Fréttablaðið - 27.03.2019, Qupperneq 8
Samkvæmt útreikn
ingum SAF kostar hver
dagur í verkfalli þau fyrir
tæki sem um ræðir 250
milljónir króna.
K JARAMÁL „Okkur hefði ekkert
fundist óeðlilegt að viðsemjendur
okkar tækju tillit til þessarar gríð-
arlega viðkvæmu stöðu. Ef WOW
fellur, þá er það auðvitað svakalegt
högg fyrir greinina sem nú þegar er í
vandræðum,“ segir Bjarnveig Halls-
dóttir, formaður Samtaka ferða-
þjónustunnar (SAF).
Bjarnveig segir að það væri
ábyrgðarlaust að semja um ein-
hverjar launahækkanir á þessum
tímapunkti. „Ég heyri miklar
áhyggjur félagsmanna í öllum geir-
um greinarinnar úti um allt land.
Þótt verkföllin séu bundin við fyrir-
tæki á höfuðborgarsvæðinu hefur
þetta áhrif á alla.“
SAF hafa reiknað út að kostnaður
við hvern dag í verkfalli sé um 250
milljónir króna. „Þá erum við bara
að tala um þessi fyrirtæki sem verða
fyrir aðgerðunum með beinum
hætti en ekki öll hliðaráhrifin,“
segir Bjarnheiður.
Þau hótel sem verkföllin ná til
hafa lokað fyrir bókanir á þeim
dögum sem aðgerðirnar taka til.
Hins vegar er hægt að bóka her-
bergi á ýmsum minni hótelum og
í heimagistingu. Þá hafa rútufyrir-
tæki fellt niður ýmsar ferðir sem
venjulega eru í boði.
K ristófer Oliversson, f ram-
kvæmdastjóri Centerhotels, segir
að komi til tveggja sólarhringa
verkfalls muni það auðvitað flækja
hlutina. „En við höfum enga kosti.
Gestirnir eru hér á landinu og við
setjum þá ekki á götuna. Ég vona að
það sé ekki markmið neinna.“
Hann segir að nú sé verið að fara
yfir það hvort skerða þurfi þjónust-
una enn frekar frá síðasta verkfalli.
„Við reynum að draga úr inn- og
útritun á þessum dögum. Það er
mesta vinnan í kringum það og við
reynum að forðast það bara. Það var
þokkalega bókað þessa daga en við
verðum með færri gesti en vana-
lega,“ segir Kristófer.
Bjarnveig hefur ekki áhyggjur af
hertri verkfallsvörslu sem boðuð
hefur verið. „Okkar félagsmenn
telja sig vera að fara eftir gildandi
lögum og reglum þannig að ég held
að menn óttist ekkert verkfalls-
vörsluna sem slíka.“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir þá óvissu sem sé uppi ekki
eiga að þurfa að hafa þessi miklu
áhrif á kjarasamninga.
„Við losnum aldrei við að gera
kjarasamninga fyrir okkar fólk. Ég
hefði haldið miklu frekar að til að
bregðast við mögulegum óvissu-
þáttum og óstöðugleika væri frekar
hagur SA að ganga frá gerð kjara-
samninga þannig að atvinnulífið
sé ekki í einhverju limbói út af því.“
Hann segist farinn að hallast að
því að kerfisbundið sé reynt að tefja
fyrir gerð samninga. „Við vitum það
að atvinnulífið græðir hvern dag
sem laun eru ekki hækkuð á meðan
launafólk tapar,“ segir Ragnar Þór.
Eins og SA hafi unnið hingað til
hafi hann ekki trú á því að samn-
ingsvilji þeirra aukist þótt verk-
fallsaðgerðum yrði frestað.
„Við munum ekki taka afstöðu
til endurskoðunar á aðgerðum fyrr
en við höfum í það minnsta eitt-
hvað til að taka afstöðu til. Þeir vita
alveg hvar þeir geta lent þessu en
við fáum ekki einu sinni umræður
um launaliðinn. Það er staða sem
verður ekki sett á herðar neinna
nema þeirra sjálfra sem kvarta hvað
mest yfir stöðunni.“
sighvatur@frettabladid.is
SAF vilja að VR og Efling taki
tillit til viðkvæmrar stöðu
Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan
daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. Þá höfnuðu Efling og VR því að fresta verkfallsaðgerð um
sem eiga að vera á fimmtudaginn og föstudaginn. Nýr sáttafundur hefur verið boðaður klukkan 14 í dag.
STJÓRNSÝSLA Fimmtán hafa sótt
um starf seðlabankastjóra. For-
sætisráðuneytið birti í gær lista yfir
umsækjendur en skipunartími Más
Guðmundssonar seðlabankastjóra
rennur út 20. ágúst næstkomandi.
Hann hefur gegnt stöðunni frá
árinu 2009.
Hæfnisnefnd verður skipuð til að
fara yfir umsóknirnar og meta hæfi
þeirra sem sóttu um starfið.
Á meðal umsækjenda eru Gylfi
Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti
ASÍ, Gylfi Magnússon dósent, Bene-
dikt Jóhannesson, fyrrverandi fjár-
mála- og efnahagsráðherra, Ásgeir
Jónsson, forseti hagfræðideildar
Háskóla Íslands, og Sigurður Hann-
esson, framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins.
Sérstaka athygli vekur að aðeins
tvær konur sóttu um starfið, Salvör
Sigríður Jónsdóttir nemi og Katrín
Ólafsdóttir lektor. Tölvupósts-
varnir Stjórnarráðsins komu í veg
fyrir að umsókn Katrínar, sem send
var fyrir lok tímafrests, bærist for-
sætisráðuneytinu og því var hennar
umsókn tilkynnt síðar en hinna
fimmtán.
Þrír núverandi starfsmenn Seðla-
bankans sækja um starfið. – dfb
Sextán sækja um í Seðlabankann en fáar konur sýna áhuga
SAMGÖNGUR Pólska skipasmíða-
stöðin Crist S.A. krefst þess að
íslenska ríkið reiði fram viðbótar-
greiðslu vegna smíði nýs Herjólfs.
Krafan hljóðar upp á þriðjung af
heildarverði skipsins.
Upphaf legt samkomulag aðila
hljóðaði upp á 26,5 milljónir evra
eða um 3,5 milljarða króna á gengi
dagsins í dag. Síðan þá var samið
um viðbótarverk fyrir um hálfan
milljarð í viðbót en þau fólu meðal
annars í sér að skipið skyldi rafvætt.
Talsverðar tafir hafa orðið á verkinu
og hljóða útreikningar Vegagerðar-
innar á tafabótum upp á rúmar 1,5
milljónir evra, rúmlega 200 millj-
ónir íslenskra króna.
„Skipasmíðastöðin gerir nú hins
vegar kröfu upp á heildarverð sem
nemur [38,4 milljónum] evra eða
ríflega 5,2 milljörðum ísl. kr. Krafan
um viðbótargreiðslu, sem ekki hefur
verið nefnd fyrr en nú, hljóðar upp á
um 8,9 milljónir evra eða ríflega 1,2
milljarða ísl. kr. á gengi dagsins,“
segir í tilkynningu frá Vegagerðinni
sem barst í gær.
Skipasmíðastöðin ber fyrir sig að
hönnun skipsins hafi breyst og það
hafi falið í sér aukinn kostnað. Vega-
gerðin telur á móti að krafan eigi sér
alls enga stoð í samningi aðila enda
hafi Crist S.A. tekið á sig „fulla og
ótakmarkaða ábyrgð á hönnum
skipsins“.
Nýr Herjólfur er tilbúinn til
af hendingar og hefur verið um
nokkurt skeið. Hann fæst hins vegar
ekki af hentur fyrr en greitt hefur
verið úr þeirri f lækju sem upp er
komin. – jóe
Krefjast þriðjungi hærri greiðslu en lagt var upp með fyrir Herjólf
Gylfi Arnbjörnsson. Sigurður Hannesson. Ásgeir Jónsson.
Formenn Eflingar og VR, Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson, ræða málin í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
RAFORKUMÁL Samorka, samtök
orku- og veitufyrirtækja, styður
innleiðingu á þriðja orkupakkan-
um og telur hann vera til bóta fyrir
íslenskan raforkumarkað.
Frá árinu 2003, þegar ný raforku-
lög tóku gildi, hafa verið innleidd
ákvæði tilskipana ESB í orkumál-
um. Markmiðið var að þróa markað
með raforku þannig að samkeppni
tryggi lægsta verð til neytenda.
Einnig hafa frekari reglur verið
settar um raforkumarkaðinn til að
verja hag neytenda á markaði.
„Frekari þróun á þessari löggjöf,
sem jafnan er nefnd þriðji orku-
pakkinn, felur í sér aukið sjálfstæði
eftirlitsaðila, frekari kröfur um
aðskilnað milli sérleyfisþátta og
samkeppnisþátta og þar með að efla
raforkumarkaðinn,“ segir í ályktun
Samorku. – sa
Samorka vill
orkupakkann
REYK JAVÍK Hjálmar Sveinsson,
borgarfulltrúi Samfylkingar og
fulltrúi í skipulags- og samgöngu-
ráði, segir endurreisn verkamanna-
bústaðakerf isins í Reykjavík í
fullum gangi með að veita Bjargi,
íbúðafélagi, lóðir til byggingar um
630 íbúða í borginni. Borgin sam-
þykkti í síðustu viku að úthluta
íbúðafélaginu lóðir til að byggja 124
íbúðir í Bryggjuhverfinu sem fara í
langtímaleigu til félagsmanna ASÍ
eða BSRB.
Bjarg starfar samkvæmt lögum
um almennar íbúðir og starfar
þannig að það leigir íbúðirnar til
félagsmanna sinna.
Fréttablaðið greindi frá því í síð-
ustu viku að hússjóðurinn Brynja,
íbúðafélag á vegum öryrkjabanda-
lagsins, hefði á sama tíma fengið
neitun um stofnstyrki til að kaupa
hús fyrir sína félagsmenn. – sa
Bjarg byggir en
Brynja má ekki
kaupa hús
Hjálmar
Sveinsson.
Nýr Herjólfur fæst ekki afhentur en er tilbúinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
7
-4
C
8
0
2
2
A
7
-4
B
4
4
2
2
A
7
-4
A
0
8
2
2
A
7
-4
8
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K