Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 20
Mótmæli flóttamanna
flutt vegna veðurs
Hópur flóttafólks sem hefur mót-
mælt brottvísunum og slæmum
aðbúnaði sínum á Austurvelli í
tæpa viku tilkynnti á mánudaginn
að hann ætlaði að flytja mótmæli
sín af Austurvelli. Var ástæðan
sögð kuldi og slæmt veðurfar.
Degi síðar röðuðu mótmæl-
endur sér fyrir framan innganga
Alþingishússins. Þrír voru hand-
teknir í tengslum við málið en
þeim var sleppt úr haldi sama dag.
Höfðu mótmælin þá færst að lög-
reglustöðinni á Hverfisgötu.
Þá sitja fulltrúar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu fyrir
svörum hjá allsherjar- og mennta-
málanefnd Alþingis í dag vegna
aðgerða lögreglu gegn mótmæl-
endum á Austurvelli.
Fallegt endaraðhús í Hlíðarbyggð í Garðabæ. Eignin er 185,4 fm með innbyggðum 37,4 fm bílskúr, auk íbúðarherbergis. Á efri hæð eru 2-3 svefnherbergi, baðherbergi, stofa, borðstofa,
eldhús, þvottahús og geymsla. Á neðri hæð er íbúðarherbergi með sérinngangi. Aðkoma að húsinu er góð; hellulögð og upphituð. Fyrir aftan húsið, mót suðri, er sólrík timburverönd
afgirt. Frábært fjölskylduhús á góðum stað í næsta nágrenni við Hofsstaðaskóla, Flataskóla, Garðaskóla, Fjölbrautaskóla Garðabæjar, leikskólana Kirkjuból og Bæjarból og f leira.
Fasteign vikunnar úr Fasteignablaði Fréttablaðsins
Flóttamenn þurftu að
færa mótmæli sín vegna
veðurs enda íslenskt veður
ekki þekkt fyrir að sýna
miskunn.
Óskaði eftir ríkisábyrgð
Forsvarsmenn WOW air viðruðu
um liðna helgi hugmyndir um
að stjórnvöld veiti flugfélaginu
ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslum til
þess að tryggja rekstur félagsins
til skemmri tíma. Hvorki stjórn-
völd né flugfélagið vildu tjá sig
um málið þegar fjölmiðlar leituðu
eftir því.
Fjárhagsstaða WOW air er þröng
en samkvæmt þeim upplýsingum
sem stjórnvöld hafa fengið um
stöðuna er félagið þó sagt vera
með nægt lausafé til þess að
standa við skuldbindingar sínar og
halda rekstrinum gangandi fram
yfir næstu mánaðamót.
Mikil óvissa ríkir um framgang
viðræðna WOW air og Indigo
Partners en stjórnvöld eru vel
upplýst um gang mála.
Þórdís Kolbrún tók við
ráðuneytislyklunum
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir tók við lyklum að dóms-
málaráðuneytinu fyrir helgi en
Sigríður Á. Andersen hafði áður
greint frá því að hún myndi stíga
tímabundið til hliðar vegna Lands-
réttarmálsins. Þórdís gegnir nú
tveimur ráðherraembættum, en
hún er nú bæði dómsmálaráð-
herra og ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra.
Landsréttur tók til starfa að
nýju í byrjun vikunnar eftir að dag-
skrá síðustu viku var frestað í ljósi
niðurstöðu Mannréttindadóm-
stóls Evrópu. Þá var málið rætt á
Alþingi þar sem forsætisráðherra
sagði mikilvægt að umræðunni
yrði ekki hleypt í skotgrafir.
Kjaraviðræðunum slitið
Starfsgreinasamband Íslands
sleit kjaraviðræðum við Samtök
atvinnulífsins á mánudaginn en
samninganefndir beggja aðila
komust ekki að samkomulagi á
fundi hjá ríkissáttasemjara þann
dag.
Samninganefnd Starfsgreina-
sambandsins ákvað fyrir helgi að
ef ekki kæmi fram nýtt tilboð frá
Samtökum atvinnulífsins á fund-
inum yrði viðræðum slitið.
Spurður hvort verkföll blöstu
við svaraði Björn Snæbjörnsson,
formaður sambandsins, því til að
slíkar aðgerðir krefðust tíma og
undirbúnings. Verkföll yrðu
því ekki á næstu dögum.
„Það fer ekkert frá okkur
að gera kjarasamning,“
sagði hann. Sambandið
ígrundar nú næstu skref.
„Það fer ekkert
frá okkur að gera
kjarasamning,“ sagði
Björn Snæbjörnsson,
formaður Starfsgreina-
sambandsins.
Þórdís Kolbrún tók við
af Sigríði Andersen sem
dómsmálaráðherra og
gegnir nú tveimur ráð-
herraembættum.
Fjárhagsstaða WOW air
er þröng en samkvæmt þeim
upplýsingum sem stjórnvöld
hafa fengið um stöðuna er
félagið þó sagt vera með
nægt lausafé til þess að
standa við skuldbindingar
sínar.
Vikan
Margt stóð upp
úr í liðinni viku.
Veðrið lék ekki
við flóttamenn
sem mótmæltu
í tjöldum á
Austurvelli,
kjaraviðræð-
um var slitið og
WOW biðlaði
til stjórnvalda.
Þórdís Kolbrún tók
við af Sigríði Ander-
sen.
TILVERAN
2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
1
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
D
-0
A
F
C
2
2
9
D
-0
9
C
0
2
2
9
D
-0
8
8
4
2
2
9
D
-0
7
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K