Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 36
Líklega er best fyrir Sögu
okkar að snúa bara aftur
heim til Svíþjóðar.
ZDF
Saga úr sögunni
Hver gat búið sig undir þá örlagaríku rás atburða sem hrint var af stað í
njósnadramanu Undir sama himni á mánudagskvöldið var? Þjóðverjar
kunna greinilega ekki með norrænar kvenhetjur að fara. Svei þeim!
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Sú fékk aldeilis til tevatnsinshún Saga okkar í þýskanjósnadramanu Undir sama
himni sem Ríkissjónvarpið sýnir á
mánudagskvöldum um þessar
mundir. Íslenska þjóðin hlýtur að
vera harmi slegin vegna þeirra voða-
legu atburða enda Saga henni sem
dóttir. Sjálfur man ég ekki eftir að
hafa brugðið svona illilega síðan
glæsimennið Matthew McCon-
aughey sprengdi Ólaf Darra í loft
upp í True Detective-þáttunum vest-
ur í Ameríku um árið.
Saga, sem heitir víst réttu nafni
Sofia Helin, leikur hlédræga ein-
stæða móður í þáttunum sem starfar
fyrir bandaríska herinn í Vestur-
Berlín árið 1974 og er táldregin af
svonefndum Rómeó-njósnara
Austur-Þjóðverja sem sendur er yfir
járntjaldið til að freista þess að afla
upplýsinga um óvininn.
Njósnarinn, sem er vart af barns-
aldri, kveikir bál í brjósti Sögu og í
seinasta þætti innsigluðu þau sam-
band sitt með æsilegum kynmökum,
þar sem Saga tapaði kúlinu um
stund og kvaðst elska njósnarann,
sem hún hefur auðvitað ekki hug-
mynd um að sé njósnari. Þeirri senu
var ekki fyrr lokið og njósnarinn
horfinn út í morguninn en aumingja
Saga fékk heilablóðfall á heimili
sínu. Hneig niður í eldhúsinu. Áður
hafði raunar verið gefið til kynna að
hún væri líklega ekki heil heilsu.
Saga lifði áfallið af en var næst
sýnd liggja í dái á spítala og tvísýnt
um framhaldið. Yfirmaður unga
njósnarans, keðjureykjandi eldri
njósnari með blæti fyrir hamborg-
urum og flatbökum, tók þó enga
sénsa í þeim efnum enda réttnefnt
rysjumenni. Skyndilega stóð hann
við sjúkrabeð Sögu og hleypti úr
henni lífinu, að því er virtist. Alltént
gengur maður ekki út frá því að sjá
hana aftur í téðum þáttum. Sem er
synd. Góð kona, Saga. Og aumingja
sonurinn munaðarlaus sem er alltaf
vont, jafnvel þótt hann sé illa hald-
inn af unglingaveiki.
Auðvelt yrði að móðgast
Auðvelt yrði að móðgast af þessu til-
efni og hætta að horfa á Undir sama
himni (byrja til dæmis bara að horfa
aftur á Undir sama þaki í staðinn) en
ég er samt að hugsa um að gefa
þættinum áfram séns enda er eitt-
hvað kauðalega krúttlegt við árið
1974. Og svo er HM í fullum gangi.
Úr því Saga er úr leik verður Axel
Lang nýja uppáhaldspersónan mín,
Langi-Seli þeirra Þjóðverja. Hann
er samkynhneigður kennari í
Austur-Berlín sem fer sinna ferða
ýmist á skellinöðru eða forkunnar-
fögru Rúgbrauði. Alltof fá Rúgbrauð
á götunum í seinni tíð. Og svo ku líka
þægilegt að elskast í þeim.
Einnig verður spennandi að fylgj-
ast áfram með hinum stórbeinótta
Tobiasi, kunningja Langa-Sela, sem
er í óða önn að grafa jarðgöng, og
unglingsstúlkunni með bringuhárin.
Án Sögu verður þó ekkert eins.
Rómeó-njósnarinn Lars
er stíliseraður í drasl í
Undir sama himni.
ZDF
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018
LESBÓK
MÁLMUR Úkraínska dauðamálmbandið Jinjer hefur í
mörg horn að líta um þessar mundir en Tatiana Shmailyuk
söngkona staðfesti í samtali við mexíkósku sjónvarpsstöðina
MB Live að EP-plata væri væntanleg í janúar næstkom-
andi og fljótlega eftir það hæfist vinna við næstu
breiðskífu. Síðasta plata Jinjer, King of Everything,
kom út 2016. Shmailyuk er jafnvíg á hreinan og
óhreinan söng og viðurkennir að Randy Blythe,
söngvari Lamb of God, sé fyrirmynd hennar þeg-
ar hún rymur en margir málmvísindamenn hafa
einmitt spyrt þau saman. Þegar Shmailyuk hreinsar
röddina upp minnir hún hins vegar meira á Svölu Björgvins
en okkar konu er þó hvergi getið í viðtalinu enda ólíklegt að
þær stöllur viti yfirhöfuð hvor af annarri. Maður veit þó aldrei.
Blytheandi Svala
Tatiana
í essinu
sínu.
Metalitalia.com
HEILSA Guns N’ Roses þurfti að hætta í
miðjum klíðum á tónleikum í Abu Dhabi um
síðustu helgi vegna veikinda söngvarans, Axl
Rose. Kappinn komst við illan leik gegnum
tuttugu lög áður en hann örmagnaðist og
hafði Duff McKagan bassaleikari á orði á
Twitter eftir giggið að hann hefði ekki í ann-
an tíma orðið vitni að slíkri hörku á fjörutíu
ára ferli. Gítarleikari sveitarinnar, Slash, tók
í svipaðan streng á sama miðli og þakkaði
áhorfendum fyrir góðan stuðning við erfiðar
aðstæður. Ekki liggur fyrir hvað amaði að
Rose en fram kom á tónleikunum að hann
hefði kallað grimmt á Eyjólf fyrr um daginn.
Axl Rose kallaði grimmt á Eyjólf
Axl Rose var hress á tónleikum í Laugardalnum.
Morgunblaðið/Valli
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———