Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 4
Veður
Sunnan 13-20 með rigningu eða
slyddu, en þurrt um landið norð-
austanvert. Snýst í suðvestan 15-
25 í dag með éljum og kólnandi
veðri. SJÁ SÍÐU 18
Klifrað og snyrt
Rennihurðabraut
svört (Barnyard)
Fyrir rennihurð allt að 100 kg.
Stílhrein og auðveld í uppsetningu.
Braut fest á vegg.
Fyrir hurðarbreidd allt að 1000mm.
Hægt er að fá framlengingar
í 45 cm og 90cm.
Verð :
19.950 m/vsk.
SKIPULAGSMÁL Hreyfing virðist
komin að nýju á áform þjóðkirkj-
unnar um að selja fasteign sína á
Laugavegi 31. Biskupsstofa hefur
nú augastað á lóð við Háteigskirkju
undir starfsemi sína og borgaryfir-
völd eru jákvæð gagnvart því.
Reykjavíkurborg vinnur að
breyttu deiliskipulagi á svoköll-
uðum Sjómannaskólareit. Í bréfi
til borgaryfirvalda frá Þorvaldi
Víðissyni biskupsritara frá í haust
var bent á að á reitnum væri laus
lóð sunnan við íbúðarhús að Nóa-
túni 31. Sú lóð sé skilgreind innan
marka sem tilheyri Háteigssókn
og Háteigskirkju. Lóðin hafi verið
ætluð undir prestsbústað sem aldrei
var byggður.
Vísaði biskupsritari til fundar
síns og Agnesar M . Sigurðardóttur
biskups í Ráðhúsi Reykjavíkur með
skrifstofustjóra eigna- og atvinnu-
þróunar borgarinnar.
„Á þeim fundi voru viðraðar
hugmyndir um byggingu nýs hús-
næðis fyrir starfsemi Biskupsstofu
á umræddum reit, sem áður hafði
í skipulagi borgarinnar átt að vera
undir prestsbústað. Skrifstofustjóri
veitti vonir um að hugmyndirnar
gætu samræmst vinnu borgarinnar
við endurskipulagningu Sjómanna-
skólareitsins,“ skrifaði biskupsrit-
ari. Fulltrúum biskups hafi verið
boðið á annan fund um málið.
„Á fundinum kom fram að hug-
myndirnar gætu samræmst endur-
skipulagningu borgarinnar á Sjó-
mannaskólareitnum og að lóðin
gæti borið húsnæði á stærð við það
sem Biskupsstofa þyrfti að byggja
undir starfsemi sín,“ sagði áfram í
bréfi biskupsritara.
Bréf biskupsritara var tekið fyrir
ásamt öðrum gögnum tengdum Sjó-
mannaskólareitnum á fundi skipu-
lagsfulltrúa á föstudag í síðustu
viku. Á fundinum voru kynnt drög
að tillögu sem felur í sér byggingu
allt að 145 nýrra íbúða á lóð Sjó-
mannaskólans fyrir eldri borgara,
námsmenn, félagsbústaði og hag-
kvæmar almennar íbúðir. Auk þess
verði bætt við byggingarheimildum
fyrir Biskupsstofu á lóð Háteigs-
kirkju. Málinu var vísað til skipu-
lags- og samgönguráðs.
Fyrir rúmum tveimur árum
ákvað kirkjuráð að kanna hvað
myndi fást fyrir Laugaveg 31,
Kirkju húsið, sem nú hýsir Bisk-
upsstofu með það að markmiði
að finna hentugra húsnæði. „Ég
hugsa að það megi segja að þetta
sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á
Íslandi,“ sagði Svana Helen Björns-
dóttir, fulltrúi í kirkjuráði, um sölu-
áformin í janúar 2017. Ekkert varð
af sölu því að kauptilboð þóttu ekki
nógu góð.
Íbúasamtökin á svæðinu vilja að
fallið verði frá byggingaráformum
í bili. „Eins og staðan er í dag er
Háteigsskóli sprunginn og þétt-
ing byggðar eykur því enn á vanda
skólans,“ segir í bókun íbúanna.
Gróðurþekja í Háteigshverfi sé í lág-
marki og gengið verði á hana með
nýbyggingunum. „Einnig má gera
ráð fyrir umferðaraukningu í hverf-
inu með meiri loft- og hljóðmengun
sem rýrir lífsgæði íbúa og auknum
líkum á umferðaróhöppum.“
gar@frettabladid.is
Byggja Biskupsstofu á
lóð fyrir sóknarprest
Í tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareitinn er gert ráð fyrir
nýbyggingu Biskupsstofu við Háteigskirkju. Lifna þá aftur áform um að selja
Kirkjuhúsið á Laugavegi. Íbúar telja að ekki eigi að byggja á reitnum í bili.
Lóðin sem áður var eyrnamerkt presti í Háteigskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þorvaldur
Víðisson
biskupsritari.
FJÖLMIÐLAR Samningsskilmálar sem
RÚV setur gagnvart sjálfstæðum
kvikmyndaframleiðendum stangast
á við reglur Creative Europe Media
og reglur um tímabundnar endur-
greiðslur vegna kvikmyndagerðar
á Íslandi. Þetta kemur fram í lög-
fræðiáliti sem unnið var að beiðni
Samtaka iðnaðarins og Sambands
íslenskra kvikmyndagerðarmanna.
Álitið var gert í kjölfar krafna RÚV
um að fá stöðu samframleiðanda
í sjónvarpsverkefnum sjálfstæðra
kvikmyndaframleiðenda og vegna
ákvörðunar RÚV um að fá eignar-
hlutdeild í verkefnum þegar tekið er
tillit til endurgreiðslu framleiðslu-
kostnaðar.
Möguleiki er á því að samnings-
skilmálar RÚV leiði til þess að
kvikmyndaverkefni séu óstyrk-
hæf. Fram kemur í niðurstöðum
lögfræðiálitsins að þegar brotið sé
á reglum Creative Europe Media
gæti framleiðandi þurft að endur-
greiða styrki. – ab
Skilmálar stangist á við
reglur um endurgreiðslu
Lögfræðiálitið var unnið að beiðni Samtaka iðnaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Greinar silfurreynisins í Fógetagarðinum, elsta trés í borginni, mynda eins konar æðakerfi þegar horft er til himins. Vel þarf að hugsa um myndar-
legt tréð. Ef vel er að gáð má sjá að Orri Freyr Finnbogason arboristi hafði klifrað upp í tréð og snyrt silfurreyninn gamla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ALÞINGI Álit ráðgefandi siðanefndar
sem forsætisnefnd leitaði til vegna
Klaustursmálsins er að ummæli
þingmannanna sex á Klaustri bar
falli undir gildissvið siðareglna
þingsins. Alþingi birti álitið í gær-
kvöldi.
Niðurstaðan er sú að staða
þingmanna sem opinberra per-
sóna skipti máli og að háttsemin á
Klaustri hafi átt sér stað á opinber-
um vettvangi og tengist málum sem
hafi verið áberandi í þjóðfélagsum-
ræðunni.
Miðflokksþingmennirnir, sem þá
voru fjórir, lögðu fram sameiginlegt
álit þar sem þeir vísuðu í friðhelgi
einkalífsins og hvernig stjórnar-
skráin verndi rétt manna til að láta
í ljós skoðanir sínar. – oæg
Klausturstal ekki
einkasamtal
2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
7
-2
5
0
0
2
2
A
7
-2
3
C
4
2
2
A
7
-2
2
8
8
2
2
A
7
-2
1
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K