Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 23
Þorvaldur
Gylfason
Í DAG L ima, Perú – Tvo síðustu fimmtudaga hef ég að gefnu tilefni fjallað hér um spill-ingu. Fyrst rakti ég rás við-burðanna á Íslandi frá upp-hafi haftabúskapar 1927
fram á okkar daga og hvernig spilling
gróf um sig í skjóli hafta og skömmt-
unar, hermangs, ókeypis úthlutunar
veiðiheimilda til útvegsmanna og
einkavæðingar bankanna. Síðan stikl-
aði ég á stóru í spillingarsögu Panama
til að leiða lesandanum fyrir sjónir
ýmsar e.t.v. óvæntar andstæður og
einnig hliðstæður. Nú er komið að því
að reyna að rekja í grófum dráttum
samhengið í sögunni.
Menningarástand og saga
Spilling verður naumast rakin til
ákveðinna atburða, t.d. hafta eða
hermangs, heldur virðist nær að
skoða hana sem inngróna hegðun á
vettvangi stjórnmála og viðskipta,
ákveðið menningarástand sem hefur
ríkt á Íslandi síðan vísir að lýð-
ræðisstjórnmálum varð til um og eftir
aldamótin 1900. Heimastjórninni
1904 fylgdi sterkt f lokksræði ásamt
auknum umsvifum ríkisins næstu
áratugi. Hvað skyldi fyrsti ráðherr-
ann, Hannes Hafstein, hafa haft fyrir
stafni þau ár sem hann var ekki ráð-
herra? Hann var ráðherra 1904-1909,
bankastjóri Íslandsbanka 1909-1912,
ráðherra aftur 1912-1914 og banka-
stjóri 1914-1917 þegar heilsa hans
bilaði. Tryggvi Gunnarsson, móður-
bróðir hans, sat á Alþingi 1869-1885
og aftur 1894-1908 og var bankastjóri
Landsbankans 1893-1909. Þarna
m.a. var lagður grunnur að meira en
hundrað ára samkrulli bankamála og
stjórnmála.
Haftakerfið 1927-1960 féll í gljúpan
svörð við þessar kringumstæður og
varð að gróðrarstíu fyrir hvers konar
spillingu. Höftin ræktuðu sérstaka
tegund hugarfars þar sem skilin milli
viðskipta og stjórnmála máðust út að
miklu leyti. Margar skýringar á spill-
ingunni koma til álita, m.a. yfirburða-
staða eins stjórnmálaf lokks í stjórn-
kerfinu, fyrst Framsóknarf lokksins
í skjóli skakkrar kjördæmaskipanar
og síðan Sjálfstæðisf lokksins með
tilheyrandi ofríki og markaðsfirr-
ingu með hálfsovézkum formerkjum.
Margar bækur, gamlar og nýjar, hafa
lýst þessu ástandi auk annarra vitnis-
burða. Meðal eldri bóka um málið má
nefna Iðnbylting hugarfarsins (1988)
eftir Ólaf Ásgeirsson sagnfræðing,
Milliliður allra milliliða (1959) eftir
Pétur Benediktsson bankastjóra
og Þjóð í hafti (1988) eftir Jakob F.
Ásgeirsson rithöfund.
Erum við of fá?
Sumir nefna fámenni sem skýringu
á spillingunni þvert á tiltækar tölur.
Transparency International hefur í
bráðum aldarfjórðung mælt spill-
ingu í stjórnmálum og stjórnsýslu
um heiminn. Mælingarnar sýna að
fámenn lönd mælast yfirleitt óspillt-
ari en fjölmenn lönd. Meðaleinkunn
fyrir spillingu í 20 löndum með færri
en eina milljón íbúa var 5,3 árin 2015-
2016 borið saman við meðaleinkunn-
ina 3,9 hvort heldur í 31 landi með
10-20 milljónir íbúa eða 13 löndum
með f leiri en 100 milljónir íbúa.
Háar einkunnir vísa á litla spillingu.
Danir og Ný-Sjálendingar skora hæst
með einkunnina 9,0 fyrir 2015-2016.
Sómalía rekur lestina með einkunn-
ina 0,9 og ætti því e.t.v. heldur að heita
Ósómalía.
Ef fámenni væri ein af undirrótum
spillingar væri úr vöndu að ráða. Þá
þyrftu fámenn ríki annaðhvort að
sætta sig við spillinguna eða gera sér-
stakar ráðstafanir til að uppræta hana
eða jafnvel ráðast í mannfjölgun með
innf lutningi fólks annars staðar að.
En fámenni virðist sem sagt ekki vera
sérstakt vandamál sem betur fer fyrir
fámenn lönd. Eigi að síður getur talizt
nauðsynlegt að gera ráðstafanir gegn
spillingu í litlum löndum. Einmitt það
hefur ríkisstjórnin í Panama gert að
gefnu tilefni og einnig ríkisstjórn Sví-
þjóðar í fyrirbyggjandi tilgangi.
Hér í Perú situr Alberto Fujimori fv.
forseti landsins 1990-2000 í fangelsi
fyrir spillingu og mannréttindabrot.
Vanheilög þrenning
Órofa tengsl stjórnmála, viðskipta og
banka vegna skorts á valdmörkum
og mótvægi eru höfuðkennimark,
mér liggur við að segja brennimark
íslenzkrar spillingar. Einkavæðing
bankanna var illa ef ekki glæpsam-
lega útfærð og leiddi til hruns m.a. af
því að stjórnvöld vildu ekki sleppa
takinu af bönkunum. Stjórnmála-
menn höfðu af hent útvegsmönnum
ókeypis aðgang að auðlindinni í
sjónum og töldu vænlegt að hafa
svipaðan hátt á einkavæðingu
bankanna. Vart mátti á milli sjá hvor
röddin var háværari í halelújakórnum
að baki bankanna fram að hruni,
rödd stjórnmálamannanna eða rödd
viðskiptalífsins. Viðskiptaráð taldi
Ísland standa Norðurlöndum „framar
á f lestum sviðum“. Bankarnir lánuðu
þingmönnum mikið fé fyrir hrun,
einkum til hlutabréfakaupa með
veði í bréfunum sem gufuðu upp. Tíu
alþingismenn, þar af sjö þingmenn
Sjálfstæðisf lokksins, skulduðu bönk-
unum 100 milljónir króna eða meira
hver um sig, sumir miklu meira, þegar
bankarnir hrundu. Bankarnir halda
áfram að veita útvegsfyrirtækjum lán
með veði í sameignarauðlind þjóðar-
innar. Þrenningin lætur sér ekki
segjast. Hún mun halda uppteknum
hætti eða jafnvel færa sig upp á skaftið
nema fólkið í landinu setji henni
stólinn fyrir dyrnar.
Heim til þín, Ísland
Bankarnir halda áfram að
veita útvegsfyrirtækjum lán
með veði í sameignarauðlind
þjóðarinnar. Þrenningin lætur
sér ekki segjast. Hún mun halda
uppteknum hætti eða jafnvel
færa sig upp á skaftið nema
fólkið í landinu setji henni
stólinn fyrir dyrnar.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
8
1
4
H
y
u
n
d
a
i
i2
0
a
lm
e
n
n
5
x
2
0
m
a
rs
Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 | www.hyundai.is
Nýr og spennandi
Hyundai i20.
Sýndu skynsemi. Veldu nýjan i20.
Nýr i20 er fáanlegur með sjálfvirkri neyðarhemlun, akreinavara og sjálfvirkri hækkun og lækkun
aðalljósa. Innréttingin hefur fengið nýtt og vandaðra yfirbragð, nýr 7" snertiskjár nýtir sér
fullkomnustu margmiðlunartækni á borð við Apple CarPlay™ og Android Auto™.
Verið velkomin að reynsluaka nýjum og glæsilegum Hyundai i20.
Verð frá:
2.290.000 kr.
Hyundai býður viðskiptavinum sínum upp á eina víðtækustu
ábyrgð sem völ er á. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára
verksmiðjuábyrgð og ótakmarkaður akstur.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F I M M T U D A G U R 2 1 . M A R S 2 0 1 9
2
1
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
9
D
-2
D
8
C
2
2
9
D
-2
C
5
0
2
2
9
D
-2
B
1
4
2
2
9
D
-2
9
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K