Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Við reynum eftir fremsta megni að fara Víkurskarðið aðra leiðina þar sem þetta er mikill kostnaður Guðbergur Egill Eyjólfsson Ein ákvörðunin, um laun aðstoðarseðlabanka- stjóra, var aldrei birt en samkvæmt henni eru mánaðarlaun hans tæpar 1,9 milljónir króna. KJARAMÁL Kjararáð hafnaði beiðn- um minnst 37 embættismanna, auk allra dómara landsins, um hækkun launa áður en ráðið var lagt niður. Þar af voru í það minnsta tveir sem ekki voru virtir svars. Þetta er meðal þess sem lesa má úr fundar- gerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Ný ver ið fék k Frét t ablaðið fundargerðir ráðsins afhentar eftir að hafa í tvígang þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál til að fá afgreiðslu ráðsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hnekkt. Fundargerðir áranna 2015- 18 fengust af hentar en ekki eldri fundargerðir þar sem of tímafrekt myndi reynast að afmá upplýsingar úr þeim. Ráðið var lagt niður í fyrra en áður en til þess kom tók það ákvörðun í málum 44 starfa sem beiðnir höfðu verið sendar um þess efnis. Ein ákvörðunin, um laun aðstoðarseðlabankastjóra, var aldrei birt en samkvæmt henni eru mánaðarlaun hans tæpar 1,9 millj- ónir króna. Sömu sögu er að segja um þóknun dómara í Félagsdómi og nefndarmanna nefndar um dómarastörf. Forseti Félagsdóms fær til að mynda rúmar 870 þúsund krónur greiddar alla mánuði ársins fyrir störf sín. Þegar lögum um kjararáð var breytt árið 2016 var sett bráða- birgðaákvæði í lögin um það að málum sem væri ekki lokið fyrir 1. janúar 2018 skyldi ljúka sam- kvæmt eldri lögum. Af því leiddi að í kringum jólahátíðina 2017 sendi fjöldi embættismanna bréf til ráðs- ins með beiðni um hækkun launa. Síðasti fundur ráðsins það ár var hins vegar 20. desember og erindi sem bárust eftir þann dag því ekki afgreidd heldur vísað frá. Það er þó ekki algilt. Til dæmis var beiðni skólameistara Flensborg- arskólans ekki afgreidd þótt hún væri send 15. desember 2017. Svip- aða sögu er að segja af erindi for- stöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Þá voru erindi for- stjóra Skipulagsstofnunar og fram- kvæmdastjóra fjölmiðlanefndar ekki afgreidd þótt þau hefðu borist í maí 2017. Erindi forstjóra Byggða- stofnunar og Íbúðalánasjóðs hlutu heldur ekki afgreiðslu þrátt fyrir að vera enn eldri. Til viðbótar þessu má nefna ítrek- uð erindi Dómarafélags Íslands með beiðnum um endurskoðun á laun- um dómara. Bréfanna er hins vegar ekki getið í fundargerðum ráðsins og virðist sem ráðið hafi ákveðið að taka þau ekki til meðferðar. Að endingu er vert að nefna að ráðið hafnaði að taka beiðni lög- reglustjóra landsins um endurupp- töku launa sinna til meðferðar þar sem „[ekki yrði ráðið] að breytingar hafi orðið á starfi lögreglustjóra sem breyta mati kjararáðs á launa- kjörum þeirra frá því sem fram kemur í [úrskurði frá 2015].“ Í gagnabeiðni Fréttablaðsins var óskað eftir bréfum ráðsins til þeirra sem undir það heyra vegna almennrar hækkunar og breyt- ingar á einingakerfi ráðsins árið 2011. Taldi blaðið að tækifærið hefði verið nýtt til að hækka laun einhverra umfram almennu hækk- unina. Þeirri beiðni var hafnað. Í bókun frá árinu 2015 kemur á móti fram að forstjóri Landspítalans var sá eini sem var hækkaður umfram almennu hækkunina. Hækkuðu laun hans við þetta um tæp 24 pró- sent meðan aðrir þurftu að sætta sig við lægri hækkun. joli@frettabladid.is Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. Kjararáð var lagt niður í fyrra, en launaákvarðanir ráðsins höfðu sætt harðri gagnrýni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ís-Band rekur fullkomið bifreiða- og þjónustuverkstæði, ásamt varahlutaþjónustu. Mikil lofthæð gerir okkur kleift að sinna húsbílum, atvinnubílum og stórum pallbílum. Tæknimenn okkar eru með áratuga reynslu af viðgerðum á flestum gerðum bifreiða og hafa hlotið sérþjálfun frá FCA (Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Jeep og RAM). STUTTUR BIÐTÍMI Tímapantanir í síma 534 4433 Erum á Smiðshöfða 5 ALLAR ALMENNAR BIFREIÐAVIÐGERÐIR OG SMURÞJÓNUSTA ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF - VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN - SMIÐSHÖFÐA 5 - 110 REYKJAVÍK SÍMI 534 4433 - THJONUSTA@ISBAND.IS - WWW.ISBAND.IS - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 SAMGÖNGUMÁL „Þessi samgöngu- bót er aðeins fyrir þá efnameiri. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd,“ segir Guðbergur Egill Eyjólfsson, íbúi í Fnjóskadal, en hann rekur ásamt fjölskyldu sinni dýragarðinn Daladýrð á bænum Brúnagerði í dalnum. Frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur hann nýtt göngin enda margt að sækja til Akureyrar. Nú er svo komið að hann hefur tvisvar keypt 100 ferðir í göngin og eru þær ferðir búnar. „Við reynum eftir fremsta megni að fara Víkurskarðið aðra leiðina þar sem þetta er mikill kostnaður,“ segir Guðbergur. Þá rekur fjölskyldan saumastofu og hafa starfsmenn komið frá Akur- eyri. „Allt mögulegt vinnuafl fyrir svæðið býr á Akureyri. Til að vera samkeppnishæf þá þurfum við að greiða hærri laun. Þetta er því nokk- ur farartálmi,“ segir Guðbergur. Hilmar Gunnlaugsson, for- maður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir 700 krónur á hverja ferð ekki hátt verð og að fyrirtækið verði að geta greitt af lánum. „Við sjáum á umferðartölum að við erum að fá í gegnum göngin þá umferð sem fór um Víkurskarðið í fyrra en auðvitað er of snemmt að fullyrða það að það haldi áfram,“ segir Hilmar. Göngin voru opnuð rétt fyrir síð- ustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Vaðlaheiðargöng reyndust miklu dýrari en ráð var fyrir gert og því þarf að greiða niður hærra lán með veggjöldum en vonir stóðu til. – sa Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri STJÓRNMÁL Hvorki Öryrkjabanda- lagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almanna- trygginga. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skipaði hópinn í apríl 2018 og til stóð að vinnunni yrði lokið síðasta haust. Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðu á þingi á þriðjudaginn að vinna starfshópsins væri á lokametrunum. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að hvorki ÖBÍ né ASÍ ætli að skrifa undir skýrsluna. „Stjórn ÖBÍ treysti sér ekki til að skrifa undir þetta vegna þess að við sjáum ekki að þetta verði fötluðu fólki til framdráttar. Framfærslan er ekki tryggð og það er mjög óljóst hvernig kerfið verður byggt upp,“ segir Halldór Sævar. Þar að auki sé ekki skýrt að afnema eigi tekju- skerðingar. Til stóð að skrifa undir skýrsluna í síðustu viku, fundurinn var afboð- aður eftir að afstaða ÖBÍ lá fyrir. Ekki er búið að boða annan fund. - ab. Ætla ekki að skrifa undir Halldór Sævar Guðbergsson, vara- formaður ÖBÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 D -0 1 1 C 2 2 9 C -F F E 0 2 2 9 C -F E A 4 2 2 9 C -F D 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.