Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 12
Staðalbúnaður í Comfort útgáfu er meðal annars: 16” álfelgur, leiðsögukerfi með Íslandskorti, þokuljós, miðstöð með loftkælingu, brekkuhemlun (eingöngu í 4x4), hraðastillir með hraðatakmörkun, fjarlægðarskynjarar að aftan, neyðarhemlunarhjálp, start/stopp búnaður, skyggðar rúður að aftan, hiti í framsætum. Aukalega í Prestige útgáfu: 17” álfelgur, Multiview 360° myndavélakerfi, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, lykillaust aðgengi, leðuráklæði á sætum. Nýr Dacia Duster Gerðu virkilega góð kaup! Verð frá: 3.690.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 2 0 2 D a c ia D u s te r 5 x 2 0 a lm e n n f e b BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Bílaleigan Enterprise, sem er í eigu Kynnisferða, mun kaupa um 30 prósentum færri nýja bíla í ár en í fyrra. Bílaleiga Akureyrar/Höldur mun kaupa 20-23 prósentum færri nýja bíla í ár og Hertz á Íslandi mun kaupa mun færri nýja bíla. Þetta segja stjórnendur fyrirtækjanna við Fréttablaðið. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að stjórn- endur fyrirtækisins hafi horft fram á erfiðara rekstrarumhverfi og því ákveðið að fækka bílum í f lotanum. Frá og með áramótum hafi bíla- leigur orðið að greiða full vörugjöld, launakostnaður sé hár og fari hækk- andi og samhliða minna framboði af f lugi til landsins var fyrirséð að ferðamönnum myndi fækka. „Það er orðið erfitt að ná endum saman,“ segir hann. Erlendum farþegum sem flugu frá Keflavíkurflugvelli fækkaði um sjö prósent á milli ára í febrúar og um 6,4 prósent ef janúar er tekinn með í reikninginn, samkvæmt tilkynn- ingu ISAVIA. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segir að almennt hafi afkoman af rekstri bílaleiga verið afar döpur. „Við höfum markvisst verið að draga úr framboði af bíla- leigubílum,“ segir hann. Um sé að ræða viðleitni til að draga úr fram- boði og hækka verð. Verðin hafi verið ágæt á sumrin en langt undir kostnaðarverði á veturna. Sigfús Bjarni Sigfússon, forstjóri Hertz á Íslandi, hefur verið í ferða- mannabransanum í hartnær 30 ár og rekið bílaleigur í 20 ár. „Ég hef ekki upplifað jafn mikla óvissu,“ segir hann og nefnir að óvissa sé uppi um framtíð WOW air, hvort leiðakerfi f lugfélaga eins og Ice- landair og Norwegian sem f ljúga hingað til lands muni raskast vegna þess að f lugvélarnar Boeing 747 MAX 8 hafi tímabundið verið kyrr- settar og nú séu verkföll yfirvofandi sem beint sé að ferðaþjónustunni. „Í ofanálag voru álögur á bílaleig- ur auknar um áramótin. Nú verðum við að greiða full vörugjöld af bílum í útleigu. Leigubílstjórar, útgerðir og flugfélög þurfa ekki að greiða vöru- gjöld af sínum atvinnutækjum. Þetta er ósanngjarnt. Aukinheldur erum við einu fyrirtækin í ferða- þjónustu sem greiða virðisauka- skatt í hæsta þrepi sem er með því hæsta sem þekkist í heiminum,“ segir Sigfús. Fram kom í skýrslu KPMG í haust að hagnaður bílaleiga sem hlutfall af tekjum hefði dregist saman úr 6,3 prósentum árið 2016 í 0,5 pró- sent árið 2017. Fjögur af níu félögum sem könnuð voru og telja tæplega 60 prósent af markaðnum, voru rekin með tapi. Vandinn fólst í því að launakostnaður og fjármagns- kostnaður fór vaxandi. Enterprise tapaði 88 milljónum árið 2017 en Björn segir að tapið hafi verið eitthvað minna í fyrra. „Árið 2018 í rekstri Hertz á Íslandi var hið versta í níu ár. En við vorum réttum megin við strikið,“ segir Sigfús. Fyrirtækið hagnaðist um 90 milljónir árið 2017. Björn segir að fyrir tveimur árum hafi meðalleigutími verið sjö, átta dagar en sé nú fimm, sex dagar. Ferðamenn, sem geti keyrt ótak- markað án viðbótarkostnaðar, keyri hins vegar jafn mikið en á styttri tíma. Bílarnir séu því meira eknir og það þurfi að afgreiða þá oftar til viðskiptavina sem auki rekstrarkostnað. St jór nendu r bí la leig a er u almennt sammála um að pantanir í janúar og febrúar hafi verið ágætar. Björn segir að þær bókanir sem nú berist séu einkum frá ferðaskrifstof- um. Eftir að fór að bera á verkfalls- aðgerðum hafi þær dregist saman um 20-30 prósent. Steingrímur segir að ekki hafi dregið úr pöntunum hjá Bílaleigu Akureyrar en fyrirspurnir vegna verkfalla séu margar. Steingrímur bendir á að almennt séu bílaleigubílar bókaðir í mars til júní. Sigfús Bjarni segir að fyrst kaupi fólk f lug, því næst hótel og loks bílaleigubíla. „Sumarið lítur ágætlega út en við höfum kannski fengið um ein þriðja af bókunum sumarsins,“ segir hann. Festa kaup á mun færri bílaleigubílum Stórar bílaleigur bregðast við erfiðara rekstrarumhverfi með því að kaupa 20-30 prósent færri nýja bílaleigubíla í ár. Leigutímabilið er orðið styttra og ferðamönnum fækkar. Greiða nú full vörugjöld af bílum. Launakostnaður bílaleiga hefur farið hækkandi. Í kjölfar verkfallsaðgerða drógust pantanir saman um 20-30 prósent hjá bílaleigunni Enterprise. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is MARKAÐURINN 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 D -0 F E C 2 2 9 D -0 E B 0 2 2 9 D -0 D 7 4 2 2 9 D -0 C 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.