Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 16
Steingerður Þorgilsdóttir, annar eigandi Mathallar Höfða, segir að um næstu helgi verði mikið um að vera í hús- inu. „Við verðum með heilmiklar uppákomur alla opnunarhelgina. Það verður boðið upp á eitthvað fyrir alla, lifandi tónlist og margt f leira. Fyrir krakkana verður alls konar skemmtilegt og má til dæmis nefna að töframaður kemur í heimsókn. Umfram allt verður boðið upp á dýrindis mat og verða dúndur opnunartilboð alla helgina,“ segir hún. Meðeigandi Steingerðar er Sólveig Guðmunds- dóttir en þær hafa rekið veitinga- húsið Culiacan undanfarin ár við góðan orðstír. „Í Mathöllinni verður skemmti- leg blanda af átta veitingastöðum, ýmist alveg nýjum á markaði en einnig sem hafa nú þegar skipað sér góðan sess á veitingamark- aðnum. Þar má nefna Culiacan sem býður upp á mexíkóskan mat, Hipstur sem sérhæfir sig í skand- inavískum mat, Sætir Snúðar ætla að bjóða upp á glóðvolga snúða og hágæða kaffi, Flatbakan verður með sínar rómuðu súrdeigspitsur, Svangi Mangi býður upp á íslensk- an heimilismat, Indican verður með indverska rétti, Gastro truck með sína sívinsælu hamborgara og svo Wok On með asíska rétti. Beljandi Brugghús verður síðan með kraftbjór og aðra drykki á kvöldin og um helgar þannig að úr nægu er að velja fyrir alla mat- gæðinga,“ segir Steingerður. Áhugi var mikill fyrir mathöll- inni hjá veitingamönnum. „Við fengum strax fullt af umsóknum og áttum fullt í fangi með að velja úr þeim,“ greinir Steingerður frá og bætir við að margar skemmti- legar hugmyndir hafi borist. „Við vorum strax ákveðnar í að fara af stað með Mathöll sem kæmi með eitthvað nýtt í bland við veitinga- staði sem væru búnir að sanna sig á markaðnum. Við vildum bjóða upp á fjölbreytni og helst frá sem flestum heimshornum sem við verðum að segja að hafi tekist nokkuð vel,“ segir hún. „Í Mathöllinni verður indverskt, ítalskt, mexíkóskt, skandinavískt, asískt og svo auðvitað íslenskt í boði. Þá verður einnig kaffibás og heitir snúðar alla daga ásamt því sem boðið verður upp á kraftbjór.“ Steingerður og Sólveig fengu hugmynd að mathöllinni fyrir hálfu ári. „Málið var að við vorum að leita okkur að húsnæði fyrir Culiacan og vorum búnar að hafa augastað á húsnæði á Höfðanum. Svo áskotnaðist okkur þetta ágæta húsnæði sem var í raun fullstórt fyrir einn veitingastað og þá kvikn- aði sú hugmynd sem úr varð Mat- höll. Það tekur svo sannarlega tíma að koma svona verkefni á koppinn og eru ansi margar hendur sem koma að þessu verkefni með einum eða öðrum hætti. Í allri þessari uppbyggingu hefur ríkt mikil gleði og kátína um leið og mathöllin hefur verið að fæðast.“ Reykjavíkurborg kemur ekki að þessari hugmynd þar sem Mathöll Höfða er að öllu leyti fjármögnuð af Steingerði og Sólveigu. Þær fengu enga styrki eða annað slíkt frá borginni. Mathöll Höfða er þess vegna einkaframtak tveggja reynslubolta úr veitingageiranum. Steingerður bætir því við að Mathöll Höfða verði talsvert öðru- vísi en þær mathallir sem fyrir eru á Hlemmi og á Grandanum. „Það er einungis einn veitingastaður sem er eins í báðum hinum mat- höllunum, það mun því vera margt nýtt og öðruvísi á boðstólum. Markhópurinn okkar er vinn- andi fólk á svæðinu og svo auð- vitað fjölskyldufólkið í hverfunum í kring. Það vantar sárlega svona stað þar sem fólk getur hist og borðað saman, hér í efri byggðum. Þess vegna eru einkunnarorð okkar „Þar sem fólk borðar saman“. Okkur langar að sameina íbúana hér og búa til skemmtilega stemningu. Það þarf ekki endilega að sækja alla skemmtun niður í miðbæ. Mikið úrval af bjór og kok- teilum verður í boði í húsinu. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við bjóðum líka upp á pílu- kast sem er hin besta skemmtun og er orðið afar vinsælt í dag. Um helgar verðum við til að mynda með nýstárlegan bröns á Svanga Manga,“ segja þær stöllur. „Í hádeginu býður síðan Svangi Mangi upp á íslenskan heimilis- mat og hlustar ekkert á tísku- sveiflur í mataræði. Hann notar óspart rjóma og smjör í réttina. Hann fussar og sveiar ef minnst er á vegan, keto eða lágkolvetna mat. Á bak við alla staðina er fólk sem hefur lagt blóð, svita og tár í upp- bygginguna. Það eru skemmtilegar sögur um staðina á Facebook-síðu Mathallar Höfða. Svo er hægt að sjá matseðlana inni á heima- síðunni mathollhofda.is,“ segir Steingerður. „Sólveig á algjörlega heiðurinn af hönnun mathallarinnar,“ upp- Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Starfsfólkið fyrir utan Mathöll Höfða á Bíldshöfða þar sem allt er búið að vera á fullu við undirbúning fyrir opnunina á föstudag. Allir glaðir og ánægðir með vel unnið verk. MYND/SIGTRYGGUR ARI Sólveig og Steingerður hlakka mikið til opnunarinnar á föstudag enda verður mikið um dýrðir í Mat- höll Höfða. Í Mathöllinni verður skemmtileg blanda af átta veitinga- stöðum, ýmist alveg nýjum á markaði og öðrum sem þegar eru vinsælir. lýsir Steingerður. Sólveig er iðn- og lýsingarhönnuður að mennt og hefur sett skemmtilegan stíl á mathöllina. „Þar er reynt að draga fram fyrri tíma, skemmtileg útfærsla vinnandi manna og kvenna fyrri tíma mun prýða veggi mathallarinnar. Það mun svo sannarlega setja mikinn karakter í húsið. Það verður margt í boði í hádeginu, alltaf einhver hádegis- tilboð fyrir vinnandi stéttir í kring og svo huggulegheit á kvöldin. Verðinu verður stillt í hóf. Vand- aður matur á sanngjörnu verði. Þar sem fólk borðar saman.“ Mathöllin verður opin alla daga vikunnar. Á virkum dögum frá kl. 8 til 22 og um helgar frá kl. 10 til miðnættis. Sjá einnig matholl- hofda.is eða Facebook-síðu Mat- hallarinnar. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U DAG U R 1 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 3 -7 5 0 C 2 2 9 3 -7 3 D 0 2 2 9 3 -7 2 9 4 2 2 9 3 -7 1 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.