hvað það er samt sárt. Ég sakna þín. Ég vona það heitast af öllu að þú fá- ir núna að fara í alla þá göngu- túra sem þig lystir í fallegu um- hverfi, að þú farir í sundið sem þér fannst svo frábært og getir gert allt sem þér finnst svo skemmtilegt og hefur ekki getað gert síðustu ár. Við áttum margt sameiginlegt og þar var kannski stærstur áhugi okkar á börnum og hann- yrðum, þó ég hafi að vísu aldrei náð færninni í að vefa sem þú varst algjör meistari í. Þú varst langt á undan öllum sem ég þekki í að hugsa um endurnýt- ingu, til dæmis á jólapappír og ég man hvað mér fannst það skrítið þegar ég var yngri en nú langar mig svo til að vera svona nýtin eins og þú. Elsku hjartans amma mín, takk fyrir allar ómetanlegu stundirnar sem við áttum saman og takk fyrir allt sem þú kennd- ir mér. Ég veit þú fylgist vel með okkur öllum áfram. Ég elska þig. Ár barnsins 1979 Langt er til tunglsins og langt er til stjarna sem leiftra á himinbrautum. En stutt er til barna, blakkra og hvítra sem bíða líknar í þrautum. Eða er þessu kannske á okkar tímum öfugt farið með válegum hætti í veröld allsnægta. Veist þú svarið? (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Þín María. Ingibjörg Þorvaldsdóttir ✝ Ingibjörg Sæ-mundsdóttir fæddist í Fljótsdal í Fljótshlíð 2. júlí 1941. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 13. des- ember 2018. Foreldrar henn- ar voru Sæmundur Úlfarsson, f. 1905, d. 1982, og Guðlaug Einarsdóttir, f. 1915, d. 2007. Ingibjörg var þriðja í röð sjö systra en þær eru: Anna Sigur- veig, f. 1938. Guðlaug, f. 1939, d. 2018. Aðalheiður, f. 1942. Ásdís, f. 1946. Elín Kristín, f. 1952, og Eyrún Ósk f. 1957. Árið 1960 giftist Ingibjörg fyrri eiginmanni sínum Gísla Þorsteinssyni. Þau slitu samvist- um árið 1981. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Úlfar, f. 1960. Sam- býliskona hans er Gerður Stef- ánsdóttir. Sonur Úlfars er Ævar Örn og sonur Gerðar er Stefán Hrafn. 2) Marta Sonja, f. 1961. Eiginmaður hennar er Brynjar Sigurgeir Sigurðs- son. Börn þeirra eru Ólöf Anna, Gísli Þór og Sigrún Ásta. Fyrir átti Marta dótturina Sæunni Ingibjörgu. 3) Þor- steinn, f. 1962, d. 2002. Eiginkona hans var Susanne Anne Marie Gísla- son. Börn hans eru Ingi Þór, Emanúela Lind og Aron Freyr. Barna- barnabörnin eru nú 16 talsins. Seinni eiginmaður Ingibjarg- ar og eftirlifandi maki er Sig- urður Sigurþórsson, f. 1936, í Hemlu í Landeyjum, uppalinn að mestu og kenndur við Selja- landssel undir Vestur-Eyjafjöll- um. Þau gengu í hjónaband 8. desember 1984 og bjuggu allan sinn búskap í Þorlákshöfn þar sem Ingibjörg vann ýmis störf, meðal annars í fiski og versl- unum. Útför Ingibjargar fer fram frá Þorlákskirkju í dag, 20. des- ember 2018, klukkan 14. Móðir mín, Ingibjörg Sæ- mundsdóttir, þessi stóra og sterka kona er látin. Hún var sveitastelpa í húð og hár, fædd og uppalin í Fljóts- hlíðinni þar sem hún ólst upp við vinnusemi frá blautu barns- beini. Hún lagði snemma hönd á plóginn við ýmsa vinnu meðal annars að sinna skepnunum við hlið föður síns. Aldrei var hún þó hrifin af kúnum en elskaði kindurnar og bjó sjálf nokkur ár með kindur þegar hún var ung kona búsett í Hvolhreppnum þar sem við systkinin ólust upp. Við vorum svo heppin að hún var alltaf heima þegar við vor- um að alast upp. Það var heitur matur á borðum tvisvar á dag, heimabakað bakkelsi, ekkert cocopuffs. Oft saumaði hún eða prjónaði á okkur fötin ásamt því að prjóna á barnabarnabörnin nánast fram á síðasta dag. Einhvern veginn er stutt í brosið við þessa upprifjun því oft var svo mikil hreyfing og kraftur í kringum mömmu. Hún var ekki fullkomin frekar en aðrir og stundum gat hún verið fasmikil með kröftugar og frum- legar skoðanir á hlutunum. Það var aldrei lognmolla í kringum hana og hún var ófeimin við að koma skoðunum sínum á fram- færi. Ef skarst í odda var sátt- fýsin henni í blóð borin og lang- rækni ekki til í fari hennar. Alltaf kom hún til dyranna eins og hún var klædd. Hún var að eðlisfari dul um sínar innstu til- finningar og flíkaði þeim sjald- an, vildi helst ekki um þær ræða, kvartaði aldrei og bað seint um hjálp. Ég ætla ekki að tíunda afrek- in hennar né hina mörgu kosti því alla tíð hefur hún talað um að hún vildi ekki lofræðu þegar hún félli frá. En ég verð að minnast á hvað það var henni mikið lán að hitta Sigga sinn. Þau voru samrýnd alla tíð og góð hvort við annað. Að eignast ástríkan og traustan vin í eig- inmanni er mikil gæfa og for- réttindi og seint fullþakkað. Siggi var henni stoð og stytta í veikindum hennar og alltaf vildi hann allt fyrir hana gera og oft dáðist ég að hvað hann var henni góður. Hans missir er mikill. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Mamma mætti hrakandi heilsu með miklu æðruleysi og reisn. Það var erfitt að fylgjast með henni síðustu dagana þegar ég gerði mér grein fyrir því að hún væri að fara. En eins og alltaf stóð hún sig eins og hetja og kvaddi þetta líf hljóðlega, þrotin að heilsu og kröftum. Það er svo sárt en ég hugga mig við það að nú er hún búin að fá hvíld frá þeim þrautum sem hún var búin að ganga í gegnum. Henni líður vel núna, hún er far- in á góðan stað þar sem Guð hef- ur gefið henni eilíft líf og endur- fundi við ástvini. Marta Sonja. Í dag fylgjum við tengdamóð- ur minni, Ingibjörgu Sæmunds- dóttur, eða Imbu eins og hún var ætíð kölluð, til hinstu hvílu. Hinn hæsti höfuðsmiður hef- ur kallað til sín glaðværa og trausta konu. Hún var þriðja í röðinni af sjö systrum sem allar hafa verið og eru einkar kátar og lífsglaðar enda er vart hægt að finna samheldnari systkina- hóp. Það var oft glatt á hjalla þegar systurnar og þeirra fjöl- skyldur komu saman, hef ég stundum haft á orði að vel heyr- ist í Heylækjarsystrum. Ég kynntist Imbu 1986 er við Marta dóttir hennar fórum að draga okkur saman, Imba tók mér strax vel og varð okkur vel til vina þó að ekki værum við alltaf sammála og þá einkum hvað pólitík varðaði og gátum við tekist á um hana en aldrei svo að skaði hlytist af. Þau Imba og Siggi voru ein- staklega góðir vinir hvort ann- ars og minnist ég varla að hafa séð þau í sitt hvoru lagi. Öllum stundum sem þau gátu fóru þau austur undir fjöll til að vera í bústaðnum sem þau höfðu reist sér í landi Seljalandssels; falleg- ur og vinalegur staður sem þau hlúðu að af nærgætni og um- hyggju fyrir landinu. Imba var keppnismaður í eðli sínu, hafði gaman af spila- mennsku og spiluðu þau Siggi oft á tíðum á Níunni sem er fé- lagsaðstaða eldri borgara í Þor- lákshöfn, einnig komu þær syst- ur oft saman til að spila. En það var ekki bara bústað- urinn sem átti hug hennar. Þau Siggi fóru á hverju ári til Kanarí og var mikil tilhlökkun hjá henni þegar styttast fór í brott- för, að komast í sólina til að slappa af og þá ekki síst til að spila minigolf en þar kom Imba sterk inn, var lunkinn spilari svo að eftir var tekið, enda bera verðlaunapeningar og bikarar þess glöggt merki að keppnis- manneskja var þar á ferð. En það var ekki alltaf eintóm gleði hjá Imbu, árið 2002 missti hún son sinn, hann Denna, úr krabbameini tæplega fertugan að aldri. Hún átti erfitt með að sætta sig við þann mikla missi, sem von er, stórt skarð var höggvið í barnahópinn hennar. En ömmubörnin og langömmu- börnin hennar voru lífljósið allt til enda. Imba var tekin frá okkur allt- of fljótt, aðeins 77 ára. Hún háði stutta og snarpa baráttu við ill- vígan sjúkdóm. En hún greind- ist með krabbamein í júnímán- uði sl. Aðeins hálfu ári seinna hefur sjúkdómurinn haft betur. Sorgin er alltaf sterk og þung er sorgin hjá okkur öllum en ekki síst hjá Sigga sem sér nú á eftir sínum besta vini. Siggi var Imbu mikils virði í veikindunum hennar, stóð alltaf við hlið henn- ar og tilbúinn að vaða elda til hjálpar henni. Guðs blessun vaki yfir Sigga um ókomna tíð. Hvíl þú í Guðs friði. Imba, hafðu þökk fyrir allt og allt. Brynjar Sigurðsson. Í dag kveðjum við Ingibjörgu Sæmundsdóttur vinkonu okkar. Imba var gift uppeldisbróður mínum, Sigurði Sigurþórssyni. Imba og Siggi bjuggu samtíða okkur hjónum í Þorlákshöfn í hátt í 40 ár. Þau voru partur af okkar fjölskyldu og mikill sam- gangur okkar í milli í gegnum árin. Það var í byrjum vetrarver- tíðar fyrir allmörgum árum að bankað var hjá okkur á Hjalla- brautinni. Þarna var þá kominn Siggi Sigurþórs og með í för vin- kona hans sem hann kynnti fyr- ir okkur. Þennan dag var brotið blað í fjölskyldusögunni okkar og Imba varð stór partur fjöl- skyldunni. Siggi hafði ætlað sér að koma í vinnu í Þorlákshöfn á vertíðinni framundan og yfir kaffibolla hjá okkur þennan dag var það afráðið að Imba kæmi líka. Þau bjuggu hjá okkur á Hjallabrautinni þennan vetur og ekki líkaði þeim dvölin verr en það að eftir þennan vetur keyptu þau sér hús í Þorláks- höfn og settust þar að. Imba og Siggi hafa alla tíð verið einstak- lega samhent hjón og þannig var að ef annað var nefnt þá fylgi hitt nafnið jafnan með. Það sem er þó ofarlega í huga þegar við minnumst Imbu eru allar góðu samveru- stundirnar í fjölskyldureitnum okkar austur undir Eyjafjöll- um. Um miðja nótt vorið 1994 mátti sjá tvo vörubíla á ferð á Suðurlandi með sitt hvort litla húsið á leið austur undir Eyja- fjöll. Þarna vorum við nafnarn- ir á ferð ásamt konum okkur Imbu og Rögnu og mikill hug- ur í hópnum. Landið þar sem húsin voru sett niður var á æskuslóðum okkar nafnanna og lóðir húsanna hlið við hlið. Þarna í reitnum okkar Nátt- haga höfum við fjölskyldan eytt mörgum góðum stundum saman og átt dýrðar daga. Þar undu Imba og Siggi hag sínum vel í gegnum árin, hún oft að sýsla inni við en hann úti, enda verkefnin mörg í sveitinni. Það var alltaf hægt að kíkja yfir til Imbu í spjall, nú eða að spila, það þótti henni ekki leiðinlegt, hún lagði þá frá sér prjónana og lagði allan sinn kraft í að vinna spilið, því kappsöm var hún og illa við að tapa. Oft var skotist milli húsa að spila skrabbl við Imbu og var það mikið ævintýri og alltaf gaman enda Imba eldklár. Imba var dugleg kona og ráðagóð. Hún vann litla átthagafélaginu okk- ar vel og vildi því ætíð hið besta. Litla húsið þeirra var hlýlegt og alltaf notalegt að kíkja inn og fá kaffibolla eða te áður en haldið var heim á leið eftir dvöl í Nátthaga. Börnin í fjölskyldunni fóru oft ein yfir að heimsækja Imbu og alltaf tók hún þeim jafn vel. Þessar dýrmætu samverustundir gleymast ekki og þökkum við þær af alhug. Elsku Siggi, missir þinn er mikill og við biðjum góðan guð að vera með þér. Börnum Imbu og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Sigurður Guðberg Helga- son og fjölskylda. Ingibjörg Sæmundsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.