Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 65
DÆGRADVÖL 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú vaknar full/ur af fjöri, hug- myndum og þakklæti. Dragðu djúpt andann og leystu flókna stöðu með brjóstvitinu. Ekki spenna bogann of hátt í jólagjafa- kaupum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú leiðir saman fólk sem myndi ekki þekkjast ef ekki væri vegna þín. Vertu viðbú- in/n, einhver vill kasta stríðshanskanum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú gætir fundið til efasemda um eigið ágæti í dag og löngunar til að fela þig fyrir umheiminum. Skuldir og aðrar kvaðir íþyngja þér. Mundu að sólin kemur upp aft- ur á morgun. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þín bíða miklar rannsóknir í sam- bandi við verkefni sem þér verður falið. Góður undirbúningur tryggir farsæla fram- kvæmd. Sittu við stýrið í eigin lífi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Möguleikar til tekjuöflunar eru góðir í dag. Stutt ferðalag er í kortunum. Sumir skilja ekki fyrr en skellur í tönnum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Oft leitum við langt yfir skammt að svörum við spurningum okkar. Gerðu nauð- synlegar ráðstafanir og láttu allar öfundar- raddir sem vind um eyru þjóta. 23. sept. - 22. okt.  Vog Tilboðin sem þér berast eru bæði mörg og margvísleg. Félagslífið er í blóma og þú færð fullt af skemmtilegum hugmyndum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sumir tapa þræðinum undir álagi en streita eykur orku þína. Þú færð skemmtilegar fréttir af ættingja sem á eftir að breyta ýmsu í þínu lífi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Minntu þig á að samskipti við börn eru tækifæri en ekki byrði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Planaðu frí, skemmtikvöld eða hvers kyns afþreyingu sem þér kemur til hugar. Reyndu að koma vitinu fyrir góðan vin þinn sem er eitthvað áttavilltur núna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu hugmyndum makans um breytingar hvers konar með brosi á vör. Þú ert stoð og stytta ættingja þinna á margan hátt, passaðu samt að eiga tíma fyrir þig eina/n. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hvaðeina sem þú tekur þér fyrir hendur í dag mun færa þér ómælda ham- ingju og ánægju. Gríptu nógu snemma í taumana þegar einhver fer út af sporinu. Þá eru þeir nú búnir að reka hannMourinho okkar,“ sagði þjón- ustustúlkan við Víkverja, sem hafði horfið frá stuðningi við Manchester United fyrir löngu, þar eð nefnd her- lækna hafði lýst því einróma yfir að hann væri hálfviti, en lifði nú á því að skrifa pistla, nauðljót skrímsli af misjöfnum uppruna og falsaði ættar- tölur þeirra. x x x Einhvern veginn þannig brást Vík-verji við tíðindum helgarinnar um að José Mourinho hefði verið rekinn, eða hefði gert ef Víkverji væri góði dátinn Svejk. Víkverji verður allavega að játa að hann hef- ur ekki lagt sig niður við að horfa á marga leiki með United á þessari leiktíð, en svona rétt kíkt yfir úrslit- in við og við – og einatt orðið fyrir vonbrigðum. x x x Það litla sem Víkverji hefur séð tilhefur hins vegar ekki verið mjög beysið. Íslendingar vita manna best að leiðinlegur fótbolti er skemmti- legur fótbolti þegar árangur næst. Það er hins vegar fátt sem afsakar það að vera bæði lélegur og leiðin- legur. Frammistaðan gegn Liver- pool um helgina markaði algjört gjaldþrot þeirrar stefnu sem Mour- inho hefur sett félagið á, þar sem lið- ið fór vart yfir miðju, og jafnvel þeg- ar stefndi í tap sóttu leikmenn United varla fram yfir miðjuna, heldur vörðu tapaðan hlut. x x x Víkverji getur því ekki sagt að all-ar lýs hafi dottið dauðar af höfði hans þegar tilkynnt var um brott- reksturinn. Hitt kom honum meira á óvart að stjórn United virtist vera tilbúin með tímabundinn arftaka Mourinho nánast samdægurs, gamla brýnið Ole Gunnar Solskjaer, hetjan sem skoraði á síðustu stundu í úr- slitaleik Meistaradeildarinnar 1999. x x x Víkverji efast ekki um að Sol-skjaer muni geta rétt gengi United við á þessari leiktíð. Hann var nefnilega vanur því sem leik- maður að koma seint inn á og bjarga málunum. vikverji@mbl.is Víkverji Sértu vitur verður vitið þér til góðs en sértu spottari þá mun það bitna á þér einum. (Orðskviðirnir 9.12) vílan getur minnkað þreytu , hvarmabólgu og haft áhrif á augnþurrk, vogris, í hvörmum/augnlokum og rfsemi í fitukirtlum. Fæst í helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum Augnh í augum jákvæð rósroða vansta Augnheilbrigði Augnhvíla Dekraðu við augun Margnota augnhitapokiÁ þriðjudag orti Fía á Sandi á Leir, – og kallar „á jólaföstu“: Öllum er það allra best að akta sína herra. Þeim skal valdið veita mest og virðing aldrei þverra. Þeim sem eiga alltaf plott öðrum til að bjóða. Hafðu hvorki háð né spott þó hafi þeir falið gróða. Gagnrýninn áttu ekki að vera aldrei glopra slúðri í blað. Valdafólk er verst að hlera þú verður dæmdur fyrir það. Mótmælenda er voðinn vís og varla leið til baka. Aldrei mun ég uppá grís áhættuna taka. Nú varast ég bæði flas og flaustur. Nú fer ég spart með vín á bar. og rangla ekki inn á Klaustur einhver gæti hlerað þar. Og síðan orti Fía öfugmælavísu: Séð hef ég káta kú með hatt ketti stígvél máta þrætublækur segja satt og svindlarana játa. Ólafur Stefánsson fylgist vel með enska fótboltanum: Mér er til efs, ef maður til refs, gengur götur til fjalla, hafi um háls til hlífðar og prjáls, trefil Tottenham-kalla. Á fimmtudaginn skrifaði Jón Arnljótsson: „Rétt eftir hádegið var sólarlaust að kalla, þó var sólar- rönd neðarlega á Blönduhlíðarfjöll- unum, sem líktist ljósum faldi á dökku pilsi. Þessi rönd var óslitin og mjög jafnbreið um alla hina fornu Blönduhlíð, sem við köllum yfirleitt Fram-Blönduhlíð nú á dög- um og sást vestanyfir. Puntar lönd, en pínir tröllin, prýðis vönduð smíð, sólarrönd er faldar fjöllin fram um Blönduhlíð. Dr. Jón Þorkelsson sagði í eft- irmælum um vin sinn Ólaf Davíðs- son: Ótal fræðin afreksmanns eru á letraskránum, meira þó í huga hans hvarf með honum dánum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á jólaföstu er ort um klaustur og hvaðeina „Ég veit ekki um hina en ég myndi aldrei snúa viÐ þér baki.” „Vert þú ekkert aÐ segja mér hvernig ég á aÐ vinna vinnuna mína! Þessi er númer 37!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fullkomin niðurstaða. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG TRÚI EKKI AÐ ÞESSI NÍSKUPÚKI HAFI PANTAÐ GRILLAÐA SAMLOKU FYRIR MIG Í KVÖLDMATINN! HMM, KANNSKI VAR ÉG OF FLJÓT AÐ DÆMA? ÞJÓNN, FÆRÐU DÖMUNNI MYNTU! TAPAÐ/FUNDIÐ NEIBB! ÞÚ ERT BÚIN! LEIYFÐU MÉR AÐ PANTA EFTIRRÉTT! KLIKK KLIKK KLIKK KLIKK KLIKK KLIKK KÆRI SVEINKI. ÉG HEF VERIÐ STILLTUR. VILTU FÆRA MÉR FULLT AF GJÖFUM. KVEÐJA, GRETTIR. #GEFMÉRGEFMÉRGEFMÉR HATTAGEYMSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.