Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 37
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 31. umferðar 2018-19
Bournem. - Newcastle 2-2
0-1 Salomon Rondon (45+5), 1-1 Joshua
King, víti (48.), 2-1 King (81.), 2-2 Matt
Ritchie (90+4.).,
Burnley - Leicester 1-2
0-1 James Maddison (33.), 1-1 Dwight
McNeil (38.), 1-2 Wes Morgan (90.).
Rautt spjald: Harry Maguire (4.).
West Ham - Hudders. 4-3
1-0 Mark Noble, víti (15.), 1-1 Juninho
Bacuna (17.), 1-2 Karlan Ahearne-Grant
(30.), 1-3 Ahaerne-Grant (65.), 2-3 Angelo
Ogbonna (75.), 3-3 Chicharito (84.), 4-3
Chicharito (90+1.).
Fulham - Liverpool 1-2
0-1 Sadio Mané (26.), 1-1 Ryan Babel (74.),
1-2 James Milner, víti (81.)
Everton - Chelsea 2-0
1-0 Richarlison (49.), 2-0 Gylfi Þór Sigurðs-
son (72.).
FÉLAG L U J T MÖRK S
Liverpool 31 23 7 1 70-18 76
Man. City 30 24 2 4 79-21 74
Tottenham 30 20 1 9 57-32 61
Arsenal 30 18 6 6 63-39 60
Man. Utd. 30 17 7 6 58-40 58
Chelsea 30 17 6 7 50-33 57
Wolves 30 12 8 10 38-36 44
Watford 30 12 7 11 42-44 43
West Ham 31 12 6 13 41-46 42
Leicester 31 12 5 14 40-43 41
Everton 31 11 7 13 43-42 40
Bournem. 31 11 5 15 43-56 38
Newcastle 31 9 8 14 31-40 35
C. Palace 30 9 6 15 36-41 33
Brighton 29 9 6 14 32-42 33
Southamp. 30 7 9 14 34-50 30
Burnley 31 8 6 17 35-59 30
Cardiff 30 8 4 18 27-57 28
Fulham 31 4 5 22 29-70 17
Huddersf. 31 3 5 23 18-57 14
Meistaraheppni hjá Man. City
Manchester City er komið áfram í undanúrslit enska bikarsins en lærisveinar Pep Guardiola voru stál-
heppnir gegn Swansea um helgina. City er í dauðafæri á að vinna annan titil tímabilsins í bikarnum.
Leikmaður helgarinnar
Javier Hernandez hefur átt erfitt uppdráttar í
herbúðum West Ham en hann minnti á sig um
helgina með tveimur mörkum. Mexíkaninn
þrífst á því að skora fótboltamörk og er nú
búinn að skora þrjú mörk í síðustu fimm
leikjum.
Miklar væntingar voru gerðar til Hern-
andez þegar West Ham keypti hann fyrir
tveimur árum frá Bayer Leverkusen en
honum hefur ekki tekist að festa sig í sessi
í byrjunarliði West Ham og hefur ítrekað
verið orðaður frá félaginu.
Chicharito þekkir það vel að koma inn af
bekknum sem varaskeifa til að breyta leikjum
líkt og um helgina. Mörkin tvö komu með
snyrtilegum skalla og gerðu útslagið fyrir
Hamrana sem tóku stigin þrjú.
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Það var þreytumerki
yfir Liverpool-liðinu
um helgina og lenti
liðið í vandræðum
gegn Fulham en mót-
lætið stöðvaði þá ekki.
Þeir náðu toppsætinu á ný og
settu með því pressu á City sem
á þó leik til góða.
Hvað kom á óvart?
Huddersfield hefur
átt erfitt uppdráttar
fyrir framan markið,
sérstaklega á úti-
völlum en setti þrjú á
Ólympíuvellinum í London um
helgina. Það dugði ekki til eftir
dramatíska endurkomu West
Ham.
Mestu vonbrigðin
Milwall var á leiðinni
á Wembley í und-
anúrslit bikarsins í
þriðja sinn á þess-
ari öld en dýrkeypt
mistök urðu þeim að falli.
Eftir að hafa leitt 2-0 þegar þrjár
mínútur voru til leiksloka þurftu
þeir að sjá á eftir undanúrslita-
leiknum eftir vítaspyrnukeppni.
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Skoraði eitt í 2-0 sigri
á Chelsea, hans tólfta
mark á tímabilinu.
Cardiff
Aron Einar Gunnarsson
Fékk frí um helgina enda
var Cardiff ekki að spila.
Enska bikarkeppnin
Átta liða úrslit 2018-19
Watford - C. Palace 2-1
1-0 Etienne Capoue (21.), 1-1 Michy Bats-
huayi (62.), 2-1 Andre Gray (79.)..
Swansea - Man. City 2-3
1-0 Matt Grimes, víti (20.), 2-0 Bersant
Celina (29.), 2-1 Bernando Silva (69.), 2-2
Kristoffer Nordfeldt, sjálfsm. (78.), 2-3
Aguero (88.).
Wolves - Man. United 2-1
1-0 Raul Jimenez (70.), 2-0 Diego Jota (76.),
2-1 Marcus Rashford (90+5.).
Milwall - Brighton 2-3
1-0 Alex Pearce (70.), 2-0 Aiden O’Brien
(79.), 2-1 Jurgen Locadia (88.), 2-2 Solly
March (90+5.).
Rautt spjald: Shane Ferguson (120.).
Brighton vann 5-4 í vítaspyrnukeppni
FÓTBOLTI Ummæli Pep Guardiola,
stjóra Manchester City eftir naum-
an 3-2 sigur hans manna á Swansea
í enska bikarnum um helgina sögðu
sitt. Svanirnir höfðu barist með
kjafti og klóm við að verja óvænt
forskot í síðari hálfleik en tvö mörk
frá City sem áttu aldrei að standa
sendu City áfram í undanúrslitin
en Swansea úr leik. Guardiola hafði
orð á því að honum þætti það leitt
að þessi mörk hefðu skilið liðin að
í viðtölum eftir leik og gagnrýndi
skort á myndbandsdómgæslu á
vellinum. Manchester City sótti
án af láts í seinni hálf leik og áttu
sigurinn að lokum verðskuldaðan
en leikmenn Swansea eiga rétt á því
að vera ósáttir.
Fæstir áttu von á því að Swansea
sem siglir lygnan sjó rétt fyrir ofan
fallsætið í Championship-deildinni
myndi ná að stríða stjörnum prýddu
liði Manchester City. Tvö mörk í
fyrri hálfleik breyttu því og leiddi
Swansea í upphafi seinni hálfleiks
áður en Bernando Silva minnkaði
metin með snyrtilegu skoti.
Nokkrum mínútum síðar var
vafasöm vítaspyrna dæmd á Swan-
sea, Cameron Carter-Vickers átti
frábæra tæklingu en dómari leiks-
ins dæmdi vítaspyrnu fyrir brot á
Raheem Sterling í stað hornspyrnu.
Á punktinn steig Sergio Agüero
og fór spyrna hans af stönginni
aftur í markvörð Swansea og í
netið. Aftur brugðust dómararnir
tíu mínútum fyrir leikslok þegar
Agüero var rangstæður þegar hann
skallaði boltann í netið af stuttu
færi sem reyndist vera sigurmarkið.
Tvö mörk sem myndbandsdóm-
gæsla hefði komið í veg fyrir en
enska knattspyrnusambandið kaus
að nota ekki myndbandsdómgæslu
á þessum leik. Ákveðið var að tækn-
in yrði aðeins notuð á heimavöllum
úrvalsdeildarliða en Swansea sem
féll úr úrvalsdeildinni síðasta vor er
með búnaðinn til staðar.
„Það ber að spyrja enska knatt-
spyrnusambandið af hverju mynd-
bandsdómgæsla var ekki notuð í
dag. Búnaðurinn er til staðar en
kosið var að nota hann ekki. Ef þetta
var ekki vítaspyrna og sigurmarkið
þá þykir mér það leitt því ég vil ekki
vinna leiki með þessum máta.“
Takist Manchester City að landa
enska bikarnum þetta árið munu
eflaust fáir líta til baka á heppnina
sem var með þeim í liði í þessum
leik. Til þess að vinna titla þarftu
að hafa heppnina með þér í liði og
er Manchester City í dauðafæri á
að vinna enska bikarinn í ár enda
með lang sterkasta liðið sem eftir er
í bikarkeppninni þetta árið.
Með hverri vikunni sem líður
færist draumurinn um fernuna
nær Manchester City. Þegar loka-
kafli tímabilsins er að hefjast eftir
landsleikjahlé er liðið í átta liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu,
undanúrslitum bikarsins og með
örlögin í eigin höndum í deildinni
en öllu þessu fylgir mikið leikjaálag
sem leikmenn City þurfa að takast á
við. kristinnpall@frettabladid.is
Okkar menn
Íslendingar í efstu deild
á Englandi
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Sótti rautt spjald á Harry
Maguire í upphafi leiks í
tapi gegn Leicester.
Sergio Agüero kom inn af bekknum og reyndist hetja Manchester City um helgina enda átti hann stóran þátt í tveimur af þremur mörkum Manchester City.
Argentínumaðurinn er kominn með 28 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum og hefur reynst City afar dýrmætur undanfarnar vikur. NORDICPHOTOS/GETTY
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M Á N U D A G U R 1 8 . M A R S 2 0 1 9
1
8
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
3
-5
2
7
C
2
2
9
3
-5
1
4
0
2
2
9
3
-5
0
0
4
2
2
9
3
-4
E
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K