Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 58
ÞAÐ KOM GRÍÐARLEGA AFTAN AÐ MÉR HVERNIG EITTHVAÐ SVONA AULALEGT GETUR HAFT MIKLAR OG ALVARLEGAR AFLEIÐINGAR. ÞETTA ER BÚIÐ AÐ VALDA MÉR MIKILLI ÁFALLASTREITU. Ég er að glíma við afleið-ingar umferðarslyss sem ég lenti í fyrir ári,“ segir söngkonan og flugfreyj-an Heiða Ólafsdóttir sem hefur ekkert getað flogið síðan í desember. „Ég neyddist til þess að fara í veik- indaleyfi hjá Icelandair vegna þess að áverkarnir sem ég fékk í bílslys- inu hafa bara versnað,“ segir Heiða. „Ég er með stöðugan doða í hendi og fingrum og með brjósklos í hálsi og hef auk þess þurft að takast á við mikla áfallastreituröskun. Þannig að það að brasa í minni eigin tónlist hefur alveg bjargað geðheilsunni.“ Heiða segir líf sitt hafa gerbreyst á björtum og fallegum degi fyrir ári þegar hún beið á rauðu ljósi og ekið var aftan á bílinn hennar á mikilli ferð. „Það kom gríðarlega aftan að mér hvernig eitthvað svona aula- legt getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar. Þetta er búið að valda mér mikilli áfallastreitu.“ Og óhætt er að segja að ógæfan hafi komið bókstaflega í bakið á henni vegna þess að hnykkurinn sem hún fékk á hálsinn endaði í brjósklosi með tilheyrandi stöðugum verkjum. Stóru stundirnar og spurningarnar „Það er auðvitað galið að vera að gefa út plötu í þessu breytta og raf- ræna tónlistarumhverfi en ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig,“ segir Heiða og bætir við að þótt það hljómi drungalega þá „getum við öll dáið á morgun þann- ig að það þýðir ekkert að sitja heima og lesa“. Hún ákvað því að kýla í hljóm- plötuútgáfu með dyggum stuðn- ingi eiginmannsins Snorra Snorra- sonar sem gerði garðinn frægan sem Ídol-stjarna Íslands 2006. „Ég gat gert heila plötu vegna þess að Snorri minn er upptökustjóri og á hljóðver og frítt fyrir konuna sína,“ segir Heiða glaðlega. „Svo seldi ég plötuna og miða á útgáfutónleik- ana fyrirfram á þessari stórsniðugu síðu, Karolina Fund, og það gekk svo vel að ég komst með útgáfuna á núllpunkt.“ Heiða segir lögin á nýju plötunni hafa orðið til á löngum tíma, bæði fyrir og eftir slysið. „Á plötunni eru einungis alíslensk lög sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um ást, von og yl. Helmingurinn eftir mig og hinn helmingurinn þekkt lög í mínum búningi. Allt lög sem hafa talað sérstaklega til mín í gegnum tíðina.“ Lögin eru eftir nokkra af uppá- halds tónlistarmönnum Heiðu, til dæmis Bjartmar Guðlaugsson, Jóhann Helgason og Gunnar Þórð- arson. „Platan fékk nafnið Ylur frá upphafsorði lags og texta sem ég samdi til Snorra míns þegar við vorum að fella hugi saman.“ Heiða yrkir og syngur um stóru stundirnar og spurningarnar í líf- inu og þrátt fyrir allt sem á henni hefur dunið segir hún að bjart sé yfir plötunni. „Ég sleppti drama- tísku lögunum sem ég á til en þau koma kannski út síðar. Ég er rosa- lega jákvæð og bjartsýn að eðlisfari en kannski verið meira í að peppa aðra og gleyma sjálfri mér. „Núna er komið að því að ég muni eftir því að vera jákvæð í minn garð.“ Heiða segist hafa viljað gefa jákvæðan tón með plötunni. „Mig langar að fólk heyri eitthvað sem færir þeim bjartsýni og þótt ástin, vonirnar og væntingarnar geti oft verið erfiðar þá er ekkert verra en að missa vonina. Það er það versta sem getur komið fyrir fólk.“ Útgáfutónleikar Heiðu hefjast í Salnum í Kópavogi klukkan 20 á laugardagskvöld og þar mun hún f lytja öll lögin af plötunni í bland við nokkur af uppáhaldslögunum sínum. thorarinn@frettabladid.is Heiða syngur sig frá áfallastreituröskun „Þegar maður fær áfallastreituröskun læðast allt í einu aftan að manni einhver gömul áföll sem maður hefur ekki áttað sig á að gætu haft svona mikil áhrif á mann.“ Heiða Ólafsdóttir tekst á við afleiðing- ar umferðarslyss og áfallastreituröskun syngjandi bjartsýn. Hún segir laga- smíðar hafa bjargað geðheilsu sinni en afraksturinn má heyra á nýrri plötu, Ylur, sem hún fagnar með tónleikum á föstudagskvöld. Matreiðslumeistarinn Garðar Agn- arsson Hall hefur starfað við góðan orðstír sem kokkur í mötuneyti lávarðadeildar breska þingsins í rúm tvö ár. Svo góðan reyndar að í fyrradag var hann heiðraður fyrir brauðgerð sína sem hefur heldur betur slegið í gegn í Westminster. Viðurkenningin sem Garðar fékk er tilkomumikil, House of Lords priority awards fyrir framúrskar- andi árangur í þróun og daglegri framreiðslu á fersku brauði. Þann- ig að segja má að hann sé eiginlega orðinn konunglegur brauðgerðar- maður. „Ég hef verið að reyna að poppa þetta aðeins upp með yfirkokknum og hluti af því var að knýja fram breytingar á brauðframboðinu,“ segir Garðar í samtali við Frétta- blaðið eftir langan vinnudag. Merkilegt nokk er metnaðurinn í matseldinni í lávarðadeildinni ekki slíkur að herramannsmatur hafi verið daglegt brauð áður en Garðar tók til sinna ráða. „Við vorum kannski að selja þrjú eða fjögur brauð yfir daginn áður en seljum nú tólf til fimmtán þannig að þetta hefur slegið rækilega í gegn.“ Garðar segir brauðbyltinguna vera lið í því að uppfæra mötu- neyti lávarðanna frá því „að vera svona miðlungs yfir í mjög gott“, og hann segist bjóða upp á allar tegundir brauðs; súrdeigs, ítölsk og hvað eina. „Raunverulega bara allan pakkann.“ Garðar gerir brauðin sjálfur frá grunni og þótt hann sé ekki bakari þá hafi brauðgerðin fylgt honum allar götur frá því hann byrjaði að kokka. Og þótt hann sé hógvær mjög að eðlisfari neitar Garðar því ekki að hann njóti nokkurra vin- sælda og virðingar í Westminster. „Ég hef allavega fengið mikið klapp á bakið og það er ekki au ð ve l t a ð ger a brey t- ingar á svona stað. Það er langur vegur frá því. Þetta er mjög íhaldssamt umhverfi og maður hefur þurft að sýna smá þrautseigju.“ Vinsældir mötuneytisins hafa aukist jafnt og þétt eftir að Garðar bretti upp ermar að íslenskum hætti og gæðastöðlum. „Það eru all- margir lordar og barónessur sem nýta sér mötuneyt- ið og traffíkin hefur aukist sennilega um 60-70% á einu ári eftir að við fórum að gera hlut- ina meira sjálf á staðnum. Það er smekkfullt alla daga frá morgni til kvölds en áður var það aðeins á miðvikudögum sem eru steikar- dagar.“ – þþ Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina Garðar ásamt Norman Fowler, formælanda lávarðadeildarinnar, eftir að hann tók við viðurkenn- ingunni fyrir snilli sína í brauðgerð. 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 D -2 3 A C 2 2 9 D -2 2 7 0 2 2 9 D -2 1 3 4 2 2 9 D -1 F F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.