Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 32
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Við eigum 27 ára afmæli og bjóðum því 25% afslátt af öllu í Sigurboganum! 25%- Dagana 20.-23.mars Svanlaug Jóhannsdóttir, söng-kona og viðskiptafræðingur, er skófíkill og það er því ekk- ert skrítið að hún hafi safnað að sér skóm með sögu og gert úr þeim leikþátt. Sjálf hefur Svana, eins og hún er kölluð, lifað óvenjulegu lífi, búið víða um heim, dansað og sungið. Meðal þeirra landa og borga þar sem hún hefur búið eru Ekvador, Argentína og Barcelona. Hún bendir á að í ævintýrum hafi það þótt nauðsynlegt að eiga nesti og nýja skó þegar fólk lagði á sig ferðalag. „Ég er ekki mikið tískufrík en hef ógurlega gaman af öllu sem er sérstakt og gefur lífinu gildi. Þess vegna eru klassísk föt í miklu uppáhaldi,“ segir Svana sem sjálf fetar ótroðnar leiðir í list- sköpun sinni. Margir muna eftir þáttunum Sex and the City en þar komu skór mikið við sögu. Engir venjulegir skór heldur dýrir og óvenjulegir frá heimsfrægum hönnuðum eins og Manolo Blahnik sem á í einka- safni sínu yfir 30 þúsund skó. Það var aðalpersóna þáttanna, Carrie, sem var einna veikust fyrir fallegum og dýrum skóm. Rauðir háhælaðir skór hafa alltaf haft mikið aðdráttarafl. Það er til fræg myndasyrpa af Marilyn Monroe í rauðum kjól og skóm í sama lit. Í sýningu Svönu, Í hennar spor- um, sem frumsýnd verður annað kvöld í Tjarnarbíói í leikstjórn Pálínu Jónsdóttur verða átta pör af skóm í aðalhlutverki, hvert þeirra með eigin sögu og karakt- er. „Ég fékk fallega skó gefins frá konu sem ég þekki. Hún hafði fengið skóna frá gamalli frænku sinni sem var dóttir eiganda Hressingarskálans. Þegar ég steig í skóna sem líktust prinsessuskóm fór ég að hugsa um sögu eigand- ans. Skórnir eru silfurlitaðir með silki í botninum. Ég hugsaði sífellt um það hvernig kona það væri sem fór um í svona skóm. Ætli hún hafi gengið um ganga Hressingarskálans, sest við borð og fengið stærri sneið af köku en allir aðrir á staðnum? Þetta var kona sem átti pabba sem tekið var eftir í íslensku samfélagi. Flestir Reykvíkingar komu við á Hressó og fengu sér kaffi og tertusneið,“ segir Svana. „Í framhaldinu hafði ég samband við nokkrar konur og spurði hvort þær vildu gefa mér skó og segja mér sögu um þeirra upplifun í þeim. Ég fékk frábær- lega jákvæð viðbrögð.“ Svana viðurkennir aðdáun sína Lífssaga falin í prinsessuskóm Flestar konur elska skó. Þeir skipta máli í hinu daglega lífi og ef skór hefðu rödd gætu þeir margir sagt áhrifaríka sögu. Skórnir hafa karakter og fylgja okkur í gegnum sorg og gleði. Svana valdi appelsínugula skó þegar hún gifti sig enda er hún skófíkill og segir skemmtilegar sögur um persónur sem ganga um á skrautlegum skóm. Þegar hún kynntist manni sínum var hann í rauðum Prada skóm. MYND/STEFÁN Svana hefur ekki bara gaman af litum og skóm. Hún hikar ekki við að setja upp skrautlega hatta. Svana er ekki bara söngkona og við- skiptafræðingur heldur heimsborg- ari sem hefur búið víða um heim. Gamaldags, klassísk föt eru í miklu uppáhaldi hjá Svönu sem hefur gaman af því að klæða sig upp á. á skóm af öllum gerðum. „Þegar ég kynntist manninum mínum var hann í rauðum Prada skóm. Hann var alveg ótrúlega glæsilegur og átti f leiri skópör en ég. Hann hefur því fullan skilning á þessari skóþörf minni. Eftir hrunið á Íslandi vorum við hjónin á gangi í bænum og ég sá þessa fallegu, dýru appelsínugulu skó í búðar- glugga. Á þessum tíma hélt fólk að sér höndum enda kreppti skórinn hjá f lestum. Ég dáðist að skónum en þá leit eiginmaður minn, Örn Helgason, á mig og sagði: „Það eru alltaf til peningar fyrir hlutum sem skipta máli, Svana mín.“ Ég keypti skóna og notaði þá síðan á brúðkaupsdaginn minn. Við bjuggum á Spáni í fimm ár og giftum okkar þar,“ útskýrir hún. „Reyndar var frábært að kaupa skó á Spáni, fjölbreytt og skemmtilegt úrval af skóm í öllum regnbogans litum.“ Svana var send í alþjóðlegan sumarskóla þegar hún var ellefu ára. „Ég kynntist fólki hvaðan- æva úr heiminum og fékk um leið ferðabakteríu sem mér tekst ekki að losna við. Börnin mín hafa fengið að finna fyrir því að vera á ferðalögum og búa víða um heim. Þegar elsta barnið var sex mánaða fórum við til dæmis til Argentínu og ársgömul f lutti hún til Spánar.“ Svana segist vera mjög hrifin af litum þegar kemur að fatavali sínu og skrítnum höttum sömu- leiðis. „Einhvern veginn fer ég alltaf í þetta svarta þegar ég f lyt til Íslands. Þegar maður býr í heitari löndum vel ég frekar buxur með blómum í fallegum litum. Annars er ég hrifin af vönduðum fatnaði. Hrífst af fötum sem eru fyrir utan þennan hefðbundna íslenska ramma, gamaldags en samt fín,“ segir Svana sem hlakkar mikið til frumsýningarinnar í Tjarnarbíói annað kvöld. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 C -F 2 4 C 2 2 9 C -F 1 1 0 2 2 9 C -E F D 4 2 2 9 C -E E 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.