Morgunblaðið - 20.12.2018, Side 70
70 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Hálsmen
10.900,-
Hálsmen
8.900,-
Hálsmen
8.900,-
Hálsmen
9.900,-
Hringur
8.900,-
Hringur
8.900,-
Hringur
8.900,-
Eyrnalokkar
5.500,-
Eyrnalokkar
5.500,-
Íslensk
hönnun
Fallegt ævintýri
Undir hrauni bbbbn
Eftir Finnboga Hermannsson
Sæmundur, 2018. 124 bls. innb.
Finnbogi Hermannsson vefur
marga þræði saman í heimildaskáld-
sögunni Undir hrauni svo úr verður
fallegt ævintýri. Stríð fyrir strönd-
um, skipbrots-
menn í fram-
andi landi,
undarleg örlög
og tengingar
við þjóðþekkt
fólk sem setti
svip á samtíð
sína. Reykja-
víkurstúlkan
varð ástfangin
af hermanni,
en aðstæður
hamla að samband þeirra þróist eins
og þráin kallaði. Væntingar og von-
brigði.
Sagan er lipurlega skrifuð og upp
er dregin trúverðug mynd af um-
hverfi og mannlífi stríðsáranna á Ís-
landi.
Læsileg og spennandi
Ærumissir bbbbn
Eftir Davíð Loga Sigurðsson.
Sögur, 2018. 232 nls. innb.
Átakafýsn eða einlægur umbóta-
vilji? Fólk
greinir enn í
dag á um hvert
hafi verið ætl-
unarverk Jón-
asar frá Hriflu
sem dóms-
málaráðherra á
árunum 1927-
1932.
Í bókinni
Ærumissir rifj-
ar Davíð Logi Sigurðsson upp þekkt
mál frá Jónasartímanum þegar Ein-
ar M. Jónsson sýslumaður á Pat-
reksfirði var tekinn niður með mikl-
um látum, sakir meintra vanhalda í
embættisfærslu. Ráðherrann sýndi
mikla hörku og sást ekki alltaf fyrir.
Heimildavinnan er góð í þessari
læsilegu og spennandi bók, sem
heldur athygli lesandans út í gegn.
Ýmis eftirminnileg verkefni
Haugseldur bbbnn
Eftir Pétur Stefánsson.
Elba, 2018. 458 bls. innb.
Haugseldur – veraldarsaga verk-
fræðings eru æviminningar Péturs
Stefánssonar.
Höfundurinn segir meðal annars
frá æsku sinni austur á landi og fjöl-
skylduhögum, námsárum í Þýska-
landi og ýmsum eftirminnilegum
verkefnum á starfsferli sínum og til-
tekur þar hreinsun Vestmannaeyja-
kaupstaðar eftir gos, gerð nýs flug-
vallar á Egilsstöðum og
endurbyggingu
forsetaseturs-
ins á Bessa-
stöðum. Einnig
má nefna
byggingu
virkjana, Vals-
heimilisins að
Hlíðarenda.
Raunar mesti
veigurinn í frá-
sögnum af
þessum stórframkvæmdum, í ljóm-
andi góðri bók sem hefði þolað ydd-
aðri stíl og framsetningu.
Saltbragð á hverri síðu
Níu líf bbbmn
Eftir Sigmund Erni Rúnarsson.
Bjartur, 2018. 312 bls. innb.
Saga ævintýramannsins úr Vest-
mannaeyjum Gísla Steingrímssonar,
Níu líf, er alvöru. Saltbragð er á
hverri síðu þar sem Gísli fer með
lesendum sínum um kletta og út-
eyjar og siglir um víðfeðmt verald-
arhafið. Fangelsaður á Filipps-
eyjum, kemst í hann krappan í
Köben, gerist landnemi í Ástralíu,
flytur heim og flýr Eyjagosið. Og þó
er lífið ekki bara dans á rósum;
bróðurmissir var mikið áfall og dag-
arnir í barna-
skólanum
vondir og sárir.
Sögumaður
dregur ekkert
undan og er
hreinskilinn,
án þess að vera
með vol og víl.
Lærdómsrík
saga og yndisl-
estur. Sig-
mundur Ernir Rúnarsson vinnur vel
úr skemmtilegri frásögn; spinnur og
stílfærir þannig að Gísli birtist ljós-
lifandi fyrir lesendum. Þeim til
hægðarauka hefði mátt auðkenna
betur til dæmis hvaða ár tilteknir at-
burðir sem sagt er frá gerðust –
þannig að einhver tímalína og til-
finning myndaðist. Eins að geta
þess hvar Gísli er í dag, en sögulokin
á annars góðri bók eru frekar enda-
slepp.
Ævisögur og átök
Yfirlit yfir nýútkomnar ævisögur
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ljósmynd/Bjarni Júlíusson
Saga verkfræðings Í Haugseldi, sögu Péturs Stefánssonar er meðal annars
birt mynd af því er varnarstífla við Þingvallavatn brast 17. júní árið 1959.
Fjölskyldusaga, ættarsaga,spennusaga, draugasaga.Þessar lýsingar og ef til villeinhverjar fleiri eiga við
bókina Læknishúsið eftir
Bjarna M. Bjarnason. Þar
segir frá rithöfundinum
Steinari sem flytur aftur í
Læknishúsið á Eyrarbakka
ásamt eiginkonu sinni sem
er ólétt að tvíburum en áður
hafði hann búið þar í æsku
hjá öldruðum frændum sín-
um; öðrum blindum en hin-
um mállausum.
Eiginkona Steinars er ráðherra í
ríkisstjórn Íslands á árunum eftir
hrun þegar andrúmsloftið í samfélag-
inu er eldfimt. Spennan í samfélag-
inu, hótanir í garð ráðherra og dular-
fullir atburðir sem tengjast húsinu
blandast saman á áhugaverðan hátt.
Sögusviðið er ekki fjarri Bjarna en
hann bjó í húsinu sem drengur og síð-
ar með eiginkonu sinni, sem var ráð-
herra, á árunum eftir hrun.
Steinar rifjar upp þegar hann bjó
með frændum sínum í Læknishúsinu,
þar sem undarlegir atburðir höfðu áð-
ur átt sér stað. Ýmis atriði, stór og
smá, sem fennt hafði yfir rifjast upp
þegar Steinar býr sig undir hlutverk
sitt sem tvíburapabba. Eftir að Stein-
ar og eiginkona hans Magdalena setj-
ast að í húsinu fer atburðarás af stað
sem tengist látnum íbúum hússins,
átökum í samtímanum og hælisleit-
anda sem reynir að búa nýfæddu
barni sínu öruggt skjól.
Aðalsöguhetjurnar eru hjónin og
Sigrún ráðherrabílstjóri. Þegar líður
á söguna fer hlutverk bílstjórans að
verða stöðugt viðameira þar
sem hún verður nokkurs kon-
ar sálfræðingur ráðherrans.
Steinar er áhugaverður
karakter en hann virkar oft
hálf grun- eða kærulaus um
hið slæma í náunganum, sem
kemur honum næstum því í
koll. Auk þess má segja að
sjálft Læknishúsið sé ein af
persónum sögunnar enda
mætti segja að án þess væri engin
saga og þá væri væntanlega auglýs-
ing hér á þessum stað í blaðinu.
Það er erfitt að lýsa framvindu sög-
unnar nánar án þess að missa frá sér
eitthvað sem gæti eyðilagt spennuna
og dulúðina fyrir þeim sem eiga eftir
að lesa. Þó er hægt að mæla með því
að sagan sé lesin í gömlu húsi þar sem
andi hinna liðnu er skammt undan.
Þannig má segja að lesandinn skapi
sitt eigið Læknishús.
Morgunblaðið/Eggert
Bjarni Bjarnason „Fjölskyldusaga, ættarsaga, spennusaga, draugasaga.“
Skáldsaga
Læknishúsið bbbmn
Eftir Bjarna Bjarnason.
Bjartur, 2018. Innb., 159 bls.
JÓHANN
ÓLAFSSON
BÆKUR
Spenna og dulúð
Tæpum 12 milljónum króna var út-
hlutað í 31 styrk til þýðinga bóka á
íslensku, í seinni úthlutun ársins,
segir í tilkynningu frá Miðstöð ís-
lenskra bókmennta. Á árinu var
alls úthlutað 20 milljónum til 50
þýðingaverkefna. Fyrir þessa
seinni úthlutun bárust alls 56 um-
sóknir og sótt var um rúmar 47
milljónir króna. Fjölgun umsókna
var jafnt í flokki skáldverka og
myndríkra barna- og ungmenna-
bóka.
Meðal verka sem hlutu þýð-
ingastyrki nú eru Great Expecta-
tions eftir Charles Dickens í þýð-
ingu Jóns St. Kristjánssonar;
Smásögur heimsins IV – Afríka,
ýmsir þýðendur; Emra’a enda nok-
tat el sifr eftir Nawal El Saadawi í
þýðingu Maríu Ránar Guðjóns-
dóttur; Qaanaaq eftir Mo Malö í
þýðingu Friðriks Rafnssonar og
Lacci eftir Domenico Starnone í
þýðingu Höllu Kjartansdóttur.
Nú voru í annað sinn veittir
styrkir til þýddra, vandaðra, mynd-
ríkra barna- og ungmennabóka.
Meðal styrktra verka eru The Polar
Bear eftir Jenni Desmond í þýðingu
Maríu S. Gunnarsdóttur, The Wiz-
ards of Once. Twice magic eftir
Cressida Cowell í þýðingu Jóns St.
Kristjánssonar, og Mein Lotta-
Leben eftir Alice Pantermüller í
þýðingu Herdísar M. Hübner.
Tólf milljónum úthlutað í styrki vegna þýðinga bóka
Cressida
Cowell
Charles
Dickens