Fréttablaðið - 21.03.2019, Side 8
Ég á ekkert. Ég hef
misst allt. Við
eigum engan mat. Ég er ekki
einu sinni með teppi. Við
þurfum hjálp.
Kona í bænum Manhava
Karadzic sagði sakfell-
ingu sína byggða á sögu-
sögnum og mýtum.
200
hið minnsta hafa farist í
Mósambík.
MÓSAMBÍK Tala látinna í Mósam-
bík, Simbabve og Malaví hækkar
enn eftir að hitabeltislægðin Idai
gekk á land síðasta fimmtudag.
Staðan þykir verst í Mósambík,
þar sem stormurinn gekk á land,
en stjórnvöld greindu í gær frá því
að rúmlega 200 dauðsföll hefðu nú
verið staðfest.
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna
sögðu frá því að alls hefði stormur-
inn bitnað á rúmlega 2,6 milljónum
íbúa á svæðinu. Helsta hættan staf-
ar nú af flóðum en vindur olli einnig
töluverðu tjóni. Mældist 47 metrar
á sekúndu þegar stormurinn gekk á
land. Samkvæmt Rauða krossinum
gengur enn erfiðlega að komast
að íbúum í neyð enda vegir stór-
skemmdir og heilu þorpin á f loti.
Talið er að 400.000 hið minnsta hafi
misst heimili sín í hamförunum.
„Þetta er versta neyðarástand
í sögu Mósambík,“ sagði Jamie
LeSueur, sem stýrir björgunar-
verkefni Rauða krossins í hafnar-
borginni Beira, við Reuters. Borgin
varð einna verst úti í storminum og
flóðvatn víða margir metrar á dýpt.
Þá sagði LeSueur enn fremur að lík-
lega myndi tala látinna hækka.
Blaðamaður BBC í Beira sagði frá
því að íbúar í Beira væru án matar,
skjóls og klæða. Neyðin væri því
mikil en í ljósi aðstæðna berst hún
seint og illa. „Ég hef ekkert. Ég hef
misst allt. Við höfum engan mat.
Ég er ekki einu sinni með teppi. Við
þurfum hjálp,“ hafði blaðamaður-
Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri
Hjálparstarfsfólk fylgir íbúum í skjól á flugvelli í Beira. NORDICPHOTOS/AFP
Byggð í úthverfi Beira úr lofti. Ástandið er afar slæmt, hundruð hafa farist og flóðin eru mikil. NORDICPHOTOS/AFP
Hundruð liggja í
valnum í Mósambík,
Simbabve og Malaví og
tala látinna hækkar enn
þegar vika er liðin frá
því að hitabeltislægðin
Idai gekk á land. Heilu
þorpin og hverfin eru á
floti og von er á frekara
regni á næstu dögum.
inn eftir konu í bænum Manhava.
Búist er við frekara votviðri og er
því enn hætta á meira tjóni.
Samkvæmt sama miðli eru uppi
spurningar um hvort stjórnvöld í
Mósambík hefðu átt að vera betur
undirbúin fyrir hamfarir sem
þessar. Árið 2000 fórust hundruð
í miklum flóðum og þrátt fyrir þá
reynslu finnist mörgum stjórnvöld
ekki hafa lært nóg til að takast á við
næstu hamfarir.
Filipe Nyusi forseti hefur lýst yfir
þriggja daga þjóðarsorg í Mósam-
bík. En víðar er syrgt. Í Simbabve
stendur opinber tala látinna í 98 en
hundraða er enn saknað.
Africa News greindi frá því að
Tansanía hefði styrkt Mósambík,
Simbabve og Malaví vegna ham-
faranna og sent 214 tonn af mat-
vælum sem og 24 tonn af lyfjum og
öðrum nauðsynlegum heilbrigðis-
vörum. Þá hafa bæði Suður-Afríka
og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
sett af stað safnanir í von um að fá
almenning til að styðja við hjálpar-
starf í löndunum þremur. Evrópu-
sambandið hefur aukinheldur
styrkt ríkin þrjú um 3,5 milljónir
evra. thorgnyr@frettabladid.is
Aðalfundur
Farfugla
Aðalfundur Bandalags íslenskra Farfugla verður haldinn mánudaginn
8. apríl n.k. kl. 19.00 í Farfuglaheimilinu í Laugardal, Sundlaugavegi 34.
Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar
Stjórnin.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
Mitsubishi Outlander PHEV er fullvaxinn tengiltvinnbíll sem skartar miklu
akstursöryggi. Hann er rúmgóður, vistvænn, kraftmikill og ótrúlega
hagkvæmur í rekstri. Komdu og prófaðu vinsælasta bíl á Íslandi.
Verð frá
4.690.000 kr.
LANGT FRAM ÚR
VÆNTINGUM
Aukahlutir að verðmæti 350.000 kr. fylgja meðöllum Mitsubishi út apríl!
HOLLAND Radovan Karadzic, fyrr-
verandi leiðtogi Bosníuserba,
er á leiðinni í lífstíðarfangelsi.
Alþjóðaglæpadómstóllinn
í Haag kvað upp dóm sinn í
málinu í gær og þyngdi þar
með fyrri dóm en Karadzic
hafði fengið fjörutíu ára fang-
elsisdóm fyrir stríðsglæpi og
þjóðarmorð á neðra dóm-
stigi árið 2016. Karadzic
sagði sakfellingu sína
byggða á sögu-
s ö g n u m o g
mýtum.
Karadzic
Radovan Karadzic fær lífstíðardóm
er sakfelldur fyrir að
hafa skipulagt
f jöldamorðið
í Srebrenica
árið 1995. Þá
voru 8.373 Bos-
n íu mú s l i m a r
myrtir. Karadzic
er ekki sá fyrsti
sem er dæmdur
fyrir aðild að mál-
inu. Alþjóðaglæpa-
dómstóllinn hefur til að mynda
dæmt hershöfðingjann Radislav
Krstic í 35 ára fangelsi og þá vakti
það heimsathygli árið 2017 þegar
herforinginn Slobodan Praljak
stytti sér aldur með því að drekka
eitur eftir að dómur var kveðinn
upp í máli hans. – þea
Radovan Karadzic,
fyrrverandi leið-
togi Bosníuserba.
2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
1
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
D
-2
8
9
C
2
2
9
D
-2
7
6
0
2
2
9
D
-2
6
2
4
2
2
9
D
-2
4
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K