Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 78
78 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Menn eru að berja í sig jákvæðni,
kjark og gleði,“ segir Jóhann Sig-
urðarson, leikari og söngvari, um
sjómenn fyrri tíma, sem tjáðu til-
finningar sínar gjarnan með gleði-
og saknaðarsöngvum, þar sem
miklar tilfinningar fylgdu lífinu úti
á sjó. Jóhann söng inn á og gaf ný-
verið út ásamt Friðriki Sturlusyni
plötuna Flottasta áhöfnin í flot-
anum. Á plötunni er samansafn af
frumsömdum og sígildum sjó-
mannalögum og snúast þau að
miklu leyti um líðan manna sem
stunda sjóinn og aðstandenda
þeirra.
Friðrik er höfundur flestallra
texta og laga. Guðmundur Jónsson
samdi tvö laganna en Gunnar Þórð-
arson og Guðmundur Árnason
sömdu einnig sitt lagið hvor.
„Friðrik átti þessi lög niðri í
skúffu og hafði samband við mig.
Hann hafði verið að safna þeim í
gegnum tíðina og vildi koma þeim í
fast form,“ segir Jóhann.
Platan er tekin upp á tónleikum
hljómsveitarinnar sem fram fóru í
Salnum í Kópavogi, en þar söng Jó-
hann Sigurðarson öll lögin við und-
irleik þeirra Birgis Nielsen, Frið-
riks Sturlusonar, Karls Olgeirs-
sonar, Ástvalds Traustasonar og
Péturs Valgarðs Péturssonar.
Lögin á plötunni eru fjöl-
breytileg, bæði gleði- og sakn-
aðarsöngvar en einnig lýsingar á
aðstæðum úti á sjó, að sögn Jó-
hanns. Menn sigli í land gegnum
allskonar brimskafla, í gegnum
norðanbál og norðanhríð.
Kljást við ýmsar aðstæður
„Menn eru að kljást við ýmsar að-
stæður og að leysa úr því. Pabbi var
sjómaður í 25 ár, þannig að ég ákvað
að skila þessu af mér, mínum hugs-
unum og því sem maður ólst upp við.
Þarna koma fram allskonar trega-
fullar og gleðifullar tilfinningar og
hugsanir. Þetta passaði ósköp vel
saman þegar Friðrik hafði samband
við mig og kynnti þetta efni,“ segir
Jóhann.
Aðspurður hvort fólk hafi tjáð sig
mikið um tilfinningar sínar á þeim
tíma sem sungið er um segir Jóhann
lítið hafa verið um það en þeir hafi
frekar hugsað sitt í ljóði.
„Það kemur meira fram í textum
og lögum að menn ímynda sér hugs-
anir og líðan manna, þó að þeir hafi
kannski ekki beint sagt frá því, nema
í lögum og ljóðum.
Hann segir að þegar hann var ung-
ur hafi menn oft verið ansi lengi úti á
sjó, eitt sinn hafi faðir hans verið
meira og minna úti á sjó í 13 mánuði.
„Menn komu í land og það var
stundum engin regla á því, þannig að
viðskilnaðurinn var oft ansi langur.
Þetta var náttúrlega allt öðruvísi en í
dag, þó að margir séu úti á sjó í heilan
mánuð. Þegar faðir minn var þarna
var þetta miklu lengri útivera.
Svo eru náttúrlega farmenn sem
sigla á flutningaskipum milli landa,
þeir geta verið ansi lengi í förum.
Lögin geta líka höfðað til þeirra.“
Á sjómannadaginn í sumar verða
tónleikar haldnir í Hörpu og mun Jó-
hann syngja þar lög af plötunni í til-
efni dagsins. „Platan er komin í Hag-
kaup og verður brátt aðgengileg á
Spotify,“ segir hann.
Morgunblaðið/Ómar
Söngvarinn „Þarna koma fram allskonar tregafullar og gleðifullar tilfinn-
ingar og hugsanir,“ segir Jóhann Sigurðarson um textana sem hann túlkar.
Syngja um líðan
manna úti á sjó
Jóhann Sigurðarson syngur með
Flottustu áhöfninni í flotanum
Atvinna
Anna and the
Apocalypse
Metacritic 72/100
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 22.20
Love is all
IMDb 4,5/10
Bíó Paradís 20.00
Bird Box
Metacritic 60/100
IMDb 6,7/10
Bíó Paradís 20.00
Suspiria
Metacritic 64/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 21.00
Roma
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 95/100
IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 18.00
Cold War
Metacritic 90/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 17.30
The Guilty
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 82/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 22.30
Heart is not a
servant
Bíó Paradís 18.00
Aquaman 12
Arthur Curry kemst að því
að hann er erfingi neð-
ansjávarríkisins Atlantis, og
þarf að stíga fram og verða
leiðtogi þjóðar sinnar.
Metacritic 53/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 16.20,
16.40, 19.20, 19.40, 20.30,
22.20, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.00,
19.00, 20.00, 22.00, 23.00
Sambíóin Kringlunni 16.20,
19.20, 22.20
Sambíóin Akureyri 16.40,
19.40, 22.40
Sambíóin Keflavík 19.30,
22.20
Smárabíó 16.00, 16.40,
19.00, 19.30, 22.00, 22.40
Creed II 12
Metacritic 67/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Sambíóin Egilshöll 22.40
Sambíóin Kringlunni 22.15
Sambíóin Akureyri 22.40
The Old Man and the
Gun 12
Metacritic 80/100
IMDb 7,3/10
Háskólabíó 18.20
Bohemian
Rhapsody 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,4/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Smárabíó 19.40, 22.20
Háskólabíó 20.30
The Sisters
Brothers 16
Á sjötta áratug nítjándu ald-
arinnar í Oregon er gulleit-
armaður á flótta undan hin-
um alræmdu
leigumorðingjum, the Sis-
ters Brothers.
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Borgarbíó Akureyri 22.00
A Star Is Born 12
Kvikmyndastjarna hjálpar
ungri söngkonu og leikkonu
að slá í gegn, þó svo að ferill
hans sjálfs sé á hraðri niður-
leið vegna aldurs og áfengis-
neyslu.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Kringlunni 16.45,
19.30
Kona fer í stríð
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 81/100
IMDb 7,6/10
Háskólabíó 18.00
Lof mér að falla 14
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,8/10
Háskólabíó 20.40
Ralf rústar
internetinu Sugar Ruch spilasalurinn er í
rúst, og Ralph og Vanellope
þurfa að bregða sér á inter-
netið til að endurheimta hlut
sem nauðsynlegur er til að
bjarga leiknum.
Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Laugarásbíó 14.00, 17.00
Sambíóin Álfabakka 15.30,
17.30, 18.00, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 17.00
Sambíóin Akureyri 17.00
Smárabíó 15.30, 16.50
The Grinch Trölli lætur það fara í taug-
arnar á sér þegar fyrrverandi
nágrannar hans byrja að
skreyta fyrir jólin, kaupa
gjafir og gleðjast.
Laugarásbíó 13.50, 15.50,
17.50
Smárabíó 15.00, 17.20
Háskólabíó 18.10
Borgarbíó Akureyri 17.30
The Nutcracker and
the Four Realms
Það eina sem Clara vill er
lykill - einstakur lykill sem
mun opna kassa með ómet-
anlegri gjöf frá móður henn-
ar heitinni.
Metacritic 39/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Álfabakka 15.20
Eftir Sextíu mínútna stríðið lifir borgarbúar á
eyðilegri jörðinni, með því að færa sig á mili
staða á risastórum farartækjum, og ráðast á
smærri þorp.
Metacritic 48/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 14.00, 17.00, 19.50, 22.30
Sambíóin Álfabakka 17.00, 19.40, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Keflavík 19.30, 22.10
Smárabíó 19.30, 22.30
Háskólabíó 18.00, 20.50
Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30, 22.00
Mortal Engines 12
Fantastic Beasts: The Crimes of
Grindelwald
Bönnuð börnum yngri en 9 ára.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 57/100
IMDb 7,7/10
Sambíóin Álfabakka
16.20, 19.40
Sambíóin Egilshöll
20.00
Sambíóin Kringlunni
19.30, 22.15
Sambíóin Akureyri 19.40
Widows 16
Fjórar konur taka á sig skuld-
ir sem orðið hafa til vegna
glæpaverka eiginmanna
þeirra, taka síðan málin í sín-
ar hendur og byggja upp nýja
framtíð.
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 84/100
IMDb 7,5/10
Smárabíó 22.40
Háskólabíó 20.20
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio