Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 41
BÆKURNAR ERU VISSULEGA FORMÚLUKENNDAR EN MARSONS MÁ EIGA ÞAÐ AÐ HÚN KANN UPPSKRIFTINA OG ÞAÐ ER BARA NÁKVÆM- LEGA EKKI NEITT AÐ GÓÐUM FORMÚLUREYFARA ÞEGAR ÖLLUM HELSTU HRÁEFNUM ER BLANDAÐ SAMAN Í RÉTTUM HLUT- FÖLLUM. BÆKUR Blóðhefnd Höfundur: Angela Marsons Þýðandi: Ingunn Snædal Útgefandi: Drápa Blaðsíður: 384 Breski rithöfundurinn Angela Marsons er af kastamikil í meira lagi en reyfarar hennar um rannsóknarlögreglukonuna Kim Stone eru orðnir níu á aðeins fjórum árum. Fy rst a bók in, Þög u lt óp, kom út 2015 og sló það hressilega í gegn að Kim hefur verið jafn frek til fjörs- ins og raun ber vitni. Þótt Marsons spili nú ekki alveg í meistaradeild krimma- höfunda eru þessar miklu vinsældir hennar og Kim hið besta mál vegna þess að þrátt fyrir ýmsar brota- lamir er engu logið um að þessar bækur eru alvarlega ávanabindandi. Blóðhefnd er áttunda bókin í f lokknum en sú fimmta sem kemur út á íslensku og sjálfsagt taka miklu fleiri en undir- ritaður henni Kim fagnandi. Ekki skyggir heldur á gleðina að þessi bók er sú öf lugasta og skemmti- legasta hingað til. Bækurnar eru vissulega formúlu- kenndar en Marsons má eiga það að hún kann uppskriftina og það er bara nákvæmlega ekki neitt að góðum formúlureyfara þegar öllum helstu hráefnum er blandað saman í réttum hlutföllum. Marsons er einkar lagið að spinna áhugaverðar sögur utan um morð, siðblindu, ofbeldi og aðra óáran sem þrífst í skuggahliðum mannlífsins. Samkvæmt nánast ófrávíkjanlegri reglu glæpasögunnar tekur hún síðan á ýmsum samfélagsmeinum í leiðinni og á oftar en ekki heil- mikið erindi. Helsti ljóðurinn á ráði höfundar- ins er hversu ódýrar lausnir hennar eru stundum á annars fínum flækj- um. Stundum er eins og Kim fái bara vitrun og bæng! Gátan leyst. Marsons skapar hins vegar áhuga- verðar persónur og tekst að vekja áhuga og samúð lesandans með öllu rannsóknarlöggugenginu sem Kim stjórnar. Fyrst og fremst snýst þetta þó allt um hörkutólið Kim Stone, sem svo sannarlega stendur undir eftirnafni. Bækurnar sækja fyrst og fremst kraftinn og aðdráttaraf lið í Kim sem er ekki síst heillandi vegna þess hversu áreynslulaust hún yfirtekur öll helstu karakterein- kenni og klisjur karlmannanna sem hafa verið í brennidepli glæpasagna í gegnum áratugina. Kim er sannkallaður „gender bender“, eins og það heitir í fræðunum í útlandinu. Hún er krumpuð á sálinni, kaldlyndur einfari sem leggur sig fram um að fela að undir klakabrynjunni slær hjarta úr gulli. Hún storkar örlögunum á lífs- hættulegum hraða á mótorhjólinu sínu, slæst eins og vargur, rífur stólpa kjaft og er auðvitað mar- tröð yfirboðara sinna, enda lífsins ómögulegt að fara eftir fyrirmælum. Kim er sko kona að mínu skapi og Angela Marsons hefur skrifað utan um hana áhugaverðan og spenn- andi heim þannig að maður er bara orðinn „húkkt“ og getur ekki beðið eftir næstu bók. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: Besta bókin hingað til í sallafínni krimmaseríu sem er ekki síst ávanabindandi vegna þess hversu aðalpersónan Kim Stone er ómótstæði- legur löggutöffari. Komi hún fagnandi. Sem oftast. Töffarinn Kim Stone í banastuði Hvað? Hvenær? Hvar? Mánudagur hvar@frettabladid.is 18. MARS 2019 Hvað? #metoo og stjórnmálin Hvenær? 8.30- 10.00. Hvar? Grand Hótel Reykjavík Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds, boðið verður upp á léttan morgunverð. Streymt verður beint frá fund- inum. Opnunarávarp: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, kynnir niðurstöður rannsóknar á kynferðisof beldi og áreiti innan þjóðþinga Evrópu. Pallborð og umræður. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, mun stýra pallborðsumræðum með fulltrúum allra flokka í kjöl- far erindanna. Þátttakendur í pallborði: Una Hildardóttir, fyrir hönd Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs Lilja D. Alfreðsdóttir, fyrir hönd Framsóknarflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Víglundsson, fyrir hönd Við- reisnar, Heiða Björg Hilmisdóttir, fyrir hönd Samfylkingarinnar, Þorsteinn Sæmundsson, fyrir hönd Miðflokks, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrir hönd Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, fyrir hönd Flokks fólksins. Katrín Jakobsdóttir flytur ávarp á Grand Hóteli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Birds of Passage (eng sub) .......... 17:30 Capernaum (ice sub) ......................... 17:30 Shoplifters//Búðarþjófar (eng sub) 17:40 Taka 5 // Take 5 (eng sub) ........... 20:00 Brakland (danish w/eng sub) ....... 20:00 Birds of Passage (ice sub) ........... 20:00 Capernaum (eng sub) ...................... 22:00 Arctic (ice sub)....................................... 22:00 Free Solo (english - no sub) ..........22:30 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel útbúinn pallbíll með 3.0 lítra, 258 hestafla, V6 dísilvél, 580 Nm togi, sjálfvirkum vélarhitara, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, regn- og birtuskynjara, Xenon/led aðalljósum og 18” álfelgum. Volkswagen Amarok verð frá 8.290.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 6.220.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá 2.870.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fullkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá 4.590.000 kr. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M Á N U D A G U R 1 8 . M A R S 2 0 1 9 1 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 3 -7 9 F C 2 2 9 3 -7 8 C 0 2 2 9 3 -7 7 8 4 2 2 9 3 -7 6 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.