Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 10
Hægt verður að spila nýjustu og stærstu leikina á svo gott sem hvaða tæki sem er svo lengi sem maður hefur háhraðanettengingu. Eftir langar umræður, spár og get- gátur um hvað Google ætlaði sér að kynna í ávarpi sínu á tölvuleikja- hönnuðaráðstefnunni GDC í vik- unni sviptu þeir Sundar Pichai for- stjóri og Phil Harrison, yfirmaður nýja leikjaverkefnisins, hulunni af Stadia. Þetta nýjasta nýtt frá Google er ekki leikjatölva, eins og ýmsir höfðu spáð, heldur stafræn þjónusta. Google-menn sögðu frá því að með því að nýta það mikla afl sem finna má í þúsundum gagnavera fyrirtækisins víða um heim geri Stadia hverjum sem er kleift að spila nýjustu og stærstu leikina á hvaða tæki sem er. Hvort sem um er að ræða 200.000 króna borð- tölvu, gömlu fermingarfartölvuna eða jafnvel símann þinn. Ákveðin þumalputtaregla er að ef tölvan þín eða síminn getur keyrt YouTube á tækið að geta keyrt Stadia. Vinnslan mun nefnilega öll fara fram í gagnaverunum og leiknum verður síðan streymt í símann þinn, tölvuna eða sjónvarpið. Þann- ig mun maður ekki þurfa að bíða tímunum saman eftir því að hlaða leiknum niður heldur mun maður, samkvæmt Google, geta einfaldlega byrjað hvenær sem er. En þrátt fyrir að Stadia sé spenn- andi og hugmyndin um að maður geti spilað stóra og þunga leiki á hvaða tæki sem er er mörgum spurningum enn ósvarað. Ekki var farið út í hvernig neyt- endur verða rukkaðir. Erlendir tækni- og leikjamiðlar velta því fyrir sér hvort módelið verði svipað og Netflix og X-Box Game Pass, þar sem neytandinn borgar mánaðar- lega fyrir áskrift að efninu, hvort neytendur muni þurfa að borga fyrir leikina sjálfa en enga áskrift að þjónustunni eða jafnvel hvort tveggja. Þar sem Stadia er vefþjónusta er hraðrar og öruggrar nettengingar vitanlega krafist, enda ekkert grín að streyma tölvuleikjum í 4K-upp- lausn og sextíu römmum á sekúndu eins og Google lofar. En tölvuleikja- unnendur víða um heim hafa lýst efasemdum sínum um að upplifun- in af streymdum leikjum verði full- nægjandi þar sem svörunartíminn gæti lengst á milli þess að spilari ýtir á takka og leikurinn svarar. Google gerði bet a-pr u f u á tækninni undir heitinu Project Stream á síðasta ári. Gafst þá spilur- um tækifæri til að prófa Assassin’s Creed Odyssey. Viðbrögðin voru almennt góð en vissulega þótti upp- lifunin verri eftir því sem netteng- ingin varð hægari. Opna á Stadia í ár og var tilkynnt um að næsti leikur í DOOM-seríunni verði í boði á þjón- ustunni. Þá hefur Google opnað eigið leikjastúdíó. Hugmyndin um að streyma leikjum er ekki ný af nálinni. Sprota fyrirtækið Onlive setti slíka þjónustu í loftið á síðasta áratug, en verkefnið gekk ekki upp. Sony held- ur úti PlayStation Now og Microsoft er að feta sig áfram með þjónustu að nafni xCloud. Munurinn á Onlive og Sony annars vegar og Micro- soft og Google hins vegar er þó sá að síðarnefndu fyrirtækin tvö eru mun betur í stakk búin til þess að bjóða upp á þjónustu af þessu tagi enda nú þegar með fjölda gagnavera um heim allan. Fyrrnefndur Harrison sagði í viðtali við Eurogamer að tímasetn- ingin skipti miklu máli. Netið hefði þróast mikið á undanförnum árum. Í þokkabót hefði Google þá innviði sem þarf fyrir verkefni á borð við Stadia. thorgnyr@frettabladid.is  Google færir tölvuleikjaspilun í skýið Google kynnir Stadia til leiks. Segir að allir muni geta spilað nýjustu leikina í gegnum streymi. Vinnslan fari fram í gagnaverum tæknirisans. Viðskiptamódelið liggur ekki fyrir. Sams konar verkefni hafa áður mistekist en innviðir Google gætu gert útslagið. Sundar Pichai kynnti Stadia en sagðist lítill tölvuleikjamaður. Spilar þó af og til FIFA 19. NORDICPHOTOS/GETTY TÆKNI Apple kynnti í gær næstu útgáfu hinna f e i k i v i n s æ lu þ r á ð l a u s u h e y r n a r t ó l a sinna, AirPods. Fyrri útgáfa var vinsæl jólagjöf hér á landi um síðustu jól og var víða uppseld í janúar. Önnur kynslóð AirPods lítur svo gott sem eins út og fyrri kynslóð. Uppfærslan er því undir húddinu, ef svo má að orði komast. Fyrst og fremst ber að nefna að nýja hleðsluhulstrið utan um heyrnartólin er hægt að hlaða þráð- laust. Það er útbúið hinni algengu Qi-hleðslutækni sem þýðir að það er hægt að hlaða hulstrið með næstum hvaða þráðlausa hleðslutæki sem er. Þá hefur lítilli LED-peru verið komið fyrir utan á hulstrinu til þess að hægt sé að fylgjast með hleðslustöðunni. Apple hefur einnig uppfært örflögu heyrnartólanna. Hin nýja H1-örflaga hefur það fram yfir W1- örf lögu fyrri kynslóðar að hægt er að tala um klukkustund lengur í síma áður en heyrnartólin verða rafmagnslaus, þau eiga að tengjast tvöfalt hraðar þegar skipt er um tæki og hægt verður að biðja stafræna aðstoðarmanninn Siri um aðstoð án þess að ýtt sé á heyrnartólin. Þeir AirPods-eigendur sem eru ekki tilbúnir til þess að fjárfesta strax í nýjum heyrnartólum en ágirnast samt sem áður þráðlausa hleðslu þurfa ekki að fara í fýlu af því að nýja hulstrið virkar með gömlu tólunum og verður einnig selt stakt. – þea Ný AirPods óvænt kynnt Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs Engjateigi 9 – Reykjavík - þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00 5 ára meðaltal Hrein raunávöxtun – Samtryggingardeild Dagskrá fundar: Hefðbundin aðalfundarstörf Önnur mál, löglega upp borin Engjateigur 9 105 Reykjavík www.lífsverk.is 9,0% 8,0% 7,0% 6,0% 5,0% 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0,0% 2014 2015 2016 2017 2018 Björn Ágúst áfram í stjórn Lífsverks Framboðsfrestur um eitt sæti í stjórn Lífsverks rann út 12.mars. Tvö framboð bárust innan tilskilins frests en annað var dregið til baka. Björn Ágúst Björnsson, stjórnarformaður, sóttist eftir endurkjöri. Kjörnefnd mat framboð hans gilt og er hann sjálfkjörinn í stjórn Lífsverks til næstu þriggja ára. Stjórn Lífsverks verður því óbreytt frá og með næsta aðalfundi en stjórnina skipa auk Björns, Agnar Kofoed-Hansen, Eva Hlín Dereksdóttir, Margrét Arnardóttir og Unnar Hermannsson. Stjórn Lífsverks er eingöngu skipuð sjóðfélögum. Um Lífsverk lífeyrissjóð: Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir geta greitt til séreignardeilda sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a. • Sjóðfélagalýðræði • Rafrænt stjórnarkjör • Góð réttindaávinnsla • Hagstæð sjóðfélagalán Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2018 var samtals 88,9 milljarðar kr. og hækkaði um 8 milljarða kr. á árinu. Hrein eign í samtryggingardeild í lok árs 2018 var 74,3 milljarðar kr. og hækkaði um 5,7 milljarða kr. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar samtryggingardeildar er 4,3% sl. 5 ár og 2,9% sl.10 ár. Hrein nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Samtryggingardeild 4,4% 1,1% Lífsverk 1 1,5% -1,7% Lífsverk 2 4,3% 1,0% Lífsverk 3 3,9% 0,6% Ávöxtun 2018: 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 D -2 3 A C 2 2 9 D -2 2 7 0 2 2 9 D -2 1 3 4 2 2 9 D -1 F F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.