Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Qupperneq 19
2.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
hann var drepinn. Mönnum var ekki ljóst þegar
hér var komið sögu að aldauða tegundarinnar
hafði borið að garði og kannski þótti ekki sjálf-
sagt, af þeim sökum, að hamur fuglanna færi
sömu leið og innyflin. Fuglarnir hlutu þó að hafa
verið stoppaðir upp. Hvað varð um síðasta karl-
fuglinn? Menn hafa getið sér til um að hamurinn
hafi farið með innyflunum á leiðinni til Kaup-
mannahafnar, en verið sendur áfram til Ham-
borgar og þaðan til Amsterdam og að lokum til
Brussel.
Nú hefur tekist, með aðstoð erfðafræði, að
skera úr um réttmæti Brussel-tilgátunnar.
Jessica Thomas, erfðafræðingur við Bangor-
háskóla í Wales, og samstarfsfólk hennar urðu
sér út um sýni úr krukkunum í Kaupmannahöfn
og sömuleiðis úr fimm uppstoppuðum fuglum
sem helst þóttu koma til greina miðað við rit-
aðar heimildir – í Bremen, Brussel, Kiel í
Þýskalandi, Los Angeles og Oldenburg í Þýska-
landi. Samanburður á erfðaefni fuglanna sem
lýst er í tímaritinu Genes leiddi í ljós að ham-
urinn í Brussel og sýnin í Kaupmannahöfn til-
heyrðu sömu lífverunni. Örlög síðasta kven-
fuglsins eru enn á huldu, en vænta má fregna af
þeim fljótlega.
Náttúrulegur og ónáttúrulegur
aldauði
John Wolley (1824-1859) kenndi höfuðmeins
fljótlega eftir að Íslandsferðinni lauk og and-
aðist árið eftir. Hann lét eftir sig risavaxið
eggjasafn, sem við hann er kennt, og Geir-
fuglabókina góðu sem hann ánafnaði vini sínum
Newton. Alfred Newton (1829-1907) lifði lengi
og markaði djúp spor í fuglafræði og fugla-
vernd. Hann slasaðist ungur að árum og eftir
það gekk hann við staf, hafði ekki fullan mátt í
öðrum fæti. Kannski skýrði það einlægan áhuga
hans á varnarlausum geirfuglum. Seint á lífs-
leiðinni varð hann aftur fyrir slysi og varð að
ganga við tvo stafi.
Newton var varla kominn aftur til Cam-
bridge eftir Íslandsferðina þegar hann hafði
veður af nýstárlegum hugmyndum Charles
Darwins og Alfreds R. Wallace um uppruna
tegunda. Hann varð heillaður af þróunarkenn-
ingu þeirra og tók fljótlega að skiptast á bréf-
um við þá. Veröld fuglanna öðlaðist nýja merk-
ingu. Fram að þessu höfðu fuglafræðingar
verið uppteknir af flokkun tegunda og einkenn-
um; nú virtist unnt að varpa skýrara ljósi á
sögu og aðskilnað tegunda. Og nýjar spurn-
ingar vöknuðu um framtíð tegunda og örlög.
Skyldi geirfuglinn, sérkenni tegundarinnar og
yfirvofandi aldauða hennar hafa borið á góma?
Aldauði tegundarinnar var þó ekki „náttúru-
val“ í venjulegum skilningi, heldur mannanna
verk, ónáttúrulegt val, víti til varnaðar. Ekkert
náttúruval hafði búið geirfuglinn undir eldgos
og rányrkju mannsins. Nú stendur mörgum
fuglategundum, og fjölmörgum öðrum, ógn af
umhverfisbreytingum af mannavöldum. Stað-
fest er að á þessum áratug hafa átta fuglateg-
undir orðið útdauðar. Þótt menn séu hluti af
sköpunarverki náttúrunnar, eins og geirfugl-
inn, þurfa þeir ekki, eins og Alfred Newton
benti á, að sitja með hendur í skauti. Sjálfur
varð Newton brautryðjandi fuglaverndunar-
laga.
Geirfuglabók Johns Wolleys er mikilvæg
heimild. Líklega eru fáar sambærilegar frá-
sagnir til af endalokum tegundar. Þær opna
heillandi gátt inn í aldauðann sem á fullt erindi
við samtímann. Lesandi Geirfuglabókar skynj-
ar þungan nið í yfirheyrslum Newtons og
Wolleys, eins og í spennusögu. Og enn þann dag
í dag er fólk að spyrja: „Hvaða fuglar féllu síð-
ast og hverjir voru að verki?“ Þótt Newton og
Wolley hafi grunað í lok ferðar sinnar að fuglinn
væri allur vottar ekki fyrir ásökunum eða
áfellisdómum í þessari bók. Það þurfti einfald-
lega að komast að hinu sanna um örlög fuglsins.
Þótt oft hafi verið vitnað í þessar Íslendinga-
sögur af örlagaríkum samskiptum manna og
fugla á Suðurnesjum eru þær vægast sagt van-
nýtt heimild. Full ástæða er til að kalla eftir
handritunum heim (alla vega stafrænu afriti),
eins og öðrum handritum sem hér voru rituð á
annarri söguöld en hurfu svo úr landi.
Höfundur er prófessor í mannfræði við
félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
Háskóla Íslands.
Geirfuglabók Johns Wolleys,
nr. 2, „rituð á Íslandi frá 22.
júní til 13. júlí 1858“.
’Örlög síðasta kvenfuglsinseru enn á huldu, en væntamá fregna af þeim fljótlega.
Úr Geirfuglabók Johns
Wolleys, 1. hluta. Viðtal
við Ketil Ketilsson.
Leifar síðasta karlfugls-
ins í glerkrukku í Kaup-
mannahöfn, „Alca Imp-
ennis, Ísland 1844“.
John Wolley
fuglafræðingur
(1823-1859).
Geir Zoëga (1830-1917). Myndina
málaði Bandaríkjamaðurinn Bayard
Taylor í ferð sinni til Íslands árið 1862.
Bókasafn Cambridgeháskóla
Library of Congress, Washingtonborg
Jólabækurnar