Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 25
Nanna fræðir gesti sína um girnilegan paelluréttinn. Nanna og Ingibjörg Helgadóttir. Sigríður Rögnvaldsdóttir, samstarfskona og systir Nönnu, Oddný S. Jóns- dóttir, Hólmfríður Matt- híasdóttir og Nanna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kjöthleifur með baunum Fyrir 2-3 300 g nautahakk 4 msk. barbecuesósa 1 egg 6 msk. brauðrasp 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt pipar og salt 100 g beikon í sneiðum 2 msk. olía 1 dós baunir, t.d. pintóbaunir ½ laukur, skorinn í geira 75 g ostur, rifinn kóríanderlauf (má sleppa) Hitaðu ofninn í 200°C. Bland- aðu hakki, barbecuesósu, eggi, raspi, hvítlauk, pipar og salti saman í skál og mótaðu af- langan hleif. Leggðu beikon- sneiðarnar hlið við hlið á bretti og láttu þær skarast ögn. Settu kjöthleifinn ofan á og vefðu beikoninu utan um hann. Helltu olíunni í eldfast mót, settu kjöt- hleifinn í það og dreifðu baun- um og lauk í kring. Stráðu ost- inum yfir hleifinn og bakaðu í um 35 mínútur, eða eftir þykkt. Stráðu kóríander í kring eftir smekk. 2.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Fyrir 2-3 sem aðalréttur, 4-6 sem meðlæti Það gæti verið gott að hafa ein- hverja sósu með þessum græn- kerarétti til að dreypa yfir, til dæmis steinselju-, kóríander- eða grænkálspestó eða rautt pestó, þynnt með ólífuolíu. Og ef sósan þarf ekki að vera vegan mætti hræra saman hreinni jógúrt og rauðu eða grænu pestói eins og hér er gert. Um 400 g sæt kartafla, flysjuð og skorin í teninga ½ kúrbítur, skorinn í teninga ½ paprika, skorin í bita 2 tómatar, vel þroskaðir, saxaðir 3–4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 1½ msk. ólífuolía 1 tsk. chiliduft 1 tsk. kummin klípa af chiliflögum pipar og salt 1 dós svartar baunir 150 g maís, frystur eða niðursoðinn steinselja (má sleppa) Hitaðu ofninn í 215°C. Settu allt nema baunir, maís og steinselju í eldfast mót og blandaðu vel sam- an. Settu í ofninn og bakaðu í um 20 mínútur. Blandaðu þá baunum og maís saman við og bakaðu í 10 mínútur í viðbót. Stráðu e.t.v. sax- aðri steinselju yfir. Svartbaunir og maís Fyrir 2 Það eina sem þarf að gera til að rétturinn henti fyrir grænkera er að sleppa parmesanostinum úr raspþekjunni. Og svo má skipta raspinu út fyrir saxaðar hnetur eða fínmuldar maísflögur til að gera hann glútenlausan. 1 blómkálshöfuð, um 1 kg 150 g strengjabaunir, frosnar 2 msk. ólífuolía pipar og salt ½ dós baunir 2–3 tómatar, vel þroskaðir, skornir í báta 2–3 hvítlauksgeirar, léttpressaðir 4 msk. rasp, helst pankorasp 30 g parmesanostur, nýrifinn steinselja (má sleppa) Hitaðu ofninn í 210°C. Snyrtu blómkálið og skerðu það sundur í miðju. Skerðu 2½–3 cm þykka sneið af hvorum helmingi en geymdu af- ganginn til annarra nota. Helltu 1 msk af olíu í eldfast mót, kryddaðu sneiðarnar með pipar og salti og leggðu þær í mótið. Dreifðu græn- meti og hvítlauk í kring og dreyptu 1 msk. af olíu yfir allt saman. Bakaðu í 20–25 mínútur. Blandaðu saman raspi, parmesanosti og saxaðri steinselju, dreifðu á blómkálssneið- arnar og bakaðu áfram í 10 mínútur. Blómkálssteikur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.