Morgunblaðið - 20.12.2018, Qupperneq 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018
Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is
Gullsmiðir
HÁLSMEN ARMBÖND EYRNALOKKAR HRINGIR
Ekkert jólastress
Hjá okkur er opið allan sólarhringinn á
carat.is 4k hvítagull
demantsmen
29.000 kr
Demantslokkar
0,08 ct
38.900 kr
14k gull demantsmen
0,20 ct
87.000 kr
Demantslokkar
2 x 0,10 ct
84.000 kr
14k gull
Demantsmen
29.000 kr
Demantslokkar
0,08 ct
38.900 kr
14k gullmoli
26.500 kr14k gull demantshringur 0,22 ct
129.000 kr
Ritgerð mín um sársaukanneftir Eirík Guðmundssoner gríðarlega efnismikilskáldsaga, margræð, flók-
in og kröfuhörð en rúmast á sama
tíma innan stemningar sem fallegt en
tregafullt dægurlag skapar; ég trúi
ekki að nokkur lesandi ljúki þessarar
skáldsögu án þess að hlusta á Moon-
light Serenade Glenn Millers, Óðinn
til kvöldstjörnunnar, MA kvart-
ettinn, Suppose með Elvis og fleiri og
fleiri lög sem birtast líkt og sefjandi
stef í textanum. Skáldsagan er
reyndar ekki ólík tónsmíð, þar sem
sömu stefin eru
endurtekin aftur
og aftur og sterk
og áhrifamikil
hrynjandi Eiríks
dynur á lesand-
anum.
Sögumaður
Ritgerðarinnar
situr við gamalt
snyrtiborð í yfirgefnu fjölskylduhúsi
fyrir vestan og færir til bókar minn-
ingabrot úr lífi sínu og Aþaneusar
frænda síns, frá aldamótum í Reykja-
vík og næturlífi albjartra sumar-
nátta, frá æsku sinni á þessari sömu
eyri og harmi fólksins sem tengist
honum, en ásamt Aþaneusi er Sara
honum hugleiknust, heillandi heims-
borgari sem reykir langar sígarettur
og burðast með mikinn harm í far-
teskinu, og svo auðvitað Klara, kær-
asta sögumannsins. Aþaneus – sem
kannski er bara minning eða svipur
úr fortíðinni – er alltaf nálægur með
hjólbörur fullar af heimsbók-
menntum sem vísað er í og vitnað til.
Skáldskapur er eitt af meginstefjum
Ritgerðarinnar, enda lýsir skáld-
skapur lífinu líklega betur en nokkuð
annað, ekki síst í sögu eins og þessari
þar sem lesandinn fálmar eftir skiln-
ingi sem höfundur neitar honum um
og merkingin er margræð, ótraust og
e.t.v. handan raka.
Sögumaður Ritgerðarinnar hefur
frásögn sína í svefnrofunum þegar
hann „nálgast borgina“ í myrkri og
kveður okkur á sömu slóðum. Í svefn-
rofum gilda önnur lögmál en í vöku
og þau lögmál eru allsráðandi í Rit-
gerð minni um sársaukann, tvennir –
eða margir – tímar renna saman,
staðir renna saman, fólk rennur sam-
an og meira að segja sögumaður og
höfundur renna á einum tímapunkti
saman að því er virðist. Ritgerð mín
um sársaukann reynir á lesandann og
á stundum verður efnið fullteygt og
endurtekningasamt en þó verður að
segjast að í þeim köflum fylgjast að
efni og form, minningar eru endur-
tekningasamar, minningabrot slitrótt
og sögumaður eltist við þau líkt og
þeir Aþaneus elta sígarettureykinn
sem liðast frá vörum Söru.
Eiríkur fléttar ljóðlínum og fleiri
textabrotum inn í textann á ein-
stakan og fínlegan hátt. Eitt af mörg-
um slíkum stefjum er úr ljóði Steins
Steinars, Í kirkjugarði, ljóði fullu af
trega, minningum og stemningu, eins
og skáldsaga Eiríks, en þar er spurt:
„hvort er ég heldur hann, sem eftir
lifir, eða hinn, sem dó?“ og þar er ein-
mitt efi sögumanns okkar og um leið
lesenda. Einhver átti að deyja, ein-
hver dó, Aþaneus eða sögumaður
sjálfur, en sársauki þess sem eftir lif-
ir er mikill, hann harmar sorg ann-
arra, tregar líf annarra, harmar trag-
íska tíma og það sem mun verða.
Sársaukinn í Ritgerðinni er ekki ein-
faldur, hann er samofinn því að vera
til, samofinn minningum, tíma og
skáldskap.
Eiríkur gerir sársaukanum snilld-
arleg skil í tregafullum texta sem
ristir djúpt og á köflum ryðst áfram
af miklum þunga eins og straumur en
er lágstemmdur, fyndinn og fallegur
á öðrum. Rithöfundur sem getur gef-
ið orðunum Two missed calls myst-
ískan og ljóðrænan blæ hlýtur alltaf
að standa uppi með pálmann í hönd-
unum.
Hjólbörufarmur af heimsbókmenntum
Morgunblaðið/Hari
Eiríkur Hann „gerir sársaukanum
snilldarleg skil í tregafullum texta.“
Skáldsaga
Ritgerð mín um sársaukann
bbbbn
Eftir Eirík Guðmundsson.
Benedikt, 2018. 272 bls. innb.
HILDIGUNNUR
ÞRÁINSDÓTTIR
BÆKUR
Ljónið er fyrsta bók í nýjumþríleik eftir Hildi Knúts-dóttur en hún hefurstimplað sig rækilega inn í
ungmennabókmenntir og sannast
það enn frekar í Ljóninu. Þar segir
frá Kríu, 16 ára stelpu sem er nýflutt
til Reykjavíkur
frá Akureyri og
byrjuð í MR. Til
að byrja með hvíl-
ir leynd yfir
flutningum fjöl-
skyldu Kríu til
Reykjavíkur þar
til hún kynnist
dularfulla strákn-
um Davíð, sem
hún deilir öllum sínum leyndar-
málum með, þó svo að hann sé eitt
stórt leyndarmál sjálfur.
Í MR eignast Kría vinkonur, og er
það kærkomin breyting frá því sem
hún þekkti fyrir norðan. Þegar El-
ísabet vinkona hennar finnur gamalt
skrín í földum skáp á heimili sínu
fara þær Kría að rannsaka undar-
legt mál um dularfullt hvarf ömmu-
systur Elísabetar sem hefur svo
óvænta tengingu við líf Kríu, svo
ekki sé meira sagt.
Sagan er byggð upp í tímalínu við
skólaárið og dettur lesandinn inn í
heim menntaskólaáranna. Hildur
sagði í kynningarviðtali fyrir bókina
í Mannlífi í haust að hún vonaði að
fullorðið fólk tengdi líka við bókina
þrátt fyrir að hún væri skilgreind
sem ungmennabók og það tekst. Að
minnsta kosti getur undirrituð ekki
skilgreint sig lengur sem ungling og
það var kærkomin nostalgía sem
fylgdi því að upplifa busavígslu,
bjórkvöld, prófalestur og jafnvel
fyrsta skiptið í gegnum reynsluheim
vinkvennanna í MR.
Sagan fléttast vel saman og gefur
raunsanna mynd af heimi íslenskra
unglinga en á sama tíma er ævin-
týraheimurinn og dulúðin ekki langt
undan, ásamt undarlegu máli úr for-
tíðinni, sem tvinnast saman í æsi-
spennandi frásögn og það er hægara
sagt en gert að leggja frá sér bókina.
Á sama tíma og íslenski raunveru-
leikinn er allsráðandi er auðvelt á
köflum að ímynda sér að lesandinn
sé staddur í miðri Twilight-sögu eða
í ævintýraheimi Narníu, vísunin er
þó lúmsk og kannski alveg ómeð-
vituð, en hún gengur upp og sýnir á
sama tíma að Hildur er á pari við
allra bestu unglingabókahöfunda
samtímans.
Á sama tíma og dulúð og leyndar-
dómar einkenna Ljónið er sagan
uppfull af spennu og fallegri vináttu
en í senn reynir á hana, líkt og al-
gengt er á þessum aldri, og er það
fallega leyst í bókinni. Ljóst er að
Kría og vinkonur hennar eiga eftir
að lenda í fleiri ævintýrum og það er
mikið tilhlökkunarefni að fá að
kynnast þeim betur í næstu tveimur
bókum.
Morgunblaðið/Eggert
Dulúð „Á sama tíma og dulúð og leyndardómar einkenna Ljónið er sagan
uppfull af spennu og fallegri vináttu,“ segir um sögu Hildar Knútsdóttur.
Ævintýri í
raunheimum
Skáldsaga
Ljónið bbbbn
Eftir Hildi Knútsdóttur.
JPV, 2018. Innb., 410 bls.
ERLA MARÍA
MARKÚSDÓTTIR
BÆKUR
Hetjum hafsins hafa oft veriðgerð skil í bókum en kon-urnar sem heima sátuvirðast hafa fengið minni
athygli. Bók Bennýjar Sifjar Ísleifs-
dóttur fjalla um eiginkonur sjómanna,
kvenhetjurnar í lífsins ólgusjó. Gríma
er fyrsta skáldsaga Bennýjar en
barnabók hennar Jólasveinarann-
sóknin kom út nýverið.
Í Grímu er fjallað um örlög vin-
kvennanna Grímu og Önnu. Gríma er
heldur fyrirferðarmeiri í takt við þau
karaktereinkenni sem hún ber. Hegð-
un Grímu sér til þess að aldrei vantar
umræðuefni og sögur, sannar eða
ósannar í sjávar-
þorpi á sjötta og
sjöunda áratugn-
um. Þegar nýr tog-
ari kemur í plássið
breytist lífið í þorpi
þar sem allt snýst
um veiðar og
vinnslu.
Gríma fjallar um
ástir og afbrýði, fordóma, forboðnar
ástir, sorgir og gleði, vonbrigði, brostn-
ar vonir, manngæsku, svik og smásál-
arhátt sem fléttar saman líf þorpsbúa.
Sagan fjallar á mjög raunsæjan hátt
um einhæft atvinnulíf í sjávarþorpi og
lífið sem bíður sjómannskonunnar.
Hlutverk hennar er að sjá um rekstur
heimilisins, húshald og börn og hún ber
alla ábyrgð og áhyggjur á herðum sér.
Hún er ofurkonan sem stendur sína
plikt. Bíður eftir eiginmanninum með
tandurhreint hús og tekur á móti hon-
um eins og tignum gesti. Stundum hef-
ur jafnvel eitt barn bæst í hópinn þegar
eiginmaðurinn loks kemur heim.
Benný Sif tekst vel að koma lífi fjöl-
skyldna í sjávar-
plássi á þessum
tíma vel til skila
með raunsannri
lýsingu.
Persónulýs-
ingar eru allar trú-
verðugar fyrir ut-
an Emil til þess að
byrja með en
óvæntur og vel út-
hugsaður endir
gerir persónu hans trúverðuga. Benný
Sif lætur sjö persónur fá kafla í bók-
inni til þess að segja hver sína sögu á
fimmtán ára tímabili og þrjár kyn-
slóðir segja frá. Söguþráðurinn er góð-
ur en að ósekju hefði mátt hafa bókina
aðeins styttri því um miðbik sögunnar
dettur þráðurinn aðeins niður en sæk-
ir svo í sig veðrið með óvæntum hætti í
lok sögunnar.
Grímu hafa allir gott af að lesa. Þeir
sem fæddir eru á þessum tíma gætu
eflaust skilið betur gjörðir foreldra
sinna sem höfðu ekki sömu tækifæri
og seinni kynslóðir fengu.
Kvenhetjur í lífsins ólgusjó
Skáldsaga
Gríma bbbmn
Eftir Benný Sif Ísleifsdóttur.
Bjartur, 2018. Innb. 368 bls.
GUÐRÚN
ERLINGSDÓTTIR
BÆKUR
Benný Sig
Ísleifsdóttir