Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 36
Haukar - ÍR 31-29 Markahæstir: Adam Haukur Baumruk 8, Daníel Ingason 5, Heimir Óli Heimisson 5 - Björgvin Þór Hólmgeirsson 6, Kristján Orri Jóhannsson 5, Arnar Freyr Guðmundsson 5. Akureyri - Grótta 25-23 Markahæstir: Patrekur Stefánsson 8, Leonid Mykhailiutenko 5, Jóhann Geir Sævarsson 5 - Brynjar Jökull Guðmundsson 7, Arnar Jón Agnarsson 4. Fram - Stjarnan 24-29 Markahæstir: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6, Andri Þór Helgason 6, Valdimar Sigurðs- son 3 - Aron Dagur Pálsson 9, Egill Magnús- son 7, Ari Magnús Þorgeirsson 3. FH - Afturelding 22-22 Markahæstir: Bjarni Ófeigur Valdimars- son 6, Ásbjörn Friðriksson 6, Arnar Freyr Ársælsson 4 - Finnur Ingi Stefánsson 5, Tumi Steinn Rúnarsson 5. Nýjast Olís-deild karla Efri Haukar 29 Selfoss 26 Valur 25 FH 25 Afturelding 19 ÍBV 17 Neðri Stjarnan 15 ÍR 14 KA 13 Fram 11 Akureyri 10 Grótta 8 Olís-deild kvenna Efri Valur 32 Fram 29 Haukar 23 ÍBV 23 Neðri KA/Þór 19 Stjarnan 13 HK 9 Selfoss 4 Stjarnan - HK 23-22 Markahæstar: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 12, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 4, Rakel Dögg Bragadóttir 2 - Díana Kristín Sigmarsdóttir 6, Berglind Þorsteinsdóttir 5. Selfoss - ÍBV 19-28 Markahæstar: Hrafnhildur Hanna Þrastar- dóttir 5, Sara Boye Sörensen 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3 - Ester Óskarsdóttir 9, Greta Kavaliuskaite 5, Arna Sif Pálsdóttir 4. Haukar - Valur 25-32 Markahæstar: Berta Rut Harðardóttir 7, Karen Dögg Díönudóttir 5, Ramune Pekar- skyte 6 - Lovísa Thompson 6, Gerður Arin- bjarnar 5, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3. 1 8 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R SPORT FORMÚLA 1 Þegar sviðsljósið var á Lewis Hamilton, Sebastian Vettel, Max Verstappen og Daniel Ricci­ ardo var það  finnski ökuþórinn Valtteri Bottas sem reyndist hlut­ skarpastur í fyrsta kappakstri árs­ ins í Formúlu 1 um helgina þegar hann kom fyrstur í mark í Mel­ bourne, Ástralíu. Í aðdraganda kappakstursins í Ástralíu voru augu f lestra á Lewis Hamilton. Breski ökuþórinn á Mercedes­bílnum hefur verið í sér­ f lokki undanfarin ár og eftir fjóra heimsmeistaratitla á undanförnum fimm árum var komið að því að gera atlögu að metum Michaels Schu­ macher. Hamilton sjálfur reyndi að dreifa athyglinni í aðdraganda kappakstursins og setja pressu á Ferrari sem komu hvað best út úr æfingunum í Barcelona en það var Bottas sem stal sviðsljósinu. Hamilton var langf ljótastur á æfingum fyrir helgi og fylgdi því eftir með því að ná ráspól, þeim 84. á ferlinum á laugardaginn, um tíu sekúndubrotum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Bottas. Í kappakstrinum sjálfum var það Bottas sem komst fram fyrir Hamilton strax í upphafi og átti óaðfinnanlegan dag. Bottas kom í mark á 1:25,27 og var með tuttugu sekúndna forskot á liðsfélaga sinn, Hamilton sem þurfti að einbeita sér að því að halda aftur af Max Verstappen í stað þess að eltast við Bottas. Þá fékk Bottas aukastig fyrir fljót­ asta hringinn í kappakstrinum í tvöföldum sigri Mercedes en Ferrari þurfti að láta fjórða og fimmta sætið duga í fyrsta kappakstri ársins. Bottas, sem náði ekki að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra, var að vonum í skýjunum eftir fyrsta kappakstur ársins. „Það er erfitt að útskýra hvað fór úrskeiðis andlega á síðasta tímabili en það breyttist eitthvað í vetur. Þetta var besta frammistaða mín frá upphafi. Bíllinn var fullkominn og ég naut þess að keyra í dag,“ sagði Bottas í samtali við fjölmiðlamenn eftir kappaksturinn. Næsti kappakstur fer fram í olíu­ ríkinu Barein eftir tvær vikur og fá liðin því nú viku til að fínstilla bíl­ inn og fara yfir hvað fór úrskeiðis í kappakstri helgarinnar. Miðað við fyrsta kappaksturinn skyldi enginn afskrifa að ökuþór frá Mercedes vinni sjötta árið í röð. – kpt Óaðfinnanlegur dagur hjá Finnanum Bottas Bottas kemur fyrstur í mark í Melbourne um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY MMA Gunnar Nelson mátti sætta sig við fjórða tap ferilsins eftir að dómaraþríeykið úrskurðaði Leon Edwards sigur í búrinu á UFC bar­ dagakvöldi í London um helgina. Er þetta fjórða tap Gunnars á ferlinum og það fjórða í síðustu átta bar­ dögum en á sama tíma tókst Leon að vinna sjöunda bardagann í röð. Síðan Leon tapaði gegn núverandi veltivigtarmeistaranum Kamaru Usman hefur Leon barist sjö sinn­ um og unnið alla þá bardaga, þar af fimm sinnum á dómaraúrskurði og má búast við að hann fái titil­ bardaga innan skamms með þessu áframhaldi á meðan óvíst er hvaða bardaga Gunnar fær næst. Keppt var í heimalandi Edwards en það var ekki að heyra því Íslend­ ingar sem fjölmenntu til London til að styðja við bakið á Gunnari létu vel í sér heyra. Virtist oft sem Íslendingurinn væri á heimavelli en ekki Edwards. Fyrsta lotan um helgina var jöfn, Gunnar var sókndjarfari framan af og sóttist eftir því að koma Leon í gólfið sem Leon var að reyna að forðast. Þegar Gunnar náði að koma Leon í gólfið eftir rúma mínútu var Leon vel undir það búinn og komst fljótlega á fætur á ný. Edwards náði að koma Gunnari í erfiða stöðu og skellti honum í gólfið þegar fyrsta lotan var hálfnuð en Gunnar náði að verjast vel þrátt fyrir erfiða stöðu. Leon náði inn á milli að koma að höggum sem skiluðu honum eflaust sigri í fyrstu lotunni. Í annarri lotu var það aftur Gunn­ ar sem reyndi að sækja og koma bardaganum í gólfið á meðan þeir skiptust á höggum. Á lokamínútu annarrar lotu náði Gunnar góðum höggum en Edwards svaraði með olnbogaskoti sem kom Gunnari úr jafnvægi. Við það komst Edwards í lykilstöðu og lét höggin dynja á Gunnari síðustu tuttugu sekúndur lotunnar þegar Gunnar neyddist til að verjast úr gólfinu en Gunnari tókst að lifa af síðustu sekúndurnar. Það var því ljóst að Gunnar þurfti að klára bardagann í þriðju lotu og hélt Gunnar áfram að sækja strax í upphafi lotunnar en Edwards tókst enn og aftur að sleppa vel þegar Gunnar kom honum upp að búrinu. Var lotan því jöfn þar til á lokamínútunni þegar Gunnar náði að skella Leon í gólfið og reyndi að ná stöðu til að vinna bardagann en Edwards stóðst árásir Gunnars og hélt sjó síðustu mínútuna. „Ég er afar sáttur með frammi­ stöðuna mína gegn góðum mót­ herja í Gunnari Nelson. Ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari eftir frábæran bardaga og ég hlakka til að sjá hann berjast á ný,“ sagði Leon á Twitter­síðu sinni eftir bardagann eftir að hafa kallað Gunnar einn besta glímukappa veltivigtardeildarinnar í viðtölum eftir bardagann á laugardaginn. kristinnpall@frettabladid.is Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. Dómaraþríeykið úrskurðaði Leon Edwards sigurinn um helgina en einn þeirra var á því að Gunnar hefði haft betur inn í búrinu. NORDICPHOTOS/GETTY Ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari og hlakka til að sjá hann berjast á ný. Leon Edwards FIMLEIKAR Valgarð Reinhardsson úr Gerplu var sigursæll á Íslands­ mótinu í áhaldafimleikum sem fór fram um helgina. Á laugardaginn voru Valgarð og Agnes Suto­Tuuha úr Gerplu krýnd Íslandsmeistarar í fjölþraut. Var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill Agnesar en þriðji í röð hjá Valgarð. Í gær var keppt í einstökum áhöldum á seinni dag Íslands­ mótsins og var Valgarð sigursæll í karlaflokki. Valgarð bar sigur úr býtum í fjórum áhöldum af sex eða í hringjum, stökki, tvíslá og svifrá. Í gólfæfingum stóð Eyþór Örn Baldursson uppi sem sigurvegari og á bogahesti var það Arnþór Daði Jónsson sem sigraði en báðir koma þeir úr Gerplu. Í kvennaflokki voru Gerplukonur sigursælar,  Agnes á tvíslá, Sunna Kristín Ríkharðsdóttir sigraði á slá, Andrea Ingibjörg Orradóttir í stökki, þær eru allar úr Gerplu en Katharína Sybilla Jóhannsdóttir úr Fylki þótti skara fram úr í gólf­ æfingum í gær. - kpt Valgarð bar af á Íslandsmótinu 1 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 3 -5 C 5 C 2 2 9 3 -5 B 2 0 2 2 9 3 -5 9 E 4 2 2 9 3 -5 8 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.