Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 6
Erfitt er að festa fingur á hve háar bætur dómstólar myndu ákveða í svo for- dæmalausu máli. Áætlað tekjutap bæjar- ins er 145 milljónir. Frelsissviptir dagar Uppreiknaðar bætur Sævar Marinó Ciesielski 3.059 685.216.000 kr. Krisján Viðar Júlíusson 2.710 607.040.000 kr. Tryggvi Rúnar Leifsson 2.193 491.232.000 kr. Guðjón Skarphéðinsson 1.800 403.200.000 kr. Albert Klahn Skaftason 180 40.320.000 kr. Alls 2.227.008.000 kr. ✿ Mögulegar bótafjárhæðir miðað við eldri fordæmi VESTMANNAEYJAR Fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar áætlar að beint tekjutap sveitarsjóðs vegna loðnubrests verði 145 milljónir króna. Það sé ekki talið leiða til þess að forsendur fjárhagsáætlunar bresti. Hins vegar telur bæjarráð að hagræða þurfi í rekstrinum. Bæjarráð fjallaði einnig um áform ríkisstjórnarinnar um að skerða tekjur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. „Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerð- ingum á tekjum sveitarfélaganna,“ bókaði bæjarráðið og tók svo fyrir næsta mál á dagskrá sem var að ákveða átta milljóna króna aukaút- gjöld til að kaupa sláttuvél fyrir fót- boltavelli bæjarins. – gar Eyjamenn ræða skertar tekjur Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum. 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TOYOTA YARIS ACTIVE Raðnúmer 150359 Nýskráður: 2015 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 80.000 km. Tilboð: 2.790.000 kr. SSANGYONG TIVOLI HLX Raðnúmer 720047 Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 52.000 km. Verð: 3.190.000 kr. Verð: 4.490.000 kr. AUDI A3 SPORTBACK E-TRON Raðnúmer 112580 Nýskráður: 2018 / Bensín / Rafmagn Sjálfskiptur / Ekinn: 4.000 km. Verð: 1.590.000 kr. Verð: 5.390.000 kr. SSANGYONG REXTON Raðnúmer 150340 Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 50.000 km. OPEL INSIGNIA GS INNOVATION Raðnúmer 445506 Nýskráður: 2018 / Bensín Sjálfskiptur/ Ekinn: 23.000 km. Verð: 3.990.000 kr. OPEL MOKKA Raðnúmer 340190 Nýskráður: 2017 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 29.000 km. Verð: 2.990.000 kr. Tilboð: 2.670.000 kr. CHEVROLET CRUZE Raðnúmer 445227 Nýskráður: 2013 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 44.000 km. Verð: 1.790.000 kr. Tilboð: 1.490.000 kr. * Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl. CHEVROLET SPARK Raðnúmer 445368 Nýskráður: 2016 / Bensín Beinskiptur / Ekinn: 22.000 km. Verð: 1.190.000 kr. Tilboð: 990.000 kr. 4X 4 4X 4 Opel Ampera Nýskráður: 2012 / Rafmagn Sjálfskiptur / Ekinn: 40.000 km. Raðnúmer 445530 Verð: 2.490.000 kr. Gott úrval notaðra bíla benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 10-14 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 Hy br id Ra fm ag n GEIRFINNSMÁL Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í skaða- og miska- bætur vegna sýknudómsins sem féll síðastliðið haust í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Með vísan til þess að um for- dæmalaust mál er að ræða í íslenskri réttarsögu, er ekki hlaupið að því fyrir samningsaðila að gera sér í hugarlund hvernig bótamálið yrði dæmt af dómstólum. Þrír hinna sýknuðu eru enn á lífi, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason. Þeir eiga allir stjórnar- skrárvarinn hlutlægan bótarétt vegna frelsisskerðingar að ósekju. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að sáttum verði náð við þá og einnig aðstandendur Sævars Mar- inós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir. Tveir dómar sem vísað hefur verið til sem fordæma um bóta- greiðslur eru annars vegar svokallað Vegasmál Sigurþórs Arnarsonar sem dæmdar voru bætur í Héraðs- dómi Reykjavíkur 2015. Hann var sakfelldur árið 1993 fyrir að verða manni að bana á veitingastaðnum Vegas og sat í fangelsi í 15 og hálfan mánuð. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupp- tekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Honum voru dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015 í skaða- og miskabætur. Dómurinn varpar nokkru ljósi á túlkun lagaákvæða sem tekið hafa breytingum, til dæmis um aukinn bótarétt. Hins vegar er litið til dóms Hæstaréttar í bótamáli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi á árunum 1976- 1977 vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns. Í dóminum var meðal annars vísað til óforsvaranlegra húsakynna Síðumúlafangelsis og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar. Miskabætur sem mönnunum voru dæmdar jafngiltu verðmæti ein- býlishúss á þeim tíma þegar dómur féll árið 1983 og nema á núvirði að teknu tilliti til verðlagsbreytinga rúmum 23 milljónum, um það bil 224 þúsund krónum fyrir hvern dag. Samkvæmt heimildum blaðsins lagði einn viðsemjenda sátta- nefndarinnar útreikning bóta á grundvelli þessa fordæmis fyrir nefndina, auk útreiknings bóta fyrir missi atvinnutekna. Ekki heyrðist frá nefndinni um nokkurra vikna skeið eftir að fyrrnefndir útreikn- ingar voru lagðir fyrir hana en ljóst er að niðurstaða útreikninganna hleypur á hundruðum milljóna í tilviki f lestra hinna sýknuðu. Útreikningarnir taka ekki til ann- arra bóta sem komið gætu til, þar á meðal skaðabætur vegna missis atvinnutekna meðan á frelsissvipt- ingu stóð og eftir atvikum einnig eftir að afplánun lauk með vísan til mannorðsmissis hinna dómfelldu í kjölfar málsins. Með vísan til þess að fólkið sat inni allt frá 6 mánuðum til rúmlega 8 ára er ljóst að bætur fyrir missi atvinnutekna gætu einnig orðið umtalsverðar. adalheidur@frettabladid.is Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinns- málum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. Verjendur við munnlegan málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 D -1 4 D C 2 2 9 D -1 3 A 0 2 2 9 D -1 2 6 4 2 2 9 D -1 1 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.