Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 22
Nýjasta tískan er að klæða fjölskylduna alla í stíl og ekki síst er þetta
algengt hjá stjörnunum og afkvæmum þeirra. Þetta getur heppnast vel
og sameinað fjölskylduna en það er ýmislegt að varast.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Fjölskyldan í stíl
Nýjasta tískuæðið á heimsvísu erað klæða alla fjölskylduna í stíl,ekki síst hafa stjörnurnar sést
klæða afkvæmi sín eins og þær sjálfar.
Á meðal þeirra sem leiða þessa tísku-
bylgju eru þær Beyoncé, Kim Kardashian
West, Victoria Beckham og Chrissy Teigen sem eiga
það til að klæða dætur sínar í stíl við sig sjálfar.
Viðbrögð almennings við þessu hafa verið misjöfn.
Þegar Kim Kardashian West klæddi þriggja ára
dóttur sína North West í stíl við sig í silfurpallíett-
ukjól frá Vetements fannst mörgum það óviðeigandi
að klæða barn í svona fullorðinslegan kjól
og móta það í sinni eigin mynd á meðan
öðrum þótti þetta bara hrikalega sætt.
Samkvæmt Euromonitor er markaður-
inn fyrir hátískubarnaföt sífellt að stækka.
Á meðal þess sem foreldrar eyða í eru 60
þúsund króna Gucci-mokkasínur bara til
að fjölskyldan geti öll verið í stíl.
Tískuhús á borð við Gucci, Balenciaga
og Burberry eru öll með fatalínur fyrir
börn, sem eru að mestu smækkaðar út-
gáfur af fullorðinslínunum. Þarna er verið
að spila á þessa tilhneigingu foreldra, og
þá ekki síst mæðra, til að vilja klæða börn
sín, oftast dætur, í stíl við sig sjálf.
„Barnaföt eru að verða sífellt meiri
tískuföt,“ sagði Nathalie Christen-Genty í
viðtali við businessoffashion.com. Hún er
stofnandi lúxusvefsíðunnar Melijoe, sem
hefur verið kölluð „Net-a-Porter barna-
fatnaðarins“.
„Fyrir nokkrum árum snerust barnaföt um nokkur
fatamerki sem voru aðeins fyrir börn og foreldrar
hugsuðu fyrst og fremst um notagildi,“ sagði hún, en
það þýðir að barnafötin voru tímalaus í hönnun eins
og Baby Dior-línan sem var stofnuð árið 1967.
Á undanförnum árum hefur ekkert þótt sérstaklega
smart að vera eins og börnin því það þótti minna á
sjöunda áratuginn og þegar konur saumuðu föt á
sjálfar sig og nýttu síðan efnið til að sauma líka föt á
börnin.
Eitthvað breyttist síðan og nú þykir þetta topp-
urinn í tískunni að vera eins. Þessi tíska hefur lengur
verið vinsæl í Mið-Austurlöndum og Rússlandi en
nýtur nú aukinna vinsælda vegna áðurnefndra áhrifa-
valda.
Vinkonur hafa gjarnan klætt sig í stíl en af hverju
ættu fjölskyldur að gera það?
Carolyn Mair, höfundur The Psychology of
Fashion, hefur svarið við því í samtali við
theguardian.com. Hún segir að það skapi þessa til-
finningu að maður tilheyri einhverjum.
„Þetta sendir jákvæð skilaboð um fjölskylduna til
þeirra sem fylgjast með því það er ólíklegt að fjöl-
skylda eða par sem er ekki á góðum stað tilfinn-
ingalega myndi klæða sig í stíl. Sú tilhneiging að
sýna að við höfum sameiginleg markmið getur sam-
einað fólk. Þegar við klæðum okkur eins byrjum við
að hugsa og haga okkur eins.“
Það getur verið gaman að klæða sig í stíl en það
sem þarf að varast er að konur séu látnar líta út fyrir
að vera barnalegar eða að það sé sett pressa á stelp-
ur að líta út fyrir að vera eldri en þær eru. Það þarf
því að vanda valið á fatnaðinum.
AFP
Chrissy Teigen klæddist
þessum avókadófötum í
stíl við dóttur sína á In-
stagram en myndatakan
var fyrir matreiðslubók
hennar.
Hægt er að kaupa skyrt-
ur á alla fjölskylduna í
verslun Next á Íslandi en
þetta er úr línunni Just
Like Me þar sem hægt er
að kaupa ýmislegt í stíl á
fjölskylduna.
Next
2.790-4.990 kr.
Fyrisætan Coco Rocha og dóttir
hennar, Ioni Conran, sýndu föt í
stíl á sýningu Jean-Paul Gaultier á
hátískunni 2018 fyrr á árinu.
Skínandi silfurkjóll úr smiðju Vete-
ments. Kim Kardashian West og
dóttir hennar, North West, klædd-
ust eins kjólum og birti mamman
mynd af þeim á Instagram.
Þetta er auðkennandi útlit fyrir
Timberland og er hægt að fá
samstæð pör á alla fjölskylduna,
allt frá smábörnum til fullorð-
inna, með hælum eður ei.
Timberland
6.990-31.990 kr.
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018
HÖNNUN