Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018
Bryndís Björgvinsdóttir er höf-
undur texta bókarinnar. Hún er
þjóðfræðingur að mennt og kennari
við Listaháskóla Íslands og Háskóla
Íslands. Hún hlaut íslensku bók-
menntaverðlaunin 2015. Svala
Ragnarsdóttir
tók mynd-
irnar í bók-
inni. Hún býr
og starfar í
London þar
sem hún hef-
ur unnið til
verðlauna fyr-
ir ljósmyndir
af bygginga-
framkvæmdum í íslenskri náttúru.
Tilvísunum er sleppt í köflunum
sem hér birtast.
Álfaklettur við Merkurgötu
Við Merkurgötu er stór álfaklett-
ur eða álfasteinn sem við fyrstu sýn
virðist standa úti á miðjum akvegi.
Vegurinn sveigist hins vegar og
þrengist við steininn áður en hann
breiðir úr sér aftur. Sagan segir að
til hafi staðið að brjóta klettinn nið-
ur árið 1937 vegna framkvæmda en
að það hafi verið hægara sagt en
gert þar sem í honum bjó hulduvera
sem hugsaði sér ekki til hreyfings.
Járnkarl sem notaður var til verks-
ins festist í klettinum og „mikil
ógæfa helltist yfir vinnumenn þá
sem áttu að fjarlægja hann“. Járn-
karlinn situr enn á sínum stað og
kletturinn nýtur nú hverfisverndar
sökum „fegurðar og mikilvægis“.
Á sjöunda áratugnum var rætt að
nýju um staðsetningu álfaklettsins.
Þá stóð til að malbika Merkurgötu
og „kom upp sú umræða að taka
ætti eitthvað af þessum álfakletti til
að breikka götuna“, segir Anna
Vala Arnardóttir, íbúi við götuna.
Sú umræða fór fram þegar Anna
Vala var barn að aldri og tók hún
þá þátt í að stofna Álfaklettafélag
með öðrum börnum úr hverfinu.
Þau héldu fundi þar sem mótmæla-
bréf voru rituð og tombóla haldin
svo kaupa mætti málningu á kröfu-
spjöld. Þótt félagið hafi nú lagt upp
laupana segist Anna Vala enn bera
mikla virðingu fyrir steininum.
Hafnarfjarðarbær virðist deila
skoðun hennar því steininn má nú
finna inni á deiliskipulagi en sam-
kvæmt lögum um skipulagsmál er
hægt að vernda menningarsögulega
staði vegna menningarlegs gildis.
Slík svæði eru skilgreind sem hverf-
isvernduð svæði án þess að um lög-
formlega friðun sé að ræða. Í dag
nýtur steinninn slíkrar verndar en
þó má nefna að eitthvað hefur eðli
klettsins vafist fyrir höfundum
skipulagsins því þar er hann kall-
aður „álfaklettur“ – innan gæsa-
lappa.
Um klettinn við Merkurgötu gild-
ir sama regla og um aðra íverustaði
álfa og huldufólks; honum má ekki
raska á nokkurn hátt. Fjölmargar
sagnir eru til af hulduverum búsett-
um í steinum og klettum sem segja
frá afdrifum þeirra manna sem
standa að framkvæmdum við íveru-
staði þeirra með ólukkulegum ár-
angri: endurtekin slys verða á fólki
og undarlegar bilanir eða skemmdir
gera vart við sig í tækjabúnaði.
Stundum er um að ræða vegafram-
kvæmdir en húsbyggingar og aðrar
smærri framkvæmdir koma einnig
við sögu. Í öllum þessum tilvikum
eiga breytingar sér stað á fyrra
skipulagi eða fyrra samkomulagi
álfa og manna. Að Merkurgötu ber
járnkarlinn í steininum vitni um til-
raunir mannsins til breytinga á um-
hverfi sínu og sögnin sem fylgir
minnir ekki aðeins á bannhelgina
heldur einnig ógæfuna sem á það til
að hellast yfir menn sem virða hana
að vettugi.
Hamarinn I
Ef litið er til gamalla og nýrra
sagna frá Hamrinum í Hafnarfirði
er þetta helsta kennileiti bæjarins
hvorki meira né minna en álfahöll.
Nágrannar Hamarsins hafa talið sig
sjá þar hávaxna og glæsilega hvít-
klædda huldukonu eða jafnvel: álfa-
drottningu. Stundum fylgir sögunni
að hún skarti fögru silfurbelti. Mið-
illinn Margrét Thorlacius á Öxna-
felli bjó um tíma við Hamarinn en
hún sagðist hafa flutt í Hafnarfjörð
og við Hamarinn eftir að hafa feng-
ið vitrun. Lýsingar hennar á íbúum
Hamarsins eru þó aðeins lág-
stemmdari en margra annarra: „Ég
sá inn í þessa hæð og klettinn,
Hamarinn, eins og hann er nefndur.
Álfaborgin er í klettinum – þar er
öllu heldur huldufólk. Það er alveg
eins og við.“ En hvort sem Ham-
arinn hýsir álfahöll og drottningu
eða fábrotnari huldufólksbyggð þá
er engum blöðum um það að fletta
að Hamarinn er þekktasta álfa-
byggð Hafnarfjarðar og að flestar
álfasagnir bæjarins tengjast hon-
um.
Halldóra Pálmarsdóttir ólst upp
að Brekkugötu 7 undir Hamrinum.
Hún varð vör við ferðir álfadrottn-
ingarinnar í Hamrinum þegar hún
var 11 ára að aldri, á níunda áratug
síðustu aldar. „Tilfinningin var
næstum því ólýsanleg,“ segir Hall-
dóra um þessi óvæntu kynni:
„Það er eins og tíminn hafi hægt
á sér og ég lít upp, sný höfðinu
hægt og rólega til hægri og horfi
fram í skæra birtuna sem myndast
hefur í forstofuherberginu. Hún er
hávaxin og glæsileg. Klæðist síðum
hvítum kjól og með grátt liðað hár
niður fyrir axlir. Hún hefur langar
og fallegar hendur, grannt andlit.
Beinaber. Hún gengur tignarlega
um forstofuna og inn í eldhúsið.
Hún lítur ekki á mig eitt augnablik.
… Ég hef heyrt talað um hana og
veit að hún býr í Hamrinum. Hvaða
erindi hún á við mig í kvöld hef ég
ekki hugmynd um.“
Í dag setur Halldóra þessa und-
arlegu upplifun í samhengi við sinn
eigin ótta en þetta tiltekna kvöld
hafði hún verið ein heima í fyrsta
skipti. Hún segist hafa verið upp-
tekin af þeirri staðreynd og haft
áhyggjur af eigin myrkfælni áður
en heimsóknin átti sér stað. Hall-
dóra varð skelfingu lostin þegar
hún sá veruna – en á sama tíma
fann hún fyrir aðdáun og lotningu.
Árið 2016 fór Halldóra á stúfana
og skoðaði reynslusögur annarra
íbúa við Brekkugötu en hún vann
þá að BA-ritgerð um álfasagnir
undir Hamrinum. Hún komst að því
að flestar sagnirnar þaðan fjalla um
heimsóknir álfa í mannabústaði þó
ein sögn hafi varðveist um heim-
sókn bónda nokkurs í Hamarinn. Í
skrifum sínum bendir Halldóra
jafnframt á að álfar séu álitnir vera
framandi en á sama tíma dvelja þeir
í túnfætinum eða aðeins rétt til hlið-
ar við okkar nánasta umhverfi. Álf-
arnir í Hamrinum eru því að segja
má nágrannar þeirra sem við hann
búa og geta sem slíkir reynst vel. Í
því samhengi má minnast á þá
hjátrú sem lifir undir Hamrinum að
þar slasist börn ekki við leik því álf-
arnir gæti þeirra.
Álfaklettafélag og huldukona með silfurbelti
Bryndís Björgvinsdóttir og Svala Ragnarsdóttir
velta fyrir sér álfatrú á okkar tímum í bókinni
Krossgötum – álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi
á Íslandi sem Bjartur gefur út. Í bókinni segja
þær frá álfasteinum, huldufólksklettum,
dvergasteinum og öðrum bannhelgum
stöðum um allt land í máli og myndum.
Ljósmynd/Svala Ragnarsdóttir
Álfabyggð Hamarinn í Hafnarfirði er eitt helsta kennileiti bæjarins og hvorki meira né minna en álfahöll.
Álfaklettafélag Við Merkurgötu er stór álfaklettur og í honum járnkarl sem sat svo fastur í klettnum 1937 að nið-
urbrotsmenn urðu frá að hverfa. „…sögnin sem fylgir minnir ekki aðeins á bannhelgina heldur einnig ógæfuna …“