Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 20
12
milljarðar króna er mark-
aðsvirði hlutar Smallcap
World Fund í Marel.
✿ Lán banka til ferðaþjónustu við áramót
6%
Arion banki
Hlutfall af
útlánum
12%
Íslandsbanki
Hlutfall af
útlánum
8%
Landsbanki
Hlutfall af
útlánum
50 102 81
milljarðar milljarðar milljarður
Heimild: Áhættuskýrslur bankanna og ársskýrslur
Fari svo að f lugfélagið WOW air yrði gjaldþrota hefði það í fyrstu „mjög óveruleg áhrif“ á bankakerfið. „Helstu skuldir f lugfélaga eru
við f lugvélaeigendur. Þau leigja
ýmist f lugvélar eða eru með þær
á kaupleigu,“ segir Harpa Jóns
dóttir, framkvæmdastjóri fjármála
stöðugleikasviðs Seðlabankans, í
samtali við Markaðinn.
„Því næst vaknar spurningin
hversu hratt keppinautar bregð
ast við því að sætaframboð hefur
dregist saman. Um það ríkir óvissa.
Það gæti orðið samdráttur í ferða
þjónustu sem gæti smitast á aðrar
atvinnugreinar. En reikna má með
að útlánatöp banka yrðu ekki stór
vægileg. Þeir eru vel í stakk búnir að
mæta áföllum sem þessu. Bankarnir
hafa há eiginfjárhlutföll og útlán til
ferðaþjónustu eru um tíu prósent af
útlánasafninu. Ekki er útilokað að
útlánatöp myndu draga eitthvað úr
arðsemi þeirra.
Hafa ber í huga að jafnvel þótt
færri ferðamenn sæki landið heim
í ár mun engu að síður fjöldi ferða
manna koma hingað. Áhrifin á
efnahagslífið gætu minnt á af la
brest,“ segir hún.
Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræði
deildar Háskóla Íslands, segir að
umfang útlána til ferðaþjónustu sé
fremur lítið í heildarsamhengi auk
þess sem íslensku bankarnir séu
með mjög mikið eigið fé. Þess vegna
muni útlánatöp í ferðaþjónustu
ekki verða ógn við bankana jafnvel
þótt mögulegt gjaldþrot WOW air
hefði neikvæð áhrif á önnur fyrir
tæki í atvinnugreininni. Framlegð
þeirra af reglulegum rekstri sé hins
vegar það lág að komi til útlánatapa
muni þau þurrka út hagnað bank
anna í ár.
Gullgrafaraæði
„Það hefur verið hálfgert gullgraf
araæði í ferðaþjónustu og bank
arnir hafa að einhverju leyti tekið
þátt í því. Sum útlánin byggja á
forsendum um tekjustreymi og
vöxt sem eru augljóslega ekki að
fara að ganga eftir. Undanfarin ár
voru að mörgu leyti óvenjuleg. Allar
stjörnur röðuðust upp okkur til
heilla. Það gat ekki staðið til lang
frama: Lágt verð á olíu og öðrum
hrávörum og 30 prósent fjölgun
ferðamanna á hverju ári. Á sama
tíma fékk ríkissjóður gífurlegar
fjárhæðir afhentar frá kröfuhöfum
föllnu bankanna sem stöðugleika
framlög.
Það er því líklegt að niðursveifla í
ferðaþjónustu muni bitna á rekstri
bankanna. Það ferli hófst raunar á
síðasta ári – eftir það tók að hægja
á komum ferðamanna. Mögulegt
gjaldþrot WOW air mun þyngja
róðurinn verulega fyrir mörg fyrir
tæki í greininni – sem nú þegar
þurfa að glíma við þungan rekstur.
Útlánatöp ógna ekki bönkunum
Lánuðu 233 milljarða til ferðaþjónustu
Bankarnir höfðu við áramót
lánað um 233 milljarða króna
í atvinnugreinina, samkvæmt
opinberum gögnum. Um tíu pró-
sent útlána viðskiptabankanna
þriggja eru til ferðaþjónustu.
Arion banki hafði lánað minnst
eða sex prósent af lánasafninu.
Það gerir um 50 milljarða króna,
Landsbankinn lánaði um átta
prósent af lánasafninu eða
um 81 milljarð króna – við það
bætast um tíu milljarðar króna
sem bankinn lánaði Icelandair
Group nýverið – og Íslandsbanki
tólf prósent eða 102 milljarða
króna.
Hafa verður í huga að skilgrein-
ing bankanna á því hvað tilheyri
ferðaþjónustu kann að vera ólík.
Seðlabankinn birti niður-
stöður álagsprófs á bönkunum
í ritinu Fjármálastöðugleika í
haust. Teiknuð var upp sviðs-
mynd sem spannaði þriggja
ára tímabil og fól í sér mikinn
samdrátt í útflutningi, veru-
lega rýrnun viðskiptakjara,
lækkað lánshæfismat og hærri
fjármagnskostnað innlendra
aðila. Þá veikist krónan veru-
lega í sviðsmyndinni, verðbólga
eykst, vextir hækka, fjárfesting
minnkar, kaupmáttur minnkar
og atvinnuleysi eykst. Samtals
dregst verg landsframleiðsla
saman um 6,5% fyrstu tvö árin.
„Niðurstöður álagsprófsins
eru á þann veg að eiginfjárhlut-
föll bankanna lækka að meðal-
tali um liðlega 4,5 prósent. Þar
sem eiginfjárhlutföllin eru
tiltölulega há myndu þeir standa
slíkt áfall ágætlega af sér. Engu
að síður myndu þeir þurfa að
ganga á eiginfjárauka sem lagðir
eru á til þess að mæta tapi vegna
fjármálaáfalls,“ segir í ritinu.
Ásgeir Jónsson segir að það hafi verið hálfgert gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og bankarnir hafi að einhverju leyti tekið þátt í því. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fari svo að WOW air
yrði gjaldþrota og það
yrði samdráttur í ferða-
þjónustu er bent á að
eiginfjárhlutfall bank-
anna sé hátt og útlán til
ferðaþjónustu séu um
tíu prósent af útlána-
safninu. Fjöldi ferða-
manna myndi engu að
síður koma til Íslands.
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn
Smallcap World Fund, sem er í
stýringu American Funds, bætti við
tæplega hálfs prósents eignarhlut,
jafnvirði um 1.700 milljóna króna
miðað við núverandi gengi bréfa, í
síðustu viku og fer núna með um 3,3
prósenta hlut í félaginu. Frá áramót
um hefur sjóðurinn, sem er sjöundi
stærsti hluthafi fyrirtækisins, tvö
faldað eignarhlut sinn í Marel.
Gildi lífeyrissjóður hélt áfram að
minnka við eignarhlut sinn í Marel
og seldi um 0,25 prósenta hlut í síð
ustu viku, sem er metinn á ríflega
900 milljónir króna, og fer nú með
5,9 prósenta hlut í félaginu.
Auk Smallcap World Fund hefur
evrópski vogunarsjóðurinn Teleios
Capital bætt verulega við sig í Marel
frá því í janúar og fer nú með 2,45
prósenta hlut í félaginu að virði lið
lega níu milljarða króna.
Hlutabréfaverð í Marel hefur
hækkað um meira en 46 prósent frá
áramótum. Félagið er langsamlega
verðmætasta fyrirtækið í Kauphöll
inni með markaðsvirði upp á 357
milljarða króna. Gengi hlutabréfa
Marels standa í 541 krónu á hlut og
hefur aldrei verið hærra. – kij
Bætti við sig fyrir 1,7
milljarða króna í Marel
Rútufyrirtæki og f leiri hafa til að
mynda verið rekin með tapi að
undanförnu. Ég geri mér hins vegar
ekki grein fyrir áhrifum á fjölda
ferðamanna í ár ef f lugfélagið verð
ur gjaldþrota,“ segir hann.
Fasteignir og flugvélar
Fjárbinding í ferðaþjónustu liggur
einkum í fasteignum og flugvélum.
„Það er hætt við að boginn hafi
verið spenntur of hátt. Fjárfestar
hafi til að mynda haft óraunhæfar
væntingar um þær leigutekjur sem
húsnæði getur skilað til lengri tíma
– hvort sem miðað er við verslun,
veitingar eða gistingu. Nú þegar
er ljóst að veitingarekstur og f leiri
greinar standa vart undir núverandi
leigu. Og svo bætast ýmsir aðrir liðir
við – líkt og fasteignagjöld. Mögu
lega munu bankar þurfa ganga að
fasteignum í kjölfar vanskila, en
fasteignirnar eru trygg veð. Ferða
þjónustan er framtíðargrein á
Íslandi – og að sumu leyti er hægari
vöxtur hollari en hið mikla óðagot
sem hefur verið í gangi. Fjárfesting
arnar munu því skila arði til lengri
tíma jafnvel þótt það komi tíma
bundið bakslag,“ segir hann.
Ásgeiri þykir ólíklegt að erfið
leikar í ferðaþjónustu muni smitast
yfir í byggingariðnað – að minnsta
kosti ekki til skemmri tíma. Að
undanförnu hafi verktakar einkum
verið að reisa íbúðarhúsnæði en
ekki hótel. „Það er töluverð íbúða
þörf og því mun ekki gæta mikilla
áhrifa þar svona fyrsta kastið.“
GAMMA Capital Management
tapaði 203 milljónum króna fyrir
skatta á síðasta ári, að því er fram
kemur í lýsingu sem móðurfélagið,
Kvika banki, gaf út í gær vegna
skráningar fjárfestingarbankans á
aðallista Kauphallarinnar.
Til samanburðar hagnaðist verð
bréfafyrirtækið um 626 milljónir
króna árið 2017.
Heildartekjur GAMMA voru
1.443 milljónir króna á síðasta ári
og drógust saman um ríf lega 36
prósent frá fyrra ári þegar þær voru
samanlagt 2.264 milljónir króna.
Þá kemur fram í lýsingunni að
eignir í stýringu GAMMA hafi
numið 135 milljörðum króna í lok
síðasta árs en þær voru tæpir 139
milljarðar króna í lok árs 2017.
Kv ik a ba nk i og hlut ha fa r
GAMMA skrifuðu sem kunnugt
er undir samning um viðskiptin í
nóvember í fyrra og lá samþykki
hluthafa bankans og viðeigandi
eftirlitsstofnana fyrir 6. mars síð
astliðinn.
Samanlagðar eignir í stýringu
hjá Kviku og rekstrarfélögum í
eigu bankans verða um 400 millj
arðar króna í kjölfar kaupanna á
GAMMA.
Eins og fram kemur í lýsingunni
er kaupverðið á GAMMA tæplega
2,6 milljarðar króna miðað við
bókfært virði árangurstengdra
þóknana hjá verðbréfafyrirtæk
inu í lok síðasta árs en verðið getur
breyst til hækkunar eða lækkunar
eftir því hvernig rekstur og verð
mæti fyrirtækisins þróast á næstu
misserum.
Gert er ráð fyrir að áhrif kaup
anna á af komu Kviku fyrir skatta
verði um 300 til 400 milljónir
króna á ársgrundvelli. – kij
GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra
Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management.
2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN
2
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
7
-2
E
E
0
2
2
A
7
-2
D
A
4
2
2
A
7
-2
C
6
8
2
2
A
7
-2
B
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K