Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Qupperneq 15
sem angra mann því ef maður ræðir þá ekki þá dregur það mann smám saman niður. Það hef- ur hjálpað mér mikið í fótboltanum og í fjöl- skyldulífinu að kunna betur að tjá mig, við til dæmis Kristbjörgu og Óliver eldri son minn, bara það að spjalla við hann og spyrja hvernig hann hafi það, heyra hvernig Kristbjörg hafi haft það yfir daginn, ég hef slípast til. Seinna meir, þegar Tristan, yngri sonur minn, hefur aldur til er ég fær um að spjalla á sama hátt við hann. Áður var það þannig að ég spurði fólk ekki um líðan þess, það var ekki það að ég hefði ekki áhuga, ég var bara ekki að hugsa lengra, að það væri gott og ofhugsaði hlutina oft innra með mér í stað þess að bara færa þá í orð og ræða þá. Ég er miklu næmari í dag fyrir líðan annarra, skynja betur þegar aðrir eru niður- dregnir og er ekki eins lokaður með að ræða það.“ Aron er hjá íslenskum sálfræðingi sem hann talar við um það bil einu sinni í mánuði í gegn- um FaceTime. Hann nefnir sem dæmi um hvernig sálfræðingurinn hafi aðstoðað hann við að sjá hlutina í nýju ljósi, þegar hann var að fást við meiðsl í byrjun þessa tímabils hjá Cardiff. „Mér leið hálfpartinn eins og ég hefði svikið þjálfarann sem hafði barist fyrir að ég fengi nýjan samning og svo var ég bara meiddur. Ég fór hálfpartinn að fela mig fyrir honum, varð fjarlægur og forðaðist hann á æfingasvæðinu. Sálfræðingurinn sagði mér einfaldlega að hætta að fela mig og fara bara og ræða við þjálfarann hvernig mér liði, sem og ég gerði, viðurkenndi að ég hefði forðast að mæta hon- um því mér liði illa yfir þessu. Hann þakkaði mér einfaldlega fyrir og sagðist hafa fundið það á mér að ég væri að fjarlægjast. Þetta samtal breytti öllu, ég varð aftur sama persón- an í kringum strákana í búningsklefanum, fór að grínast aftur og slaka á. Þetta er gott dæmi um að ofhugsa ekki hlutina heldur létta bara á sér.“ Orðin sem sitja eftir Aron gerir stærstu köflunum í sögu landsliðs- ins vel skil í bókinni, bæði sumrinu á EM í Frakklandi og HM í sumar. Þrátt fyrir að nær öll þjóðin viti sögu Íslands á þessum mótum er talsvert öðruvísi að sjá þá út frá sjónarhóli fyrirliðans. Það skín í gegn í frásögninni hvað þjóðin hefur haft mikil áhrif á stemninguna í liðinu og hve mikla orku Aron fær frá stuðn- ingsfólkinu, það er mjög einlægt af hans hálfu í frásögninni og ekki hægt að spyrða það saman við neinar tuggur eða klisjur. Fólkið og skila- boðin sem hann hefur fengið frá því úti á götu eða í skilaboðum hefur raunverulega haft áhrif á hann og hvatt hann. Af mörgu er Aroni sér- staklega minnisstætt þegar eldri maður stopp- aði hann í World Class í Laugum og spurði hann hvort hann væri ekki Aron Einar. Aron jánkaði því og þá sagði maðurinn: „Ég hef nú aldrei haft áhuga á ykkur, spark- andi boltanum um einhvern völl í alltof þröng- um stuttbuxum og flúraðir út um allt, en það sem ég hef áhuga á er hversu flottir þið eruð utan vallar, hvernig þið talið um náungann og hversu góðar fyrirmyndir þið eruð.“ Þess má geta að Aron reyndi að fela tattúin undir þess- um orðum mannsins sem bætti við: „Þú sérð það að þetta er augnablikið ykkar. Þið skuluð nýta ykkur það – brosið og þá sameinast þjóð- in loksins aftur.“ „Ég held að undirmeðvitundin taki þessi skilaboð svolítið djúpt inn og þetta litla atvik hafði mikil áhrif, bara hversu einlægt og gott spjall þetta var og ég hef oft síðar hugsað til þessara orða.“ Aron hefur líka sótt stuðning til fólks að fyrra bragði. Fyrir mikilvægan leik hringdi hann í Ólaf Stefánsson handboltakappa, hafði þá verið með númerið hans í heilt ár í símanum og hann kynnti sig. Helst hafði hann áhuga á að fá að heyra eitthvað um margfrægar pepp- ræður Ólafs fyrir leiki og hvort hann gæti ekki nýtt sér ráð frá landsliðsfyrirliðanum fyrrver- andi. Ólafur var hálfhissa á að Aron skyldi vera að biðja sig um ráð – sagði honum að þeir væru bara frábærir og að gera allt hárrétt – til hvers að breyta til? Aron ræðir í bókinni hvað þetta hjálpaði honum mikið. Stærstu mistökin Það er farið að síga á síðari hluta spjallsins. Þetta hafa verið dýrmætir dagar heima á Ís- landi, Aron og Kristbjörg náðu til dæmis að fá pössun og fara út að borða en þegar þau eru úti eru þau heimakær og fjölskyldulífið er á toppnum þegar það er frí. Aron segir til dæmis að hans stærstu mistök í lífinu hafi verið að vera ekki viðstaddur fæðingu eldri sonar síns og taka leik með landsliðinu fram yfir, sem honum þótti þá það mikilvægur að hann gæti tekið sénsinn á að Kristbjörg myndi ekki fæða á meðan. Slíkt á aldrei aftur eftir að gerast, fótbolti er ekki það mikilvægur að hann sé svona mikilvægur, hann hafi lært af þessari reynslu þótt það hafi verið dýrkeypt. „Þegar ég finn fyrir að fólk er þakklátt mér í tengslum við fótboltann veit ég að Kristbjörg á risastóran part í því, hún á mikið hrós skilið, mín stærsta stoð og stytta og algjör sálufélagi og mikil forréttindi að njóta stuðnings hennar í gegnum þau meiðsli sem ég þurfti að kljást við fyrir til dæmis HM.“ Hvernig ertu í skrokknum núna? „Ég er ágætur, það er langt frá því að ég sé 100 prósent en það er partur af því að vera í fótboltanum. Ökklinn er góður núna og vökv- inn farinn úr hnénu. Vissulega hefði ég getað farið í aðgerð sem hefði gert meira á sínum tíma, þarna skömmu fyrir HM, en þá hefði ég þurft að vera frá í marga mánuði og ekki farið á mótið. Þetta var einfaldlega fórn sem ég ákvað að færa, fyrir eitthvað sem ég upplifi kannski aldrei aftur.“ Að lokum. Hvernig meturðu stöðu lands- liðsins? „Það hefur verið gangur í leikjunum hjá okkur, nýr þjálfari kominn inn með sínar áherslur og Freyr auðvitað búinn að vera í kringum liðið í svolítinn tíma og veit hvað gild- ir við vinnuna. Við erum búnir að vera að fást við ótrúlegustu meiðsli og topplið á FIFA- leiklistanum svo þetta hafa ekki verið nein slorlið sem við höfum verið að mæta á árinu. Ég hef engar áhyggjur en við þurfum samt að líta í eigin barm og ná í þessi gildi okkar sem komu okkur á þessi stórmót. Það er hugur og hungur í mönnum að ná aftur þangað, okkur langar að upplifa það aftur með þjóðinni. Ég er mjög spenntur fyrir nýju ári með landsliðinu.“ „Þetta getur verið mjög einmanalegt sport og að vera að kljást við meiðsli, eins og við íþróttamenn lendum í, getur líka verið mjög erfitt því þá er maður í kapphlaupi við að ná sér góðum, til að ná inn í liðið. Á þeim tímum sem ég var að ströggla með fé- lagsliðinu hélt landsliðið mér gangandi.“ Aron Einar og Arnór Þór hafa alla tíð verið afar nánir, hálfpartinn eins og tvíburar. Á ferðalagi með fjöl- skyldunni fyrir afrakst- ur Moggaútburðarins. Fermingardeginum fagnað hátíðlega á Akureyri. 2.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Svo kláraðist myndatakan og ég komst loksins úr hólknum. Ég klæddi mig, tók upp hækjurnar og rölti fram. Þegar ég kom inn í herbergið var andlit Kristbjargar það fyrsta sem ég sá – og hún brosti. Það létti yfir mér á einu augnabliki, örugg- lega sterkar en nokkru sinni á æv- inni. Allar myrku hugsanirnar sem höfðu fyllt hausinn á mér á síðustu 24 tímum sópuðust burt. Ég brotn- aði gjörsamlega niður. Það að ég ætti von, vonarglætu, endurspegl- aðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu. Ég hágrét, vitandi að ég ætti ein- hvern séns. Ég settist niður og skurðlæknir- inn byrjaði að reyna að útskýra fyr- ir mér niðurstöðu myndatökunnar. „… er það í lagi þín vegna? spurði hann. Ég leit á hann. „Ha? Hvað ertu að meina?“ Ég hafði gjörsamlega dottið út og varla meðtekið neitt. Hann endurtók sig: „Það er rifa í liðþófanum, Aron, og rifni hlutinn hefur færst úr stað innan hnésins. Þetta er kallað bucket-handle tear.“ Ég kinkaði kolli, reyndi að ein- beita mér. „Þetta kallar á aðgerð, en það er tvennt í stöðunni. Annar möguleik- inn er að fjarlægja rifna hlutann, það er að segja, snyrta liðþófann til. Hinn möguleikinn er meiri viðgerð þar sem flipinn sem rifnaði af er saumaður aftur niður og öllu er leyft að gróa aftur.“ „Næ ég HM ef þú gerir við liðþóf- ann?“ spyr ég. „Ég er hræddur um ekki. Það tekur fimm mánuði að ná sér eftir slíka aðgerð. Þú mátt ekki stíga í fótinn fyrsta mánuðinn.“ „En hvað ef við fjarlægjum rifna hlutann?“ „Þá er HM, að mínu mati, raun- hæfur möguleiki.“ Í framhaldinu útskýrði skurð- læknirinn fyrir mér að þetta væri engin töfralausn. Seinna meir kæmi ég án efa til með að eiga í vandræðum með hnéð, til dæmis eftir ferilinn, en á þessum tíma- punkti skipti það mig engu máli. Þetta var auðveldasta ákvörðun sem ég hef tekið og sennilega vissi hann alveg hvert svar mitt yrði. „Taktu þetta út.“ Myndirnar af ökklanum komu síðan ágætlega út, ekki síst miðað við meiðslasöguna. Það var reynd- ar rifa í liðbandinu en sérfræðing- arnir voru vissir um að á meðan ég væri að jafna mig eftir hnéaðgerð- ina myndi rifan ganga til baka. Ég þyrfti því bara að styrkja ökklann með styrktaræfingum, það var ekki þörf á annarri aðgerð. [...] Daginn eftir hringdi Heimir. Hann spurði hvernig ég hefði það og kom sér síðan að aðalmálinu, hvern- ig rannsóknin hefði komið út – hvort ég yrði klár í slaginn á HM. Þetta var símtal sem ég hefði sennilega ekki svarað ef myndatakan hefði komið illa út. Þá hefði ég bara sent honum SMS: Ég er búinn. Kemst ekki á HM. Heyri í þér á morgun. En það var hrikalega gott að heyra í Heimi, maður veit alltaf hvar maður hefur hann og í þessu símtali sagði hann mér hreint út að ég kæmi með til Rússlands sama hvað, hvort sem ég væri meiddur, næði bara síðasta leiknum eða hvað sem væri.“ Martröðin - brot úr bókinni ’Sjálfur hef ég ekki upplifaðalvarlegan kvíða eða kvíða-röskun en ég fór að fara til sál-fræðings fyrir nokkrum árum því mér fannst ég þurfa á því að halda til að bæta samskipti mín við fólkið í kringum mig og læra að tala um tilfinningar mínar. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.