Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 27.03.2019, Qupperneq 4
Veður Sunnan 13-20 með rigningu eða slyddu, en þurrt um landið norð- austanvert. Snýst í suðvestan 15- 25 í dag með éljum og kólnandi veðri. SJÁ SÍÐU 18 Klifrað og snyrt Rennihurðabraut svört (Barnyard) Fyrir rennihurð allt að 100 kg. Stílhrein og auðveld í uppsetningu. Braut fest á vegg. Fyrir hurðarbreidd allt að 1000mm. Hægt er að fá framlengingar í 45 cm og 90cm. Verð : 19.950 m/vsk. SKIPULAGSMÁL Hreyfing virðist komin að nýju á áform þjóðkirkj- unnar um að selja fasteign sína á Laugavegi 31. Biskupsstofa hefur nú augastað á lóð við Háteigskirkju undir starfsemi sína og borgaryfir- völd eru jákvæð gagnvart því. Reykjavíkurborg vinnur að breyttu deiliskipulagi á svoköll- uðum Sjómannaskólareit. Í bréfi til borgaryfirvalda frá Þorvaldi Víðissyni biskupsritara frá í haust var bent á að á reitnum væri laus lóð sunnan við íbúðarhús að Nóa- túni 31. Sú lóð sé skilgreind innan marka sem tilheyri Háteigssókn og Háteigskirkju. Lóðin hafi verið ætluð undir prestsbústað sem aldrei var byggður. Vísaði biskupsritari til fundar síns og Agnesar M . Sigurðardóttur biskups í Ráðhúsi Reykjavíkur með skrifstofustjóra eigna- og atvinnu- þróunar borgarinnar. „Á þeim fundi voru viðraðar hugmyndir um byggingu nýs hús- næðis fyrir starfsemi Biskupsstofu á umræddum reit, sem áður hafði í skipulagi borgarinnar átt að vera undir prestsbústað. Skrifstofustjóri veitti vonir um að hugmyndirnar gætu samræmst vinnu borgarinnar við endurskipulagningu Sjómanna- skólareitsins,“ skrifaði biskupsrit- ari. Fulltrúum biskups hafi verið boðið á annan fund um málið. „Á fundinum kom fram að hug- myndirnar gætu samræmst endur- skipulagningu borgarinnar á Sjó- mannaskólareitnum og að lóðin gæti borið húsnæði á stærð við það sem Biskupsstofa þyrfti að byggja undir starfsemi sín,“ sagði áfram í bréfi biskupsritara. Bréf biskupsritara var tekið fyrir ásamt öðrum gögnum tengdum Sjó- mannaskólareitnum á fundi skipu- lagsfulltrúa á föstudag í síðustu viku. Á fundinum voru kynnt drög að tillögu sem felur í sér byggingu allt að 145 nýrra íbúða á lóð Sjó- mannaskólans fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hag- kvæmar almennar íbúðir. Auk þess verði bætt við byggingarheimildum fyrir Biskupsstofu á lóð Háteigs- kirkju. Málinu var vísað til skipu- lags- og samgönguráðs. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað kirkjuráð að kanna hvað myndi fást fyrir Laugaveg 31, Kirkju húsið, sem nú hýsir Bisk- upsstofu með það að markmiði að finna hentugra húsnæði. „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ sagði Svana Helen Björns- dóttir, fulltrúi í kirkjuráði, um sölu- áformin í janúar 2017. Ekkert varð af sölu því að kauptilboð þóttu ekki nógu góð. Íbúasamtökin á svæðinu vilja að fallið verði frá byggingaráformum í bili. „Eins og staðan er í dag er Háteigsskóli sprunginn og þétt- ing byggðar eykur því enn á vanda skólans,“ segir í bókun íbúanna. Gróðurþekja í Háteigshverfi sé í lág- marki og gengið verði á hana með nýbyggingunum. „Einnig má gera ráð fyrir umferðaraukningu í hverf- inu með meiri loft- og hljóðmengun sem rýrir lífsgæði íbúa og auknum líkum á umferðaróhöppum.“ gar@frettabladid.is Byggja Biskupsstofu á lóð fyrir sóknarprest Í tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareitinn er gert ráð fyrir nýbyggingu Biskupsstofu við Háteigskirkju. Lifna þá aftur áform um að selja Kirkjuhúsið á Laugavegi. Íbúar telja að ekki eigi að byggja á reitnum í bili. Lóðin sem áður var eyrnamerkt presti í Háteigskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þorvaldur Víðisson biskupsritari. FJÖLMIÐLAR Samningsskilmálar sem RÚV setur gagnvart sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum stangast á við reglur Creative Europe Media og reglur um tímabundnar endur- greiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Þetta kemur fram í lög- fræðiáliti sem unnið var að beiðni Samtaka iðnaðarins og Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Álitið var gert í kjölfar krafna RÚV um að fá stöðu samframleiðanda í sjónvarpsverkefnum sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda og vegna ákvörðunar RÚV um að fá eignar- hlutdeild í verkefnum þegar tekið er tillit til endurgreiðslu framleiðslu- kostnaðar. Möguleiki er á því að samnings- skilmálar RÚV leiði til þess að kvikmyndaverkefni séu óstyrk- hæf. Fram kemur í niðurstöðum lögfræðiálitsins að þegar brotið sé á reglum Creative Europe Media gæti framleiðandi þurft að endur- greiða styrki. – ab Skilmálar stangist á við reglur um endurgreiðslu Lögfræðiálitið var unnið að beiðni Samtaka iðnaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Greinar silfurreynisins í Fógetagarðinum, elsta trés í borginni, mynda eins konar æðakerfi þegar horft er til himins. Vel þarf að hugsa um myndar- legt tréð. Ef vel er að gáð má sjá að Orri Freyr Finnbogason arboristi hafði klifrað upp í tréð og snyrt silfurreyninn gamla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ALÞINGI Álit ráðgefandi siðanefndar sem forsætisnefnd leitaði til vegna Klaustursmálsins er að ummæli þingmannanna sex á Klaustri bar falli undir gildissvið siðareglna þingsins. Alþingi birti álitið í gær- kvöldi. Niðurstaðan er sú að staða þingmanna sem opinberra per- sóna skipti máli og að háttsemin á Klaustri hafi átt sér stað á opinber- um vettvangi og tengist málum sem hafi verið áberandi í þjóðfélagsum- ræðunni. Miðflokksþingmennirnir, sem þá voru fjórir, lögðu fram sameiginlegt álit þar sem þeir vísuðu í friðhelgi einkalífsins og hvernig stjórnar- skráin verndi rétt manna til að láta í ljós skoðanir sínar. – oæg Klausturstal ekki einkasamtal 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 7 -2 5 0 0 2 2 A 7 -2 3 C 4 2 2 A 7 -2 2 8 8 2 2 A 7 -2 1 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.