Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 74
74 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Sindri Freysson, skáld og rithöf-
undur, býður lesendum að heim-
sækja fagran dal í nýútkominni
ljóðabók sinni, Skuggaveiði. Íslensk
náttúra er áberandi í bókinni en ekki
síður tilfinningar á borð við ást,
sorg, gleði og von. Sindri hefur hlot-
ið fjölda viðurkenninga fyrir skáld-
verk sín, þar má nefna Ljóðstaf Jóns
úr Vör sem hann hlaut fyrr á árinu.
Bókin er prýdd náttúruljósmyndum
sem Sindri sjálfur tók og eiga ljóðin
gjarnan vel við myndirnar sem eru
birtar við hlið þeirra.
– Náttúran virðist vera aðalyrkis-
efnið í bókinni og stílbrögð eins og
persónugerving náttúrunnar er
áberandi í ljóðunum. Er náttúran
helsti innblástur ljóðanna?
„Stundum fær maður betri sýn á
hlutina með því að snúa þeim á hvolf
eða strjúka öfugt,“ svarar Sindri.
„Ég velti því einhvern tímann fyrir
mér í haust hvernig ég myndi lýsa
Skuggaveiði og mér fannst besta
leiðin væri að segja frá því hvað hún
væri ekki um. Hún er ekki um fé-
lagsleg vandamál. Hún er ekki um
ofbeldi. Hún er ekki um misnotkun.
Hún er ekki um stjórnmál. Hún er
ekki um hörmungar. Hún er ekki um
líkamlega sjúkdóma. Hún er ekki
um andlega sjúkdóma. Hún er ekki
um vonleysi. Hún er ekki um áfengi
eða eiturlyf. Hún er ekki um ham-
farir. Hún er ekki um dauða og djöf-
ul. En það þýðir ekki að í henni séu
ekki brakandi ekta tilfinningar á
borð við ást og sorg og gleði og von,
því að hún er rík af öllum þeim
kenndum og fleiri til, um leið og hún
er kraftmikill ástaróður til náttúr-
unnar á ákveðnum stað á Norður-
landi og líka náttúrunnar eins og
hún birtist í samskiptum tveggja
einstaklinga í öllu sínu veldi eða með
öllu sínu ósagða og óræða. Ég vildi
miðla þeirri gleði og kærleik sem ég
skynja þarna og reyna þannig að
bjóða lesandanum með mér á fal-
legan stað. Ég vil ekki blanda tísku-
hugtaki á borð við núvitund í það, en
held og vona að það sé gott að ganga
inn í þessa bók og vera þar með
hugsunum sínum.“
– Bókin er skreytt fallegum nátt-
úrumyndum og ljóðin tengjast
gjarnan myndunum. Hver er sagan
á bak við myndirnar?
„Föðurfjölskyldan er ættuð frá
Haga í Aðaldal, þar sem Laxá renn-
ur fram hjá gjöful á fisk eða nísk á
hann eftir atvikum en alltaf glæsileg
og aldrei eins. Fyrir norðan geng ég
oft um svæðið og tek myndir og á
orðið mikið safn ljósmynda þaðan,
gjarnan af einhverju sem margir
teldu ekki myndrænt en höfðar til
mín. Mig langaði að hafa smá sýnis-
horn af þessum myndum með, því að
þær kallast vel á við ljóðin og stemn-
inguna sem kraumar í þeim. Þær
lífga líka upp á bókina og brjóta
hana skemmtilega upp.“
– Hvaðan kemur hugmyndin að
titli bókarinnar?
„Titill bókarinnar er sóttur í ljóð
hennar og það væri eiginlega hálf-
gerður „spoiler“ að útskýra hann.
Ég hef óbilandi trú á lesendum, og
þeirra túlkun og skilningur er full-
komlega jafn rétthár mínum eigin ef
út í það er farið. Bókin geymir sem
sagt svarið við þeim leyndardómi.
– Frostaveturinn mikli birtist í
bókinni. Hvernig tengir þú íslenska
náttúru við íslensku þjóðina, eða
manninn almennt?
„Já, eitt ljóðið nefnir frostavetur-
inn mikla fyrir hundrað árum, enda
var jökulkalt og snjóþungt á Norð-
urlandi á þeim tíma og mínir for-
feður fóru ekki varhluta af þeim hel-
vísku áskorunum sem fylgdu frekar
en aðrir. Frostaveturinn er líka
mjög myndrænn að mér finnst, ljóð-
rænn og sögulegur, því að hann er
svo gríðarlega ýktur í alla staði, svo
óhugsandi einhvern veginn. Hann
sýnir líka vel hversu örlög lands og
þjóðar eru samofin og hversu háð við
erum náttúrunni og á hennar valdi.
Við erum alltaf að berjast við hana
og hún við okkur, en hryggjarsúlan í
öllum okkar veruleika og lífsvon til
framtíðar er sú að við verðum að
gæta hennar, aðallega gegn okkur
sjálfum. Maður má ekki spilla því
eða skaða sem maður vill halda
áfram að njóta,“ segir Sindri.
Ekta tilfinningar og ást-
aróður til náttúrunnar
Skáldið Í Skuggaveiði býður Sindri Freysson lesendum á fallegan stað.
Ást og sorg, gleði og von í ljóðum Sindra Freyssonar
Morgunblaðið/Hari
Íslenskur glæpasagnaheimurhefur verið sællegt bú síðustuárin og hægt að velja á millispennubóka til að taka með í
háttinn á aðfangadagskvöld. Ný bók
Ármanns Jakobssonar, Útlagamorð-
in, sem jafnframt er hans fyrsta
glæpasaga er ein af þeim sem full-
nægja heilögustu lestrarstund
glæpasagnaaðdáenda.
Sagan gerist á litlum stað úti á
landi, þar sem ferðamenn eru fyrir-
ferðarmiklir, heimsækja þar meðal
annars jarð-
varmasetur,
sundlaug og veit-
ingastaðinn. Í
bænum finnst lík
ungs ferðamanns
sem ferðast með
hópi af jarðfræði-
stúdentum.
Til að komast í
návígi við glæp-
inn og vitni fer sérstök morðrann-
sóknardeild lögreglunnar staðinn og
heldur þar til meðan á rannsókninni
stendur, sem reynist flókin og dreg-
ur meðal annars fram fortíð einnar
lögreglukonunnar í bænum sem og
fortíð bæjarbúa og hvernig lítil sam-
félög geta leikið fólk grátt.
Í glæpasögum er oft einblínt á tvo
til þrjá lögreglumenn en í Útlaga-
morðunum eru fleiri en færri um at-
hyglina án þess að saga þeirra sé
yfirborðskennd eða að persónurnar
risti grunnt. Um leið fá bæjarbúar
sjálfir heilmikla sögu þrátt fyrir
nokkra mergð og gjöful frásögn af
alls kyns persónum gerir söguna
matarmikla og stækkar hóp grun-
aðra.
Skemmtilega er líka unnið með
umhverfi íslenskra ferðamannastaða
og húmorinn tætir ekkert af spenn-
unni en þarf ákveðinn hagleik að
geta vera lúmskt fyndinn og skopast
að vondum nöfnum á veitingastöð-
um, manngerðum sem lesa sam-
borgurum sínum pistill á Facebook
og ýmsum hlægilegum uppákomum
án þess að gefa afslátt af alvöru-
þrunginni spennu sem lesandinn á
að vera þungbúinn af.
Höfundur forðast klisjur glæpa-
sagna, líka hvað varðar lögreglu-
mennina sjálfa, gerir þá kannski að-
allega grín að storknuðum hug-
myndum þar. Hópurinn sem
rannsakar málið; Kristín, Bjarni,
Margrét, Njáll og Marteinn er mjög
forvitnilegur og lesandinn ekki
saddur af þeirra sögum heldur lang-
ar að hnýsast meira í þeirri líf að
sögu lokinni svo þetta er efnilegt
teymi fyrir framhaldsrannsóknir.
Sagan er vel skrifuð, samtöl
smellganga og fimlega unnið úr því
að færa yfirheyrslur lögreglu yfir í
lifandi upplifun í bókaform.
Potturinn og pannan í því að
glæpasaga sé góð er að lesandinn sé
ringlaður og detti ekki um lausn gát-
unnar áður en höfundur leyfir. Ár-
mann dirfist ekki að gefa of mikið í
skyn, togar lesandann sundur og
saman í ályktunum og gerir sér
grein fyrir því að afvegaleiddur les-
andi er þakklátur lesandi. Fléttan er
góð og þétt, því þrátt fyrir fjölda
persóna og lausra enda leysist frá-
sögnin aldrei upp í neinn glundroða,
er á góðum hraða og hvergi að
óþörfu dregið á langinn til að leika
sér að spenntum lesendum.
Morgunblaðið/Hari
Afvegaleiðir Ármann dirfist ekki að
gefa of mikið í skyn og togar lesand-
ann sundur og saman í ályktunum.
Frábært rann-
sóknarteymi
Glæpasaga
Útlagamorðin bbbbn
Eftir Ármann Jakobsson.
Bjartur, 2018. Innbundin, 328. bls.
JÚLÍA MARGRÉT
ALEXANDERSDÓTTIR
BÆKUR
Í nýrri úttekt lögfræðistofunnar
Hammarskiöld & Co, sem unnin var
að beiðni Sænsku akademíunnar
(SA), er fullyrt að Katarina Frosten-
son hafi rofið trúnað við SA með því
að upplýsa eiginmann sinn, Jean-
Claude Arnault, um komandi Nóbels-
verðlaunahafa og væntanlega nýja
meðlimi SA en slíkt er brot á stofn-
sáttmála SA. Úttektin var send Fros-
tenson 11. desember, en lekið til
sænskra fjölmiðla í fyrradag sem
leiddi til þess að SA valdi að birta
hana þá þegar opinberlega.
Í niðurlagi úttektarinnar mælist
lögfræðistofan til þess að Frostenson
dragi sig tafarlaust út úr öllu starfi
SA til frambúðar að öðrum kosti
verði henni vikið úr SA í samræmi
við stofnsáttmálann. Í samtali við
SVT sagðist Anders Olsson, starf-
andi ritari SA, ekki vilja tjá sig efnis-
lega um úttektina
fyrr en hún hafi
verið rædd á næsta
fundi SA hinn 17.
janúar.
Per E. Samuel-
son, lögmaður
Frostenson, lét í
fjölmiðlum hafa
eftir sér að úttekt-
in væri „full-
komlega ómark-
tæk“ sökum þess að viðmælendur
væru allir nafnlausir. Horace Eng-
dahl, vinur Arnault og Frostenson, er
sömu skoðunar og segir ónafn-
greindan vitnisburð ekkert vægi hafa.
Í framhaldinu stigu m.a. Anna Kölén
og Klas Östergren fram og upplýstu
að þau væru meðal viðmælenda
lögfræðistofunnar sem bæru Arnault
og Frostenson sökum. „Þrátt fyrir að
hún [Frostenson] hafi ekki brotið
stofnsáttmálann er hún tilbúin að
ræða framtíð sína innan SA. Við vilj-
um að SA þroskist og hætti þessum
sirkus svo hægt sé að deila út Nóbels-
verðlaunum á næsta ári,“ segir
Samuelsson og tekur í viðtali við
SVT fram að Frostenson sé tilbúin að
hætta í SA af sjálfsdáðum í seinasta
lagi 28. desember ef hún fái í staðinn
„bætur af þeirri stærðargráðu að
hún geti helgað sig ljóðaskrifum.“
Blaðamaður Kristianstadsbladet
hafði þegar í október heimildir fyrir
því að fulltrúar Nóbelsstofnunar-
innar og sænsku hirðarinnar vildu að
SA byði Frostenson fé gegn því að
hún hætti í SA. Á þeim tíma neituðu
allir fréttinni, en í samtali við sænsku
fréttaveituna TT staðfestir Olsson að
þessi lausn sé nú til skoðunar.
silja@mbl.is
Frostenson reiðubúin að semja um starfslok sín hjá SA
Katarina
Frostenson