Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018
HEILSA
Þ
að hefur mikið gengið á í
flugheiminum þessa
viku. Þeir sem starfa á
fjölmiðlum vita að allt
sem tengist þeim heimi
er fréttnæmt og fólk hefur óvenju-
mikinn áhuga á öllu því sem honum
tengist – kannski er það gamli
sjarminn sem fylgdi því að ferðast
milli landa, en mögulega eitthvað
annað. En um leið og allt fer á annan
endann í fluginu fer allt úr skorðum
hjá viðskiptablaðamanninum einnig
og vaktirnar þessa vikuna hafa orðið
lengri en oftast áður. Kannski hefur
þetta verið svona í bankahruninu –
en ég veit ekkert um það, enda ekki
kominn á vettvang þegar þau ósköp
gengu yfir. En meðan á átakinu hef-
ur staðið hjá mér hef ég sett hlutina í
annað og óvænt samhengi út frá
heilsuræktinni. Og ég hef lært
margt þessa viku, sem ég tek með
mér inn í framtíðina. Flest tengist
það auknu álagi og því hvernig best
er að leysa úr slíku ástandi án þess
að missa tökin á matnum og detta í
hreyfingarleysi.
Stressið er magnað
Við þekkjum öll líkamlegt og and-
legt ástand sem við kennum við
stress. Það ástand myndast þegar
líkaminn losar hormón sem nefnist
kortisól en það verður til í nýrna-
hettunum. Í grunninn gerir þetta
hormón okkur kleift að bregðast við
ógnum af ýmsu tagi. Þær eru færri
og ekki eins lífsógnandi og á fyrri
öldum en þess í stað vinnur horm-
ónið í líkamanum þegar álag verður
mikið.
Eykur hættuna á því að
maður bæti á sig
Þegar líkaminn losar þetta hormón
eykur það virkni lifrarinnar, sem
aftur tryggir líkamanum aukna orku
til skamms tíma litið. En of mikið
kortisól og í of langan tíma getur
haft í för með sér alvarlegar afleið-
ingar fyrir fólk. Þannig segir hin
fræga heilbrigðisstofnun Mayo Cli-
nic á heimasíðu sinni að langvarandi
stress, og þar með framleiðsla kort-
isóls, geti haft í för með sér kvíða,
þunglyndi, næringarvandamál,
höfuðverk, hjartasjúkdóma, svefn-
vandamál, þyngdaraukningu og
minnis- eða athyglisbrest. Af þessu
að dæma er mikið til þess vinnandi
að forðast stressið og virkni nýrna-
hettanna í þessu efni.
Ég þekki stressið ágætlega af
eigin raun en ég hef svo sem ekki
lagt mig eftir því af hverju það ger-
ist í hvert sinn sem það kemur yfir af
miklum þunga að ég leita í mat í
meiri mæli – og það helst óhollan.
En skýringin á því er einföld. Þeg-
ar kortisólið eykst í líkamanum og
lifrin fer á fullt, þá hækkar um leið
insúlínið í blóðinu sem aftur lækkar
blóðsykurinn verulega. Og hvað ger-
ist þá? Maður leitar í sykur, skjót-
fenginn árangur af átinu. Þessi ein-
falda útskýring á því af hverju ég
leita meira í kex, nammi og raunar
hvað sem er þegar stressið eykst,
hvort sem það tengist hlutabréfa-
markaðnum eða flugrekstri, gerir
mér betur kleift að vinna gegn nei-
kvæðum áhrifum stressins.
Viðhalda blóðsykrinum
Það fyrsta sem maður gerir til að
vinna gegn blóðsykursfallinu og því
að stressið magnast upp er að
„birgja sig upp“ af mat. Lykilatriðið
er að hafa mat við höndina, gul-
rætur, banana, epli, poppkex – allt
sem gefur hóflega næringu en
dúndrar ekki blóðsykrinum upp (í
þann flokk fellur því miður allt
súkkulaði). Þannig felst ákveðin
mótsögn í þessu viðbragði. Mikill
matur er lausnin, en hann verður að
vera við höndina, af réttri tegund og
maður verður að maula hann jafnt
og þétt.
Hreyfingin skiptir máli
En svo er það líka hreyfingin sem
skiptir máli. Það er ekki nóg að nær-
ast þó það sé fyrsta skrefið að góðri
heilsu. Hæfileg hreyfing og líkam-
legt erfiði er gott fyrir þann sem er
að takast á við stress. Þannig vinnur
hreyfingin með manni þegar stress-
ið er annars vegar. Þó kannski með
óvæntum hætti. Líkaminn lítur
nefnilega á líkamlegt erfiði með
sama hætti og stress. Hann losar því
kortisól við æfingar. En með því að
æfa reglubundið og byggja upp þol,
dregur einnig úr losun kortisóls í
stressandi aðstæðum. Líkaminn æf-
ir sig með öðrum orðum í því að tak-
ast á við stressandi aðstæður án
þess að losa hormónið. Þess vegna
dugar ekki að byrja að æfa í miðju
stressinu – jafnvel þótt það veiti
manni vellíðan. Þetta er langhlaup.
Þess vegna var gott í vikunni, þótt
báðar lyftingaæfingarnar hefðu far-
ið forgörðum vegna vinnunnar, að
ég komst þó á róðrarvélina heima á
kvöldin. Í því fólst í raun ákveðin
hvíld.
Jafnvægið í ójafnvæginu
Margir hætta að borða þegar þeir lenda í stressi –
jafnvel gleyma því. Ég er í hinum hópnum sem
leitar í sætindi þegar allt er á öðrum endanum.
Það getur reynt á í viku eins og þessari – ekki síst
þegar húsnæðisskipti leggjast þar ofan á.
Stundum er stressið mikið. Þá þarf að bregðast við með réttu mataræði og viðhalda hreyfingunni – jafnvel þótt erfitt sé.
Getty Images/iStockphoto
Pistill
Stefán Einar
Stefánsson
ses@mbl.is
ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR
92,9 kg
84,4 kg
84,4 kg
Upphaf:
Vika 11:
Vika 12:
42.381
31.528
15.239
13.529
4 klst.
2 klst.
HITAEININGAR
Prótein
25,2%
Kolvetni
38,3%
Fita
36,5%
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Skinnhúfa kr. 19.800
Vargur kr. 37.000
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Hálsmen kr. 13.900
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Spiced Honey
litur ársins 2019