Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —6 5 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 1 8 . M A R S 2 0 1 9 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Fermingarskraut! Finndu okkur á Nú eru allar 55 stöðvar Orkunnar þínar stöðvar. Hópur f lóttafólks og stuðningsmanna kom saman í tjaldi á Austurvelli og skrifaði bréf til forsætis- og dóms- málaráðherra. Kröf ur hóps ins eru meðal ann ars þær að gera hæl is leit end um auðveld ara að fá leyfi til að lifa og starfa hér á landi. Þá hafa þeir mót mælt aðstöðu hæl is leit enda og f lótta fólks á Ásbrú. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR DÓMSTÓLAR Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Landsréttarmál- inu verða eina dagskrármálið á fundi Alþingis í dag. Um munnlega skýrslu forsætisráðherra er að ræða. Frá því að MDE komst að því að skipan dóm- ara í Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við 6. gr. Mannrétt- indasáttmálans hefur mikil umræða verið um hvernig sé rétt að bregðast við dómnum. Af hálfu ríkisstjórnarinn- ar hefur komið fram vilji til að k æ r a m á l i ð áfram til yfir- deildar MDE. Aðrir vilja una d ó m nu m o g grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari réttaróvissu. „Það eru hagsmunir almennings í landinu að dómskerfið starfi með eðlilegum hætti og að hinn nýi áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hangi ekki í lausu lofti. Á f r ý ju n t i l y f ir- deildar gerir ekkert annað en f ram- lengja óvissuna og mag na upp það hör m- ungarástand sem skapast hefur,“ segir Sveinn Andri S v e i n s s o n l ö g m a ð u r í að s e nd r i grein í blað- inu í dag. – jóe / sjá síðu 14 Dómur MDE á þingi í dag SJÁVARÚTVEGUR „Nú er ljóst að loðnan kemur ekki og enn eru blikur á lofti og við eigum enn eftir að sjá hvort frekari áföll dynja yfir okkur. Við vitum ekki hvort verk- föll skelli á og óvissa ríkir um kol- munnaveiðarnar og hvort hlutdeild okkar í þeim minnki en það á enn eftir að semja um þær við Færey- inga,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að leggja ekki til að af la- heimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni en loðna hefur ekki fundist þrátt fyrir 100 daga leit. Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir sveitarfélagið. Reynt verði að standa vörð um grunnþjónustu en hægja verði á framkvæmdum í sveitarfélaginu. A-hluti bæjar- sjóðs verði af 260 milljónum vegna brestsins en tekjumissir hafnar- sjóðs verði um 100 milljónir. Við eigum eftir að fara yfir þetta og hvað við gerum varðandi A- hlutann; rekstur á skólum, félags- þjónustu og ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Við minnkum auðvitað ekki skólana. Þeir eru bara föst stærð,“ segir Karl. Hann segir líklegast að reynt verði að hægja á ýmsum framkvæmdum. „Við höfum enn ekki ákveðið að stöðva byggingu nýs leikskóla sem hafin er á Reyðarfirði. Vonandi kemur ekki til þess.“ Í frétt á vef Fjarða- byggðar kemur fram að launatekjur í sveitar- félaginu muni lækka um rúman milljarð vegna loðnubrestsins og laun starfsmanna í sjávarútvegi muni lækka um 13% frá fyrra ári miðað við lítt breytta loðnuvertíð á milli ára. Þá verði samfélagið af um 10 milljörðum í útflutningstekjur. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélögin. Bæði fyrir þá sem vinna við veiðarnar og vinnsluna og svo bara á allt samfélagið þar sem þessi vinnsla hefur farið fram,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Af ls starfsgreinafélags Austurlands. Áfallið og fjárhags- skaðinn sé mikill fyrir hafnirnar og svo smiti skaðinn frá sér út í sam- félagið. Loðnuvertíðin stendur jafnan í átta til níu vikur og meðan á henni stendur hafi mörg hundruð manns af henni atvinnu. Unnið sé á sólar- hringsvöktum í sjö helstu byggðar- lögunum á starfssvæði félagsins; Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Seyðisfirði. „Ég myndi skjóta á að þetta væru ekki færri en 500 manns í landvinnsl- unni og svo sjómenn á um það bil tíu skipum. Þetta e r m j ö g mikið áfall fyrir svæðið allt,“ segir Hjördís. – aá Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á fram- kvæmdum. Mörg hundruð manns verða af ver- tíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. Við minnkum auðvitað ekki skólana. Þeir eru bara föst stærð. Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 1 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 3 -5 2 7 C 2 2 9 3 -5 1 4 0 2 2 9 3 -5 0 0 4 2 2 9 3 -4 E C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.