Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Side 2
Verður uppistand á fullveldisafmælinu?
Við erum sögusafn og eitt af okkar hlutverkum er að minnast sögu-
legra atburða, sem við gerum oft og reglulega með ýmsum hætti, en
ég held ég geti fullyrt að við höfum aldrei minnst jafn merkilegs at-
burðar og sjálfs fullveldis Íslands með uppistandi. Það er líka svo
bráðhollt að halda í húmorinn og gleðina. Þótt við starfsfólk safnsins
stöndum vissulega í þeirri trú að við séum bráðfyndin þá fengum
við til öryggis fagmann í verkið og því mætir Ari á Árbæjarsafn
laugardaginn 1. desember kl. 13. Hann ætlar að segja okkur upp
og ofan um fullveldið og samband Íslendinga og Dana og fer
örugglega um víðan völl eins og honum einum er lagið. Að-
gangsmiði á safnið gildir inn á uppistandið og reglan verður
„fyrstur kemur fyrstur fær“ en eðli málsins samkvæmt þá
komast engir risahópar inn í húsin á Árbæjarsafni.
Stefnið þið á að hafa fleiri uppákomur sem
þessar?
Við höfum alltaf augun opin fyrir nýjum tækifærum til
þess að miðla fróðleik á skapandi og lifandi hátt svo já ætli
ég verði ekki bara að játa því. Við brydduðum til dæmis
upp á þeirri nýjung í ár að halda upp á hrekkjavöku sem
vakti gríðarlega lukku og heppnaðist vonum framar.
Sumir voru reyndar dálítið hissa á því að hið rótgróna
Árbæjarsafn skyldi taka þátt í þessum nýja sið en
þegar betur er að gáð þá er hann alls ekki svo nýr.
En hvað er svo sem að því að taka upp nýja siði?
Söfn mega ekki halda svo fast í hefðir að engu megi
út af breyta heldur eiga þau að taka þátt í sí-
breytilegu og fjölþjóðlegu samfélagi og tala við
gesti á þann hátt að þeir hafi bæði gagn og gaman af.
Er eitthvert eitt hús í uppáhaldi?
Það er erfitt að velja eitt hús því það er bara alveg sérstakt
að ganga inn í öll húsin á Árbæjarsafni og reyna að ímynda
sér hvernig var að lifa við þessar aðstæður. Sum húsin eru
heldri manna hús en önnur eru svo hrá og kuldaleg, lítil og
óvistleg að maður skilur ekki hvernig hægt var að ala upp lítil
börn eða almennt draga fram lífið við þessar aðstæður. Það er magn-
að að fara í huganum aftur í tímann inni í húsum Árbæjarsafns. Hins
vegar get ég viðurkennt að ég stoppa óþarflega oft við í Krambúðinni
þar sem sykraðar freistingar liggja í skálum um víð og dreif. Þessar
ferðir kalla ég gæðapróf því einhver þarf að taka það á sig að kanna
hvort karamellurnar séu ekki örugglega ennþá mjúkar.
Hverju megum við búast við fyrir jólin á safninu?
Árbæjarsafn lifnar við á jóladagskránni sem hefst kl. 13 og stendur til
kl. 17 sunnudagana 9. og 16. desember. Húsfreyjurnar í litlu safnhús-
unum bjóða gestum upp á ilmandi hangikjöt og laufabrauð og allt heim-
ilisfólk leggur kapp á það að undirbúa jólin með ýmiskonar handverki.
Skósmiðir, eldsmiðir og gullsmiðir sitja að störfum og fylgjast má með því
þegar kerti eru steypt upp á gamla mátann. Fjölskyldur geta sest niður og
föndrað fallegt jólaskraut og börnin fá tækifæri til þess að láta teyma undir
sér hest. Kaffihús safnsins er opið og þar er hægt að fá dýrindis veitingar
með jólalegu ívafi. Klukkan 15 er svo fastur liður að fólk safnast saman á
torginu við jólatréð og dansar og syngur saman jólalögin sem allir kunna.
Jólasveinar hafa undantekningalaust ratað á safnið á þessum dögum,
sennilega renna þeir á hangikjötslyktina, og þótt þeir séu ferlega
hrekkjóttir þá eru þeir góðir inn við beinið og finnst gaman að tala við
krakkana.
ÁGÚSTA RÓS ÁRNADÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Ekkert að nýjum siðum
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Upptökur af samtali nokkurra þingmanna á krá í miðborginni sem rataðhafa í fjölmiðla eru meira en lítið vandræðalegar. Það sem sagt er ogskrafað um annað fólk veitir ákveðna innsýn í hugarheim þeirra sem
tala og stemninguna sem ríkir þeirra á milli. Og eiginlega tek ég til baka að
þetta sé vandræðalegt, þetta er svo miklu meira en það. Alvarlegt er betra orð.
Við sem eigum börn vitum hve mikil orka og tími getur farið í það að hafa
áhyggjur af öllu mögulegu. Oft eru áhyggjurnar óþarfar en ekki alltaf. Áhyggj-
ur af því hvernig þau koma fram við aðra og hvernig komið er fram við þau eru
hluti af því að vera foreldri. Við viljum vanda okkur og kenna börnunum að
greina rétt frá röngu, og það getur
tekið á. Eflaust dreymir alla foreldra
um að börnin þeirra verði ekki fyrir
neinu, að þau lendi ekki í stríðni eða
ofbeldi, þeim þurfi ekki að líða illa.
Kannski óraunhæft, en svona hugs-
um við flest. Fari svo að þau verði fyr-
ir aðkasti eða leiðindum þá vonum við
að þau eigi vini sem styðja þau, að
einhver úr hópnum taki upp hansk-
ann fyrir þau og segi „Hey, svona töl-
um við ekki!“
Í öðru lagi vonum við auðvitað að
okkur lánist að ala þau nægilega vel
upp til að þau verði ekki fólkið sem
situr í hópi og talar illa um aðra, rakkar niður, kallar illum nöfnum, beitir of-
beldi eða niðurlægir. Við viljum jú kenna þeim að svoleiðis gerir maður ekki,
hvorki í andlitið á fólki né bakvið það.
En svo er líka það þriðja, sem er að við sem foreldrar viljum ala börnin okkar
þannig upp að þau verði fólkið sem stendur upp frá borðinu þegar illar tungur
gerast háværar. Okkur dreymir um að upplegg barnanna okkar í bland við
uppeldið, sem við flest reynum að byggja eftir bestu getu á réttsýni og mann-
gæsku, skili þeim því að þau taki ekki þátt í að hafa annað fólk að háði og spotti.
Að þau hafi bein í nefinu til að standa upp þegar aðrir eru dregnir niður í svaðið
og segja „Hey, viltu hætta að uppnefna vin minn!“
Eins alvarlegt og það er að fullorðin manneskja sitji í hópi vinnufélaga (þing-
menn vinna jú allir saman á alþingi) og kalli fjarstadda félaga „húrrandi klikk-
aða kuntu“ og „helvítis tík“ þá er jafnvel enn ömurlegra að hugsa til þess að
enginn hafi staðið upp frá borðinu og sagt „Hey, svona tölum við ekki“.
Áhyggjur af börnunum okkar eru sem betur fer oftast ó́þarfar en það er full
ástæða til að hafa áhyggjur af þingmönnum þjóðarinnar.
Stundum þarf að minna
börnin á að hegða sér ekki
eins og fullorðna fólkið.
Þeirra háttur, að vaða í
drullupollum, er gáfulegri
en gjörðir fullorðinna.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Af hverju sagði
enginn „hey“?
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Við sem foreldrar vilj-um ala börnin okkarþannig upp að þau verðifólkið sem stendur upp
frá borðinu þegar illar
tungur gerast háværar.
Hrönn Hauksdóttir
Ég held það. Ég er samt ekki sátt
við svona ólöglegar upptökur.
SPURNING
DAGSINS
Eiga
Klaustur-
þingmenn
að segja af
sér?
Aðalsteinn Jónsson
Það liggur í augum uppi.
Sólrún Ósk Sigurðardóttir
Já. Mér finnst þeir hafa brotið
gegn samþingmönnum sínum og
almenningi.
Sigurður R. Ragnarsson
Segir það sig ekki sjálft? Orðstír
hveim er sér góðan getið hefr,
deyr aldregi.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Morgunblaðið/RAX
Ágústa Rós er verkefnastjóri viðburða
hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur.