Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Qupperneq 34
16 elskendur fagna 10 ára afmæli sínumeð sýningunni Leitin að tilgangilífsins og bjóða áhorfendum um leið í heildrænt upplifunarferli. Undanfarið hefur sviðslistahópurinn, sem samanstendur af fólki úr ólíkum listgreinum; leiklist, myndlist, dans- list og gjörningalist, rannsakað leitina að til- gangi lífsins og reynt að svara spurningum á borð við: Hvað vill maðurinn? Af hverju gerum við það sem við gerum? „Áhorfendum býðst ein- stakt tækifæri til að mæta sjálfum sér á frum- sýningunni kl. 20 í kvöld, laugardag 1. desem- ber, í gömlu Læknavaktinni við Smáratorg í Kópavogi ,“ segir Hlynur Páll Pálsson, með- limur leikhópsins. Hlynur Páll er sviðshöfundur að mennt, fræðslustjóri Borgarleikhússins og einn ellefu- menninganna, sem hyggjast hjálpa fólki að finna tilgang með lífi sínu. Hin eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Saga Sigurðardóttir og Ylfa Ösp Ás- kelsdóttir. 16 elskendur eru þekktir fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Í Leitinni að tilgangi lífsins er markmiðið að komast í snert- ingu við kjarna tilverunnar og taka hann föstum tökum. Hvorki meira né minna. „Sá er rauði þráðurinn í sýningunni,“ jánkar Hlynur Páll og örlar á glotti þegar hann er inntur nánar um al- vöru viðfangsefnisins. „Lífið er flókið og marg- breytilegt. Við erum búin að komast að því að það þýðir ekkert að takast á við fáránleikann með alvarleikann að vopni. Sýningar 16 elsk- enda eru alltaf rammpólitískar að því leyti að þær taka á samfélagslegum málefnum og því sem raunverulega skiptir máli. Við leitumst við að teygja orðræðu líðandi stundar og bjóða áhorfendum í nokkurs konar tilraunastofu þar sem þeir kryfja samfélag sitt, hugsjónir og gildi og skoða samsetningu þjóðfélagsins ásamt okkur leikurunum.“ Daðra við heimspeki Er sýningin kannski á svolítið heimspekilegum nótum? „Við döðrum að minnsta kosti við heimspeki og setjum upp sýningar þar sem mörk hefð- bundinna leiksýninga eru máð og látum með þeim hætti reyna á samband raunveruleika og sýningar.“ Eins og fyrri sýningar hópsins, Íkeaferðir, Nígeríusvindlið, Sýning ársins og Minnisvarði, er Leitin að tilgangi lífsins gagnvirk því áhorf- endum er boðið í sérhannað upplifunarferli. Til að fyrirbyggja misskilning tekur Hlynur Páll fram að þeim sé ekki stillt upp á svið og látnir leika. „Hins vegar er þeim boðið upp á aðstæður sem vekja ýmsar spurningar. Síðan er þeirra að ákveða hvort þeir vilja mæta sjálfum sér og svara,“ segir hann og leggur áherslu á að áhorf- endur séu fyrirfram meðvitaðir um þátt sinn í sýningunni. „Við hringjum í þá og berum upp nokkrar spurningar til þess að kynnast þeim svolítið áð- ur. Þótt sýningin sem slík gefi ekki algilt svar við spurningunni um tilgang lífsins, geta áhorf- endur mögulega svarað hver fyrir sig ýmsum spurningum þar að lútandi, til dæmis hversu sáttir þeir séu við eigin dauð- leika. Leitin að til- gangi lífsins er ekki meðferðarúrræði og engar töfralausnir í boði.“ Byggist sýningin að hluta til á spuna? „Texti leikaranna er samkvæmt hand- riti, en samtölin fylgja ákveðinni forskrift af því að við getum ekki vitað hvernig hver og einn áhorfandi svarar. Raunar finnst okkur lang- skemmtilegast þegar þeir koma okkur á óvart með tilsvörum sínum og algjör snilld ef þeir slá okkur út af laginu. Samsetning áhorfenda ræð- ur algjörlega hvernig sýningin verður. Hver sýning er ferðalag með ákveðnum strúktúr; varðaðri leið fyrir hvern og einn. Við vitum hvar vörðurnar eru, en ekki hvað gerist á milli þeirra. Þegar lagt er af stað þarf maður að hugsa ferða- lagið bæði dramatúrgískt og taktískt, svolítið svipað og að leysa sudoku og krossgátu sam- tímis.“ Súrrealísk upplifun Hlynur Páll segir að Leitin að tilgangi lífsins eigi rætur að rekja til þess að Davíð Freyr Þór- unnarson í 16 elskendum var einn þeirra Íslend- inga sem á dögunum voru boðaðir í allsherjar heilsufarsrannsókn á vegum Þjónustu- miðstöðvar rannsóknarverkefna, dótturfélags deCODE. „Í miðri rannsókninni fór hann að upplifa sig eins og hann væri í sýningu eftir 16 elskendur. Honum fannst upplifunin súrrealísk og viðmót rannsakenda undarlegt sem og taugasálfræði- og viðbragðsprófin, sem hann átti að leysa. Okkur í leikhópnum þótti þessi reynsla Davíðs Freys áhugaverð og líka hversu sumar niður- stöðurnar voru algjörlega á skjön við veru- leikann, til dæmis að hann væri í ofþyngd, en hann er sá okkar sem er í hvað besta formi. Í framhaldinu fórum við að velta fyrir okkur hvernig kerfið flokkar fólk og setur í hólf sem það passar ekki endilega í. Sú hugmynd að bjóða áhorfendum í heildrænt upplifunarferli kviknaði út frá þessari upplifun Davíðs Freys.“ Eins og á við um öll verk 16 elskenda er sýn- ingin Leitin að tilgangi lífsins samkvæmt að- ferðafræði sem byggist á beinu lýðræði. „Við höfum aldrei unnið með aðeins einum listræn- um stjórnanda, sem tekur allar ákvarðanir. Þess í stað skiptum við með okkur verkum, leik- stýrum hvert öðru, vinnum sýninguna saman og reynum alltaf að ná samkomulagi. Slíkt getur verið rosalega flókið í ellefu manna hópi, en hefur reynst okkur vel hingað til.“ Enginn hreyfði að minnsta kosti mót- bárum þegar þeim bauðst að setja sýn- inguna upp í húsa- kynnum gömlu Læknavaktarinnar við Smáratorg. Þvert á móti voru allir himin- lifandi. „Okkur líður best utan leikhússins og óskuðum okkur að þessu sinni að sýna í rými, sem skapaði hugrenningatengsl við heilsufars- rannsóknir. Og það gekk eftir,“ segir Hlynur Páll og rifjar, umbeðinn, upp tilurð 16 elskenda og fyrri sýningar. Af nígerísku og íslensku svindli „Ævintýrið hófst þegar þrír nemendur í Listaháskóla Íslands, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson og Karl Ágúst Þorbergsson, fengu listamenn á ýmsum sviðum til að setja upp sýninguna Ikeaferðir árið 2008 í gömlu húsi úti á Granda. Ikeaferðir buðu áhorfendum að fara í ferðalög um heiminn án þess að fara af landinu,“ hefur Hlynur Páll frásögnina. Sjálfur gerðist hann einn hinna 16 elskenda árið 2010 í sýningu númer tvö, Nígeríusvindlinu, sem fékk styrk frá Leiklistarráði og hópurinn að auki listamannalaun. Það kraumar í honum hlátur- inn þegar hann rifjar upp fortíðina: „Við lögð- umst í rannsóknarvinnu á fjárplógsstarfsemi í Vestur-Afríku, byrjuðum á að svara svindl- bréfum frá Nígeríu, hringdum meðal annars í svindlara og spiluðum síðan símtölin á sýning- unni. Í rauninni snerist sýningin um að sann- færa áhorfendur um að við gætum gert miklu betur hér á Íslandi.“ Svindlað? Já, eins og íslenski fjármálaheimurinn hafði sýnt að við gátum. Á þessum tíma var gos í Eyjafjallajökli og við lögðum til dæmis til að Ís- lendingar sendu út bréf þar sem Evrópubúar á meginlandinu væru hvattir til að ættleiða bónda á Suðurlandinu af því þeir urðu svo illa úti í gos- inu. Listin að svindla, íslenska bankakerfið og sápuóperur voru meginþemu sýningarinnar.“ Skoðanakönnun til grundvallar Árið 2012 var komið að Sýningu ársins hjá 16 elskendum, sem fyrir sýninguna voru tilnefnd til tvennra Grímuverðlauna; Leikskáld ársins og Sproti ársins. Og stóðu uppi með Sprotann í höndunum. Sýning ársins var um margt nýstárleg, eink- um vegna þess að hún var unnin út frá skoðana- könnun sem leikhópurinn fékk Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands til að gera á því sem fólk vildi helst og síst sjá á leiksviði. Hlynur Páll segir könnunina hafa verið nákvæma og úrtakið býsna stórt. „Fólk var meðal annars spurt hvaða liti á búningum það vildi sjá, hvernig leik- myndir og hvaða tilfinningar það vildi helst upp- lifa á leiksýningum. Niðurstöðurnar gerðu okk- ur kleift að sérsníða sýningarnar fyrir mark- hópa. Við flokkuðum áhorfendur eftir því hvort þeir voru til að mynda stjórnendur, verkamenn eða háskólanemar þannig að hver hópur fékk sérhannaða upplifun.“ Hvernig var fyrirkomulagið? „Þetta var á þeim tíma sem Facebook var að ná flugi og fólk ekki farið að átta sig á hversu auðvelt var að leita upplýsinga um það. Við ein- faldlega njósnuðum og buðum áhorfendum síð- an að flakka á milli vistarveranna í gömlu Rúg- brauðsgerðinni þar sem voru sérsniðnar sýningar fyrir kannski konur sem kusu Sam- fylkinguna eða Framsóknarflokkinn og þar fram eftir götunum.“ Vinstri græn vildu samviskubit Sem dæmi um niðurstöður rannsóknarinnar nefnir hann að kjósendur Vinstri grænna vildu helst upplifa samviskubit á leiksýningum, kjós- endur Framsóknarflokksins nekt og flestir í úr- takinu þoldu ekki drapplitaða leikbúninga. Á sýningunni Minnisvarða árið 2015 tókust 16 elskendur svo á við sviðsetningu sjálfsins, en á heimasíðu leikhópsins, www.16elskendur.is, sést að verkið hefur skírskotun til samtímans: „Á undanförnum áratug hefur framsetning á hversdagslegu lífi einstaklingsins verið gerð að stórfenglegu sjónarspili og rík áhersla lögð á möguleika hvers og eins á að skara fram úr á sínum eigin hversdagslegu forsendum.“ Ekki úr lausu lofti gripið frekar en viðfangs- efnið í Leitin að tilgangi lífsins, segir Hlynur Páll og lætur þess getið að á næsta ári komi út 10 ára afmælisrit um verk, aðferðir og nálgun 16 elskenda. Pólitísk snerting við kjarna lífsins Sviðslistahópurinn 16 elskendur býður áhorfendum upp á heildrænt og sérsniðið upplifunarferli í gömlu Læknavaktinni við Smáratorg í kvöld, 1. desember. Einstakt tækifæri til að mæta sjálfum sér, segir Hlynur Páll Pálsson, einn elskendanna. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Frá vinstri: Hlynur Páll Pálsson, Ragnar Ísleif- ur Bragason, Brynja Björnsdóttir, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Gunnar Karel Másson, Davíð Freyr Þórunnarson, Saga Sigurðar- dóttir og Karl Ágúst Þorbergsson. Á mynd- ina vantar Ylfu Ösp Áskelsdóttur. ’ Texti leikaranna er samkvæmthandriti, en samtölin fylgjaákveðinni forskrift af því að viðgetum ekki vitað hvernig hver og einn áhorfandi svarar. Raunar finnst okkur langskemmtilegast þegar þeir koma okkur á óvart með tilsvörum sínum og algjör snilld ef þeir slá okkur út af laginu. 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018 LESBÓK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.