Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 8
Ég á ekkert. Ég hef misst allt. Við eigum engan mat. Ég er ekki einu sinni með teppi. Við þurfum hjálp. Kona í bænum Manhava Karadzic sagði sakfell- ingu sína byggða á sögu- sögnum og mýtum. 200 hið minnsta hafa farist í Mósambík. MÓSAMBÍK Tala látinna í Mósam- bík, Simbabve og Malaví hækkar enn eftir að hitabeltislægðin Idai gekk á land síðasta fimmtudag. Staðan þykir verst í Mósambík, þar sem stormurinn gekk á land, en stjórnvöld greindu í gær frá því að rúmlega 200 dauðsföll hefðu nú verið staðfest. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðu frá því að alls hefði stormur- inn bitnað á rúmlega 2,6 milljónum íbúa á svæðinu. Helsta hættan staf- ar nú af flóðum en vindur olli einnig töluverðu tjóni. Mældist 47 metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land. Samkvæmt Rauða krossinum gengur enn erfiðlega að komast að íbúum í neyð enda vegir stór- skemmdir og heilu þorpin á f loti. Talið er að 400.000 hið minnsta hafi misst heimili sín í hamförunum. „Þetta er versta neyðarástand í sögu Mósambík,“ sagði Jamie LeSueur, sem stýrir björgunar- verkefni Rauða krossins í hafnar- borginni Beira, við Reuters. Borgin varð einna verst úti í storminum og flóðvatn víða margir metrar á dýpt. Þá sagði LeSueur enn fremur að lík- lega myndi tala látinna hækka. Blaðamaður BBC í Beira sagði frá því að íbúar í Beira væru án matar, skjóls og klæða. Neyðin væri því mikil en í ljósi aðstæðna berst hún seint og illa. „Ég hef ekkert. Ég hef misst allt. Við höfum engan mat. Ég er ekki einu sinni með teppi. Við þurfum hjálp,“ hafði blaðamaður- Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri Hjálparstarfsfólk fylgir íbúum í skjól á flugvelli í Beira. NORDICPHOTOS/AFP Byggð í úthverfi Beira úr lofti. Ástandið er afar slæmt, hundruð hafa farist og flóðin eru mikil. NORDICPHOTOS/AFP Hundruð liggja í valnum í Mósambík, Simbabve og Malaví og tala látinna hækkar enn þegar vika er liðin frá því að hitabeltislægðin Idai gekk á land. Heilu þorpin og hverfin eru á floti og von er á frekara regni á næstu dögum. inn eftir konu í bænum Manhava. Búist er við frekara votviðri og er því enn hætta á meira tjóni. Samkvæmt sama miðli eru uppi spurningar um hvort stjórnvöld í Mósambík hefðu átt að vera betur undirbúin fyrir hamfarir sem þessar. Árið 2000 fórust hundruð í miklum flóðum og þrátt fyrir þá reynslu finnist mörgum stjórnvöld ekki hafa lært nóg til að takast á við næstu hamfarir. Filipe Nyusi forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Mósam- bík. En víðar er syrgt. Í Simbabve stendur opinber tala látinna í 98 en hundraða er enn saknað. Africa News greindi frá því að Tansanía hefði styrkt Mósambík, Simbabve og Malaví vegna ham- faranna og sent 214 tonn af mat- vælum sem og 24 tonn af lyfjum og öðrum nauðsynlegum heilbrigðis- vörum. Þá hafa bæði Suður-Afríka og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sett af stað safnanir í von um að fá almenning til að styðja við hjálpar- starf í löndunum þremur. Evrópu- sambandið hefur aukinheldur styrkt ríkin þrjú um 3,5 milljónir evra. thorgnyr@frettabladid.is Aðalfundur Farfugla Aðalfundur Bandalags íslenskra Farfugla verður haldinn mánudaginn 8. apríl n.k. kl. 19.00 í Farfuglaheimilinu í Laugardal, Sundlaugavegi 34. Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar Stjórnin. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Mitsubishi Outlander PHEV er fullvaxinn tengiltvinnbíll sem skartar miklu akstursöryggi. Hann er rúmgóður, vistvænn, kraftmikill og ótrúlega hagkvæmur í rekstri. Komdu og prófaðu vinsælasta bíl á Íslandi. Verð frá 4.690.000 kr. LANGT FRAM ÚR VÆNTINGUM Aukahlutir að verðmæti 350.000 kr. fylgja meðöllum Mitsubishi út apríl! HOLLAND Radovan Karadzic, fyrr- verandi leiðtogi Bosníuserba, er á leiðinni í lífstíðarfangelsi. Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag kvað upp dóm sinn í málinu í gær og þyngdi þar með fyrri dóm en Karadzic hafði fengið fjörutíu ára fang- elsisdóm fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð á neðra dóm- stigi árið 2016. Karadzic sagði sakfellingu sína byggða á sögu- s ö g n u m o g mýtum. Karadzic Radovan Karadzic fær lífstíðardóm er sakfelldur fyrir að hafa skipulagt f jöldamorðið í Srebrenica árið 1995. Þá voru 8.373 Bos- n íu mú s l i m a r myrtir. Karadzic er ekki sá fyrsti sem er dæmdur fyrir aðild að mál- inu. Alþjóðaglæpa- dómstóllinn hefur til að mynda dæmt hershöfðingjann Radislav Krstic í 35 ára fangelsi og þá vakti það heimsathygli árið 2017 þegar herforinginn Slobodan Praljak stytti sér aldur með því að drekka eitur eftir að dómur var kveðinn upp í máli hans. – þea Radovan Karadzic, fyrrverandi leið- togi Bosníuserba. 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 D -2 8 9 C 2 2 9 D -2 7 6 0 2 2 9 D -2 6 2 4 2 2 9 D -2 4 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.